Ritmennt - 01.01.2002, Síða 147
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
til New York." í sama bréfi segist hann vera að skrifa kvik-
myndahandrit.10 í bréfi til Arnfinns Jónssonar, dagsettu í Inns-
bruclc 23. desember 1921, talar hann um „dollarakallinn" sinn
vestur í Ameríku sem hafi sent sér peninga „til vesturfararlcostn-
aðar" en þeim hafi hann eytt í flakk um Evrópu.11 Biður hann
Arnfinn, sem er í Leipzig, að afla fyrir sig upplýsinga um vestur-
ferðir og segist helst vilja komast til Montreal. í Grikklandsár-
inu (1980) löngu síðar segir Halldór frá því að Daníel Halldórs-
son, uppeldisbróðir föður hans, hafi sumarið 1921 boðið sér að
lroma vestur um haf. Það var ekki aðeins að liann sendi farareyri,
heldur fylgdi „fjárfúlga í dollaraávísunum" (232).12 Fyrir þessa
peninga hafi hann svo farið frá Hamborg til New York í maí
1922, en verið þá orðinn uppiskroppa og ekki náð að komast á
fund velgerðarmanns síns í Vestur-Kanada og því lcosið að snúa
aftur til Evrópu með sama skipi. Síðan segir hann: „Aukin kynni
af Evrópu áttu þátt sinn í því að Vesturheimur höfðaði ekki til
mín um sinn (...) Þannig gleymdist mér Amrika um sinn og vin-
ur föður míns hafði víst lítið annað en útlátin af elskusemi sinni
við mig." (232-33)
Á leiðinni til baka slcrifaði Halldór smásöguna Júdit Lvoff sem
birtist í Nokkrum sögum 1923. 1 formála útgáfunnar í Þáttum
(1954) segir hann:
Júdít Lvoff er samin um borð í s.s. Mount Clinton á leið til Hamborgar
frá New York, á þeirri snubbóttu ferð sem ég gerði til Bandarílcjanna
vorið sem ég varð tvítugur (...) I þessari sögu sýnast mér skýrari mót
noklcurra þeirra einkenna sem ekki hafa viljað yfirgefa mig síðan. (9)
í Júdit Lvoff birtist greinilega sú togstreita milli íslands og út-
landa, eða þess að vera íslendingur og lieimsborgari, sem svo
víða má sjá í verkum Halldórs og tengjast oftast á einn eða ann-
10 Um tilvitnanir í óprentuð sendibréf, sjá heimildaskrá aftast.
11 Vitnað til eftir handriti Stefáns Einarssonar að ævisögu Halldórs. Stefán byrj-
aði að vinna að ævisögu Halldórs haustið 1928 og átti hún að koma út í til-
efni af þrítugsafmæli skáldsins árið 1932. Stefán lagði mikla vinnu í verkið
og dró að ýmsar heimildir, m.a. úr sendibréfum Halldórs til fjölskyldu og
vina. Þegar til kom leist Halldóri ekki á ævisöguna, fannst hún of persónu-
leg, og ekkert varð af útgáfu. Sjá bréfaskipti þeirra Halldórs og Stefáns frá
1928-30, á Landsbókasafni.
12 Halldór Daníelsson (1878-1963) frá Síðumúlaveggjum í Borgarfirði fór vestur
um haf 1912 og stundaði einkum fiskveiðar. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Sjá Vestur-íslenzkar æviskrár II, bls. 91.
143