Ritmennt - 01.01.2002, Page 111
RITMENNT
INNRA LÍFIÐ UPPMÁLAÐ
Afstaða skáldsins sjálfs birtist sjaldnast á kápum verka hans.
Sé gengið á ritaröðina má segja að í fyrstu verkum Halldórs end-
urspeglist kaþólsk viðhorf en ekki íkonadýrkun; á fjórða ára-
tugnum sósíalismi en sjaldnast mónúmentalismi; á sjötta ára-
tugnum taó en elclci naumhyggja. Samastaður þessa lifandi
skálds var jafnan í miðri hringiðu menningarlífsins þar sem
hann gat haft fingurinn á púlsi nýrra strauma. Halldór hafði náin
kynni af helstu listamönnum þjóðarinnar, þeim sem ruddu list-
um nýjar brautir á árunum 1920-50 eins og Jóhannesi Kjarval,
Svavari Guðnasyni, Nínu Tryggvadóttur, Þorvaldi Slcúlasyni
o.fl. Svavar og Þorvaldur voru á meðal hans helstu samverka-
manna á listasviðinu.
Þrátt fyrir einlægan áhuga á myndlist og nýjum hugmyndum
í listum almennt hefur Halldór Laxness sagt að skrif um mynd-
list séu tæpast rnikils virði: „Listin er sköpun sem gerir orð
marklaus." Einnig segir hann:
Blóm er svo sterkt að það rís upp frá dauðum og svo veikt að barn get-
ur plolckað það í sundur. Það er elclci þörf að segja fleira um blóm í einu;
þó mætti bæta því við að blórn er umfram alt raunverulegt. Afturámóti
hættir blómið að vera til um leið og á að fara að útskýra það. Sama máli
er að gegna um myndlistina, sem er partur af sköpun náttúrunnar, það
fæst ekki við hana samband nerna gegnum augað. Orð hafa þar aungva
stoð.1
Þrátt fyrir þessi orð slcrifaði slcáldið greinar um list Svavars
Guðnasonar, Nínu Tryggvadóttur og annarra merkra lista-
manna. Halldór lcynntist Nínu Tryggvadóttur í Unuhúsi og
skrifaði um list hennar í ritgerðasafninu Sjálfsögðum hlutum
sem lcom út árið 1946. Einnig skrifaði Halldór formála í skrá
sýningar Nínu í Galerie Parnass í Wuppertal 1963. Raunar má
leiða að því lílcur að áhugi Halldórs Laxness á ýmsum nýstefn-
um í listum hafi á ýmsan hátt stuðlað að því að verlc hans sjálfs
urðu jafn frumleg og framúrstefnuleg og raun her vitni. Fyrst ber
að nefna í því sambandi ljóðin Únglínginn í skóginum (1924) og
Rhodymenia Palmata (1930). Bæði voru þau ort undir áhrifum
frá súrrealisma, sem aftur átti rætur að relcja til hugmynda
áranna eftir fyrri heimsstyrjöld um uppstokkun og endurmat er
byggðu m.a. á kenningum Freuds um dulvitundarflæði og
1 Yfitskygðir staðii (1971), bls. 66.
107