Ritmennt - 01.01.2002, Page 148
HELGA KRESS
RITMENNT
an hátt konum. í þessari skrítnu sögu segir sögumaður sem jafn-
framt er rithöfundur frá ungri, rússneskri konu, trylltri og fram-
andlegri, sem kemur til íslands og tælir saklausan, borgfirskan
bóndason, Sigurð Jónsson að nafni, þar sem hann stendur „í
skinnsokkum og treyu, rjóður og ljós, og feldi störina" [Þættir,
80). Þau trúlofast og hún fer burt en ætlar að ltoma aftur eða
hann til hennar þegar hann væri orðinn ríkur. Mörgum árum
síðar hittir sögumaður hana í New Yorlc, „í einu af hinum glæsi-
legu five o'cloclc teas við Times Square" (84), þar sem hún, hlað-
in skartgripum, kynnir hann fyrir eiginmanni sínum, William
Hardy, jun. „Það var magur, velgreiddur slcrælþur og gulltentur
ameríkumaður með horngleraugu" (85), alls óskyldur þeim „vík-
íngi" (80) sem beið hennar á íslandi með „hendurnar meiddar og
þrútnar af erfiði" (84). Hann trúir ekki öðru en hún lcomi aftur
og bilast á geði. Ameríkumaðurinn reynist hins vegar vera kunn-
ugur „ýmsum merkustu kvikmyndaleikurum Bandaríkjanna"
(87) og eiga sér „skemtibústað" (87) í Los Angeles. Og hann býð-
ur sögumanni „ef ég tælci uppá að slcrifa eitthvað fyrir filmur að
koma því á framfæri fyrir mig í Los Angeles." (87)
í þessari sögu er ísland fátækt og frumstætt, en ósvikið og
heyrir upprunanum til. Útlönd eru yfirborðsleg, svikul og rík.
Það er athyglisvert að sögumaðurinn, rithöfundurinn, gerist
miðlari á milli þessara tveggja heima, er eins konar samnefnari
sveitamanns og heimsborgara. Hann þýðir tvisvar orðsendingu á
milli Júdítar og bóndasonarins, þ.e.a.s. ekki aðeins á milli hins
erlenda og íslenska, heldur einnig á milli kynjanna. Aðeins rit-
höfundurinn kemst til Vesturheims, sveitamaðurinn situr eftir.
Þannig má oft sjá í verkum Halldórs hugmyndina um rithöfund-
inn sem útlending, útflytjanda, eða jafnvel útlaga.
Og voru á leið heim
í greininni Þjóðerni sem birtist í Heimskringlu 3i. olctóber 1928
og ári síðar í Alþýðubókinni segir Halldór frá sjóferðinni frá New
York til Hamborgar vorið 1922 á „seinskreiðu flutningaskipi
með að eins einu farrými".13 Hafi farþegarúm verið alskipað
13 Vitnað er til fyrstu útgáfu Alþýðubókarinnar (1929), bls. 48.
144