Ritmennt - 01.01.2002, Page 140
HELGA KRESS
RITMENNT
Sigríður Jónsdóttir úr Vogum
(1826-1910|, móðir Nonna,
fór alfarin til Vesturheims
árið 1876, skömmu eftir að
hún hafði sent son sinn frá
sér tólf ára gamlan út í heim.
Það var Ijósmynd af henni
sem Halldór hafði fyrir sér
þegar hann lýsti Úu I Iíristni-
haldi. Um Sigríði segir hann
að hún hafi verið glæsilegur
kvenskörungur eins og ein-
lægt hafi verið á Islandi, þó
kannski ekki nema ein og ein
á öld.
ast „Eiríkur litli Hansson einn á rölti um Norðuramriku." (208)3
En í þeirri sögu hefur ein „ógleymanleg persóna [...] gripið til
þess heillaráðs að bjarga íslenska sjálfumleikanum með því að
kalla sig Mr Reykjavík." (188) Þá segir Halldór að reyndar hafi
Jóhann Magnús töfrað sig svo „dreinginn, að ég gleymdi að
hugsa útí harmleik útflytjandans - ef á þá að kalla það harmleik
og ekki truflun." (188) Um þetta vitnar hann í orð „þess vísa
manns", „dr Thorlaksson úr Winnipeg", sem hafi eitt sinn sagt
sér á hóteli í New York að heimþráin hafi þyrmt „svo yfir mart
af gamla fólkinu að það væri tæplega hægt að flokka sálarástand
þess undir annað en geðsjúkdóm." (188-89)
Annar ungur útflytjandi sem Halldór minnist er Nonni (Jón
Sveinsson, 1857-1944), sem varð fyrir því að móðir hans „kvaddi
hann að skilnaði 12 ára gamlan og seldi hann suðrí heim um ei-
líf ár." (157) Á þeim degi telur Halldór að „innralíf" (162) Nonna
hafi dáið og hafi hann síðan alltaf verið sarni tólf ára drengurinn
og hann hét móður sinni að skilnaði.4 Nonni fer ekki vestur,
enda vesturferðir vart hafnar 1870. Það gerir hins vegar móðir
hans, Sigríður Jónsdóttir, og verður fyrirmynd einnar óræðustu
kvenpersónu í verkum Halldórs.5 Hann segir: „Hver sem virðir
fyrir sér ljósmynd Sigríðar úr Yogum frá blómaskeiði ævi henn-
ar geingur þess ekki dulinn að myndin er af glæsilegum kven-
skörúngi einsog einlægt hafa verið á íslandi, og ekki í fornsögum
einum; þó stundum kanski ekki nema ein og ein á öld." (158)
Síðan segir hann að Sigríður hafi að bónda sínum látnum flust
vestur um haf „og átti þar góðri giftíngu að fagna sem slíkri lconu
byrjar, og átti heimili sitt um skeið vestrá Kyrrahafsströnd. Það
var ljósmynd þessarar konu sem ég hafði fyrir mér þegar ég var
að gera tilraun til að lýsa Úu í Kristnihaldi." (158-59)
Sem barn las Halldór þýddar sögur vestur-íslensku blaðanna
Lögbergs og Heimskringlu sem hann segir að íslendingar hafi
3 Skáldsaga Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, Eiiíkur Hansson, kom út í þrcmur
„þáttum" á árunum 1899-1903.
4 í Við Nonni ræðir Halldór einnig aðskilnað þeirra mæðgina og heit Nonna
„að leggja aldrei niður hugsunarhátt íslenska dreingsins". Reisubókarkorn
(1950), bls. 300.
5 Sigríður Jónsdóttir fæddist í Reykjahlíð 1826, fluttist til Vesturheims 1876 og
andaðist í Winnipeg 1910. Hún eignaðist níu börn, gaf eitt frá sér og missti
þrjú. Um ævi hennar, sjá Konur skrifa bréf, bls. 305-36,- einnig Nelson S.
Gerrard, Icelandic River Saga, bls. 227-28.
136