Ritmennt - 01.01.2002, Side 152
HELGA KRESS
RITMENNT
(tíslcuskáldsaga þó!) og verður geisimikið rit [...].15 Ég hef gáng-
inn í þessari níu sögu sundurrakinn í kollinum, og þjáist af að
geta ekki farið að birja og setja í form." Tískuskáldsagan um ís-
lendinginn sem fann Ameríku varð heldur ekki að neinu og vor-
ið 1925 fór Halldór til Sikileyjar að skrifa Vefarann mikla frá
Kasmír.16
Vefarinn kom út í maí 1927. Með honum er Halldór búinn að
afgreiða Evrópu og hyggur að nýju á vesturferð. í bréfi til Jóns
Helgasonar, dagsettu í Reykjavík 10. maí 1927, segist hann hafa
hangið „hér síðan um nýár yfir prentun bókarinnar og geturðu
því nærri, hvort ég er ekki orðinn leiður að hánga þetta altaf á
sama stað". En nú hafi hann lokið verkinu og eigi því ekki
„framar erindi í þessu landi. Óákveðið, hvert ég fer". Að fara til
Vesturheims er að fara eitthvað út í bláinn, án ákveðins áfanga-
staðar.
í þetta sinn fer Halldór yfir hafið frá Glasgow til Montreal.
„Sigli ég enn um Atlantshafið auða," segir hann í kvæðinu Atl-
antshafið sem hann orti á leiðinni, og í öðru kvæði úr sömu sjó-
ferð, S.S. Montclare, yrkir hann um sjálfan sig sem verðandi
heimsborgara þar sem hann blandar saman íslensku og ensku:
„Atlantshafið ég einatt fór / einsog að drekka vatn. / Einn ég sat
balcvið aðra menn / in the smoking room. /.../ í útlandshöfum
uni eg mér / við annarra þjóða fólk /.../ I'm the happiest
Charleston man on board."17
Frá Montreal fer hann með lest til Winnipeg og minnir frásögn
hans af ferðinni á upphaf smásögunnar Vonir eftir Einar H. Kvar-
an, en þar horfir Ólafur óþreyjufullur út um lestargluggann á
landið fyrir utan og endalausa sléttuna: „Áfram, áfram! Áfram
móti gustinum, sólþrungnum, glóðheitum, sem andar á innflytj-
andann, ef hann stingur höfðinu út úr vagnglugganum. Áfram
yfir sléttuna, ómælilega, endalausa [...] Áfram til undralandsins,
15 Svigasetningin „(tískuskáldsaga þó!)" er skrifuð fyrir ofan línu og hefur Hall-
dóri þótt ástæða til að bæta henni við til skýringar.
16 Leifur heppni er þó ekki alveg gleymdur, því að hann kemur upp í hugsunum
Gvendar við lok Sjálfstæðs fólks þar sem hann er hættur við að fara til Am-
eríku og ber saman ástina „sem hann hafði öðlast, við Amríkuna sem hann
hafði týnt. Leifur hepni hafði einnig týnt Amríku. Já ástin var betri." Sjálf-
stætt fólk, 2. útg., 1952, bls. 405.
17 Kvæðakver (1930). Vitnað er til 2. útg., 1949, bls. 45-47. Sjá einnig eftirmála,
bls. 143.
148