Ritmennt - 01.01.2002, Page 79
RITMENNT
UTAN VIÐ MARKAÐSLÖGMÁLIN
þúsLind eintök). Tvær smásögur birtast í
Ogonjok - og hér er hvað eftir annað vitn-
að til birtinga þar vegna þess að um er að
ræða langsamlega útbreiddasta vikublað
landsins (mun þá hafa komið út í um
tveim miljónum eintaka). Þeim höfundi
sem félck birt eftir sig reglulega í Ogonjok
og komst síðan í ódýran smábókaflokk
sem blaðið gaf út (Bibliotelca Ogonka) var
tryggð mikil frægð í Sovétríkjum þess
tíma.
1955. Fleiri sögur í Ogonjok sem ásamt áður
þýddum sögum koma svo í safninu Lilja
(Biblioteka Ogonka, 150 þúsund eintök).
Silfurtunglið („Vögguvísa seld" á rúss-
nesku) er sýnt í Malyj-leikhúsinu og birt
bæði í bólcarformi og útbreiddu bók-
menntatímariti (Oktjabr).
1956. Ungfrúin góða og húsið er fram-
haldssaga í Ogonjok.
1957. Fyrirlesturinn „Vandamál skáldskap-
ar á vorum dögum" og kafli úr Gerplu
birtast í tímaritinu Inostrannaja literat-
úra. Ungfrúin góða og húsið kemur út í
Biblioteka Ogonka.
1958. Brekkukotsannáll í tímaritinu Ino-
strannaja literatúra.
1959. Salka Valka.
1960. Sjálfstætt fólk, önnur útgáfa (upplag
100 þúsund).
1961. Smásaga í Ogonjolc.
1963. íslandsklukkan.
1967. Smásaga í Ogonjok.
1969. Heimsljós og ein smásaga í tímaritinu
Novyj mír.
1977. Sjálfstætt fólk og íslandsklukkan
koma út í einu bindi í flolcknum „Bóka-
safn heimsbókmennta", upplag 300 þús-
und. Og Atómstöðin, Brekkukotsannáll
og Paradísarheimt koma í einu bindi í
flokknum „Meistarar samtímaprósa"
(100 þúsund eintök).
1978. Smásagnasafnið „Dúfnaveislan".
1985. Salka Valka, önnur útgáfa.
1994. Heimsljós, önnur útgáfa.
Hér er þess ekki getið að smásögur og skáld-
sögukaflar birtast öðru hverju í safnritum
og svo er stundum verið að prenta og endur-
prenta upphafskafla Gerska ævintýrisins í
bókum þar sem erlendir menn segja frá vin-
fengi sínu við Sovétríkin.9
Vinur okkar Laxness
Sem fyrr segir eflist útgáfa á verkum er-
lendra samtímahöfunda verulega um leið og
„hláka" gengur í garð í sovésku menningar-
lífi eftir dauða Stalíns. Og þegar hafðar eru í
huga skoðanir Halldórs Laxness á þeim
tíma og svo listræn afrek hans þá virðist
sjálfgefið að verk hans berist hátt með þeirri
bylgju. Málið er þó ekki svo einfalt. Að öllu
er farið með mikilli varfærni, ótti Stalín-
tímans er ekki gleymdur og lifir reyndar
lengi enn. Þýðingum úr erlendum málum
fylgja formálar og eftirmálar þar sem höf-
undur fær bæði gæðastimpil og siðferðis-
vottorð um að allt sé í lagi með hann og gef-
in er skýring á því hvers vegna hann eigi er-
indi við sovéska lesendur.
Skáldið Anatolij Sofronov (sem var einnig
ritstjóri vilcublaðsins Ogonjok), skáldsagna-
9 Skrá um rit Halldórs Laxness á íslensku og erlend-
um málum. Haraldur Sigurðsson og Sigríður Helga-
dóttir settu saman. Landsbókasafns íslands. Árbók
1993.
75