Ritmennt - 01.01.2002, Side 138
HELGA KRESS
RITMENNT
Ég mun hafa verið 7 ára þegar faðir minn vekur mig einn vormorgun
snemma og gefur mér póstkort með mynd af dönsku málverki af Gunn-
ari á Hlíðarenda, þar sem hetjan stendur við hólmann á sandinum og
ræður við sig að snúa aftur. Aftaná kortið hefur faðir minn skrifað þessa
einföldu minníngu við son sinn: „Elsku Dóri minn, hérna gef ég þér
mynd af Gunnari á Hlíðarenda. Gunnar vildi heldur snúa aftur og etja
við erfiðleikana heima en hverfa burt úr landi. Þinn pabbi." (172-73)
Þessum orðum segir Halldór að hafi eklci fylgt nein skýring og
hann hafi aldrei vitað beina orsök þess að þau voru skrifuð.1
Margar af fyrstu bókunum sem Halldór las voru sögur um og
eftir vesturfara. í I túninu heima minnist hann Jóhanns Magnús-
ar Bjarnasonar (1866-1945) sem hafi verið „einn af því yrlcjandi
og bóklesandi fátælctarfólki sem flúði úr landi þúsundum sarnan
uppúr ættjarðarljóðunum miklu 1874." (187) Jóhann Magnús var
níu ára þegar hann fluttist vestur með foreldrum sínum sem
settust að í Halifax-héraði í Nova Scotia. Jóhann Magnús lrlaut
„sína litlu skólamentun á cnsku þó hann skrifaði aldrei á því
máli" (187), heldur á íslensltu. „Sögur hans fjölluðu umfram alt
um íslendínginn í útlendum alheimi, þar sem eldci er leingur
neitt eyland, og einginn maður er eyland heldur, því öll eylönd-
in eru solclcin í mannhafinu." (188)
Halldór segir að hann liafi lesið söguna Ungfrú Harrington
mörgum sinnum og hafi hún haft milcil áhrif á sig.2 „Eftir að ég
fullorðnaðist þorði ég ekki leingi vel aö lesa aftur þessa sögu af
ótta við aö verða vonsvikinn. Ég náði mér í bólcina aftur núna á
dögunum. En ekki var ég búinn að lesa leingi áður en ég varð
hyltur og bjargtelcinn einsog þegar ég var níu ára." (190) Þegar
Halldór les söguna er hann á sama aldri og Jóliann Magnús þeg-
ar hann flutti úr landi, og það er augljóst að Halldór samsamar
sig honum og ber sig saman við hann, bæði sem íslending og rit-
höfund: „Auðvitað sé ég mannlegar veilur á handbragði höfund-
ar sem fór burt af íslandi á því skeiði sem kraklcar byrja að lesa
1 Myndin af Gunnari á Hlíðarenda er eftir norska myndlistarmanninn A.
Bloch, úr myndröð sem hann gerði fyrir aðra útgáfu bókarinnar Vore fædres
liv (1898), en þar er hún á bls. 311. Upprunalega eru myndirnar svart-hvítar.
Á árunum 1900-1920 voru þær gefnar út hér á landi á póstkortum, fyrst
handlituðum, en síðar einnig svart-hvítum.
2 Sjá Jóhann Magnús Bjarnason, Vornætur á Elgsheiðum. Sögur frá Nýja
Skotlandi (1910).
134