Ritmennt - 01.01.2002, Qupperneq 144
HELGA KRESS
RITMENNT
Fjœr og nær
HingaS koinu í fyrradag tveir Is—
lendingar aS heiman, Halldór Kiljan
Laxness rithöfundur og skáld og
Páll Jónsson verzlunarmaöur frá
Reykjavik.
Mr. Haldlór Kiljan Laxness, setn
er vafalaust einn allra efnilegasti
hinna yngri rithöfunda Islands, býst
viö aö dvelja hér. í Canada í suntar,
og fara vestur til Californíu meö
vtítrinum. Mun hann aðallega ætla
að kvnna sér uppeídismál. Hefir
hann birt nokkrar hugleiðiogar um
Jtau í islenzkum blöðum, eins og les—
endum Heimskringlu er kunnugt.
Frétt um komu Halldórs til
Winnipeg í Heimskringlu 15.
júní 1927. Þar segir að hann
ætli til Kaliforníu að kynna
sér uppeldismál. í raun var
förinni heitið á vit kvik-
myndanna í Hollywood.
Eins og í fyrra bréfinu fjallar hann mjög um skáldskap, og
náttúrulýsingar sínar fléttar hann tilvitnunum í íslensk kvæði,
um leið og hann býður börnunum með sér í ferðalag í huganum
svo að þau geti séð fegurð íslenskrar náttúru. Og eins og pabbi
hans hafði áður gert með lcortinu til hans sjö ára brýnir hann þau
með Gunnari á Hlíðarenda. „Og einhver mundi snúa við í nánd
við skipsfjöl á leið burtu aftur ef honum yrði litið við, og segja
eins og Gunnar: ,Fögur er hlíðin, svo að mér hefir hún aldrei jafn-
fögur sýnst. Mun eg snúa heim aftur og fara hvergi!"' Síðan bæt-
ir hann við: „Annars er eg ef til vill að gera það sem eg elcki má:
- vekja heimþrá í hjörtum ykkar." Hann þakkar þeim fyrir
kvæðið Til vinanna heima sem fyrir noklcru birtist í blaði þeirra,
og launar þeim með öðrum vísum. Það eru þrjár ferskeytlur, eins
og Til vinanna heima, en aðeins hálfrímaðar. í þeim biður hann
bylgjuna bláu að flytja „kæra, kæra / kveðju að vesturströnd" og
„óskir hinum ungu / íslendingum þar / til happa og láns á lífsins
/ leiðum alstaðar". Hann særir þau að gleyma „aldrei, aldrei" að
„út við Norðurpól" eigi þau „heimahúsin", og hann kveður þau
með orðunum: „Eg tel ykkur að eins í útlegð!"
Atlantshafió ég einatt fór
Réttum ellefu árum eftir að bréf Halldórs birtist í Sólskini, eða
15. júní 1927, mátti í Heimskringlu lesa smáfrétt á öftustu síðu:
Hingað komu í fyrradag tveir Islendingar að heiman, Halldór Kiljan
Laxness rithöfundur og skáld og Páll Jónsson verzlunarmaður frá
Reykjavík.
Mr. Halldór Kiljan Laxness, sem er vafalaust einn allra efnilegasti
hinna yngri rithöfunda Islands, býst við að dvelja hér í Canada í sumar,
og fara vestur til Californíu með vetrinum. Mun hann aðallega ætla að
kynna sér uppeldismál. Hefir hann birt nokkrar hugleiðingar um þau í
íslenzkum blöðum, eins og lesendum Heimskringlu er kunnugt.
Halldór Laxness var nýlega orðinn 25 ára þegar hann steig fæti
sínum á land í Kanada. Hann hafði þegar gefið út þrjár skáldsög-
ur og ferðast víða um Evrópu. Ýmislegt bendir þó til að hann hafi
upphaflega ætlað sér til Vesturheims, jafnvel í því augnamiði að
gerast þar innflytjandi. Til er umsókn um landvistarleyfi fyrir
hann í Kanada, undirrituð af „frænda" hans, John G. Christian-
140