Ritmennt - 01.01.2002, Síða 142
HELGA KRESS
RITMENNT
aði ég stærð hennar við Eldíngu eftir frú Torfhildi Hólm [...] Til
áréttíngar kallaði ég mína bók Aftureldíngu. í bók Torfhildar
komu fyrir ,arnhöfðóttir púkar'. Úr minni man ég afturámóti
hvergi tvö orð í samhengi" (148). Þetta „mikla ritverlc" (148) var
aldrei prentað og barst handritið „burt með rusli" (149).
Eins og til mótvægis öllum þessum vestur-íslensku bók-
menntum nefnir Halldór Jón Trausta (Guðmund Magnússon,
1873-1918), „frá Hrauntánga í Öxarfjarðarheiði" (181), sem hann
segir að standi sér „fyrir hugskotssjónum sem einn mestur
undramaður að verið hafi í sagnasmíð íslendínga fyr og síðar" og
séu allir vetur sínir heima „teingdir minníngunni um nafn þessa
manns og verk hans" (181), en þau voru lesin á vökunni. í beinu
framhaldi af því ræðir hann um fólksflóttann af landinu sem hafi
verið mestur af Norðausturlandi og spyr hverju það sæti að ein-
mitt þar verði síðan meiri þróun í velgengni og menningu en
annars staðar á landinu. „Má vera að hér sé um að ræða tvær
lausnir á sama vandamáli: fara burt að leita betri hluta, eða vera
kyr og efna til betri hluta heima hjá sér." (184)
Ég tel ykkur aðeins í útlegð
I júníblaði Æskunnar 1916 birtist grein með yfirskriftinni Barna-
blaðið „Sólskin", og er höfundur „H. Guðjónsson frá Laxnesi".
Greinin er í bréfsformi og líklega það fyrsta sem birtist eftir Hall-
dór Laxness á prenti, a.m.lc. undir nafni. Með henni vill hann
lcynna íslenskum börnum Sólskin, nýtt barnablað Lögbergs, svo
að „æslcan á íslandi kynnist ofurlítið sínum litlu löndum - ís-
lenzku æskunni í Vesturheimi." (46) Hann lýsir blaðinu og segir
frá börnunum sem í það skrifa. „íslenzlcu börnin vestra eru mik-
ið með enskumælandi fólki, lesa ensk blöð og bækur, en þykir
þó svo fjarslca vænt um ísland og íslenzkuna. Það er því von að
þeim þyki vænt um litla, íslenzka ,Sólskinsblaðið' sitt, eins og
þau kalla það." (46) Hann birtir sýnishorn af greinum þeirra, vís-
um og skrítlum „til þess að sýna börnunum hér heima, hve vel
börnin vestra rita." (46) Hann segir einnig að hann hafi nýlega
sent „Sólskins-börnunum" í Ameríku nokkrar línur um íslenska
vorið og sumardýrðina sem íslensku börnin eigi nú í vændum,
og einnig „æskulýðshlöðin" íslensku, fullviss þess að „öll
138