Ritmennt - 01.01.2002, Page 72
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
RITMENNT
Steingrímur Dúi Másson.
Halldór Laxness, málverk eft-
ir Jóhönnu Kristínu Yngva-
dóttur.
margar myndir Aas af yfirburðamönnum er þessi bústa mikilúð-
leg og kröftug í útfærslu; segir því e.t.v. meira um myndhöggvar-
ann en skáldið.
Ein bústa af Halldóri varð nokkuð umdeild, nefnilega sú sem
Ólöf Pálsdóttir gerði af honum um 1968. Ragnar í Smára mun
hafa fengið listakonuna til þessa verkefnis, og sat Halldór fyrir
hjá henni í tvígang að minnsta kosti.11 Bronsafsteypan var síðan
gefin Þjóðleikhúsinu og sett þar upp í hátíðasal. Fljótlega heyrð-
ust óánægjuraddir ofan úr leilchúsinu, og dag einn hvarf bústan
og hefur ekki fundist síðan þrátt fyrir lögreglurannsókn og aðra
eftirgrennslan. Annað eintalc hennar, svo og frummyndin úr
gifsi, er þó enn í fórum myndhöggvarans.
Upp úr 1960 hófst mikið leikritunartímabil Halldórs, sem
hafði í för með sér aukin tengsl hans við leikhúsfólk. Óhjá-
kvæmilega minnkuðu þá afskipti hans af myndlist, auk þess
sem flestir þeir myndlistarmenn sem hér hafa verið nefndir og
stóðu honum næst voru allir á kafi í afstraktlist og - að Nínu
undanskilinni - hættir að gera portrettmyndir. Og þótt yngri
kynslóð myndlistarmanna bæri óskoraða virðingu fyrir Halldóri
var hún áhugalítil um mannamyndagerð.
Halldór sem tákn
f myndum síðari tíma myndlistarmanna birtist Halldór fremur
sem tákn en sem maður af holdi og blóði, enda sást hann sjald-
an opinberlega síðustu árin.
Sérkennileg blýantsteilcning Sverris Haraldssonar af honum
(1977) er nokkurs konar „metaportrett", mynd um hefðbundnar
skrumskælingar skopteiknara á niðurandliti hans fremur en til-
raun til að gera af honum sjálfstæða mynd.
Málverk og grafíkmynd Errós af Halldóri (1984-85) fjalla einn-
ig um ímynd Halldórs í fjölmiðlunum og myndlistinni. Þessar
myndir hans eru tvíþættar, annars vegar eru tilvitnanir í þelckt-
ar ljósmyndir af skáldinu - gleymum ekki að Halldór myndaðist
ákaflega vel - og kallast þær á við eins konar sporbaug hægra
megin, þar sem eru glefsur úr frægum portrettum af honum, þ.á
m. nolckrar myndir sem hér hafa verið nefndar.
11 Viðtal við Ólöfu Pálsdóttur, nóvember 2001.
68