Ritmennt - 01.01.2002, Síða 82
ARNI BERGMANN
RITMENNT
Sjúlfstætt fólk, 2. rússneska útg. 1960, upphaf lokaþáttar.
Bjartur yfirgefur Sumarhús: Sjálfstætt fólk var talin
bera því vitni að höfundur hefði réttan skilning á því
hvert stefndi í heiminum.
undir „prógressívir menn og gúmanistar" í
Skáldatíma) voru svo venjulega settir undir
hatt „gagnrýns raunsæis".15 En þegar bælcur
Halldórs komu fyrst út á rússnesku voru
bókmenntafræðingar þar í landi farnir að
spyrða saman hið gagnrýna og hið sósíalíska
raunsæi, væntanlega með það fyrir augum
að gera sína stefnu víðfeðmari og ekki eins
kreddubundna og áður. Þeir sögðu sem svo,
að sósíalíska raunsæið væri ekki einkamál
Sovétmanna, og það væri á Vesturlöndum
ekki einskorðað við verklýðsskáldsöguna,
heldur sæktu höfundar sem stefnunni
fylgdu fram til þess að spanna allt þjóðlífið í
verkum sínum - og framarlega þar í flokki
væri Halldór Laxness. Það skipti mestu um
það hvort menn verðslculduðu að teljast
sósíalískir realistar að þeir áttuðu sig á því
hvernig og hvers vegna þjóðfélagið væri að
breytast (og þá er talið sjálfgefið að sú þróun
sé til sósíalisma). Sósíalrealisminn, segir
bókmenntafræðingurinn T. Motyljova, krefst
þess ekki að kommúnistar fari með aðal-
hlutverk í skáldsögum eða að jálcvæðar hetj-
ur séu þar fleiri en neikvæðar (en nokkuð
hafði borið á slíkum kröfum á Stalínstím-
anum) en „hann krefst þess að höfundur
sýni í persónum sínum raunverulega stöðu
samfélagsafla og leiði í ljós hvert hin sögu-
lega þróun stefnir."16
Sjálfstætt fólk var sú skáldsaga sem einlc-
um var tekin til dæmis um að sósíalíski
realisminn lifði góðu lífi á Vesturlöndum.
Enda mátti finna þar bæði sígilt félagslegt
raunsæi sem lætur stöðu manna í samfélag-
inu ráða miklu um hugarfar þeirra og
breytni - og greinileg tengsl við marxísltar
hugmyndir um smábóndann og örlög hans í
sögunni. Að vonum lögðu sovéskir bók-
menntarýnendur líka drjúga áherslu á það,
að þegar Bjartur í Sumarhúsum hefur tapað
sínu einyrkjastríði skilur hann son sinn eft-
ir meðal verkfallsmanna sem hafa frétt af
byltingunni í Rússlandi; það þýddi einmitt
að höfundur hefði áttað sig á því „hvert hin
sögulega þróun stefnir." Eða eins og G.
Shatkov segir í ritgerðasafni um sósíalískt
raunsæi í bókmenntum Vesturlanda:
Ný sósíalísk sýn á samfélagið gaf Laxness kost á
því að slcilja sérkenni þjóðar sinnar dýpri skiln-
ingi og koma auga á ýmsa eiginleika hennar sem
hann áður gaf ekki gaum.17
15 Kratkij filosofskij slovar. Moskva 1954, bls. 549-
50. Árni Bergmann: Byltingin, bókmenntirnar og
sósíalrealisminn. Tímarit Máls og menningar 4,
1987, bls. 416-22.
16 T. Motyljova: Problemy sotsialistitsjeskogo realiz-
ma v zarúbézhnykh literatúrakh. Voprosy literat-
úry 10, 1958, bls. 64.
17 G.V. Shatkov: Roman Laxnessa Samostojatelnyjie
ljúdi i islandskije rodovyje sagi. Genezis sotsi-
78