Ritmennt - 01.01.2002, Síða 141
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
gert óp að þegar þær fóru að berast, enda á móti öllum nýmæl-
um, einkum í bókmenntum. „Menn báru þær samanvið íslend-
íngasögurnar." (180) Meðal þýðenda var Einar Kvaran (1859-
1938), sem Halldór segir á öðrum stað að hafi verið „kjörskáld
bernsku" sinnar.6 Hann víkur oft að Einari í ritum sínum, ekki
síst árum hans í Vesturheimi. í I túninu heima minnist hann
Einars sem eins „þeirra íslensku mentamanna og skálda" (179)
sem ritstýrðu vestur-íslensku blöðunum. „Til eyðufyllíngar
höfðu dagblöð þeirra enskar skáldsögur, oft í hreinlegum þýðíng-
um, og allar betri en þýðíngar gerast upp og ofan núna, og hafa
þessar bækur aldrei verið metnar sem vert er á íslandi þó þær
væru mikið lesnar um slceið." (179)
Þessar „lögbergssögur og heimskrínglu" sem „kaupmannsfrú
í bænum [...] tókst að útvega Dóra litla" (220) las hann rennvot-
ur í hjásetunni sumarið sem hann var tíu ára. í Heiman eg fór
(1952) sem Halldór skrifaði rúmlega tvítugur, minnist hann
einnig þessarar hjásetu:
Sumarið sem ég var tíu ára, var ég látinn sitja ær. Ég undrast það æ síð-
an, að mönnum skuli hafa fundist hjásetur tilkomumikill starfi eða
hjarðmenska, og því síður hef ég getað skilið að menn slculi hafa ort um
það ljóð. Því þetta hjásetusumar mitt er eitt hið ómerlcilegasta sumar
sem ég hef lifað. Ég var altaf blautur í fæturna, oft slæmur í maganum,
síorgandi og fúll. Hefði ég ekki feingið léðar nokkrar Lögbergs-sögur
mundi ég hafa geingið fyrir ætternisstapa af leiðindum. Ég lá á magan-
um sunnan undir hól og las Myrtan í vagni, Mátt dáleiðslunnar, Hinn
óttalega leyndardóm og Makt myrkranna.
Ég var ekki látinn sitja hjá framar. (18)7
Sögur Lögbergs og Heimskringlu „voru stimplaðar Lestrarfélagi
lcvenna í Reylcjavík" (7 túninu heima, 220). Það var sennilega
einnig slcáldsagan Elding eftir Torfhildi Hólm sem kom út í
Winnipeg 1889 og varð hvorki meira né minna en kveikjan að
fyrstu skáldsögu Halldórs, en hana segist hann hafa skrifað 12
ára gamall, fyrsta veturinn sinn að heiman. „Það er ein sú
leingsta skáldsaga sem samin hefur verið á íslensku, enda mið-
6 Halldór Laxness, Viö heygaröshorniö (1981), bls. 62.
7 Sjá einnig Inngángsorð að Syrpu, í Seiseijú, mikil ósköp (1977), bls. 75-76, þar
sem Halldór lýsir enn hjásetunni og telst svo til að á einu sumri hafi hann
„komist yfir háttí tuttugu ,lögbergssögur'" sem voru „þýddar af þeim ágæt-
um skáldum og mentamönnum Islands sem dvöldust í Vesturheimi á alda-
mótatímanum og stýrðu blöðum íslenskra innflytjenda".
137