Ritmennt - 01.01.2002, Page 84
ÁRNI BERGMANN
RITMENNT
Heimsljós, útg. 1969, títílblað að Pegurð himimins.
Ólafur Kárason með ástkonunni á titilblaði Heims-
ljóss: allir voru reiðubúnir til að samþykkja að íslend-
ingar lifðu í skáldskap.
inni) og hin eilífa barátta einstaklinga við
óblítt náttúrufar; fjör kenni oss eldurinn,
frostið oss herði. Og öll fer þessi barátta
fram með þeim óvenjulega hætti að hetjan
íslenska lifir á og í skáldskap. Frá upphafi
geta menn þess, eins og sjálfsagt er, að Hall-
dór Laxness og persónur hans standi í virk-
um samskiptum við forna og mikla bók-
menntahefð - enda sé það fýsnin til fróð-
leiks og skrifta og skáldskapar sem hafi
haldið lífinu í Islendingum öðru fremur.
Hin hefðbundna aðdáun á „norðrinu" fellur
saman við það, að rússneskir rithöfundar,
fræðimenn og gagnrýnendur taka fyrirvara-
laust undir þann skilning á sérlcennum ís-
lendinga sem Halldóri Laxness var sjálfum
ofarlega í huga. Hann hefur sjálfur í Þjóðhá-
tíðarrollu21 fróða menn fyrir því „að eingin
þjóð hafi, svo vitað sé, verið eins niðursokk-
in í orðsins list frá upphafi og íbúar þessa
lands" (bls. 11). Fræðimenn eins og Steblin-
Kamenskij og Berkov, rithöfundarnir Po-
levoj og Gennadij Fish, bókmenntafræðing-
arnir Kítlov og Neústrojev, þýðendurnir
Krymova og Nedeljaeva: öll keppast þau um
að brýna það fyrir sovéskum lesendum að
íslendingar séu „skáldaþjóð", að þar í landi
sé annarhver maður slcáld, ungir sem gaml-
ir sílesandi íslendingasögur og þjóðskáld,
enda sé slcáldskapur bæði snar þáttur ís-
lenslcs hvunndagsleika og um leið helsta
hvatning þjóðinni til að halda höfði í heim-
inum, sjálfur lífgjafi bæði sérstæðrar þjóð-
menningar og sjálfstæðis.22 Krymova gengur
svo langt í að taka undir þjóðernishyggju
smáþjóðar, gott ef ekki þjóðrembu hennar,
að hún lætur sig eklci muna um niðurstöðu
á borð við þessa hér: „Slík þjóð hlýtur að ala
af sér afbragðsmenn".23 Og sá fremsti þeirra
er vitanlega Halldór Laxness. Þegar Boris
Polevoj heimsækir Halldór Laxness að
Gljúfrasteini tvinnar hann saman lof um
skáldskapinn og lof um þá þjóð sem erfið
21 Reykjavik 1974.
22 Sjá m.a. Steblin-Kamenskij. Kúltúia Islandii. Len-
ingrad 1967; V.P. Berkov: Islandija - bez gejzerov.
Novyj mir, 1, 1968; Gennadij Fish. Otshelnik Atl-
antiki. Moskva 1962.
23 Formáli að Bibliografitsjeskij úkazatel. Halldor
Kiljan Laxness. Moskva 1963.
80