Ritmennt - 01.01.2002, Síða 153
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
fyrirheitna landsins, landsins, þar sem vinir og landar bíða eftir
manni [...] landsins, sem embættismennirnir heima sögðu, að
væri helvíti, og útflutninga-agentarnir sögðu að væri paradís!
Áfram, áfram!"18 Um ferð sína segir Halldór:
Þegar ég hafði ferðast á hraðlest í fimm dægur frá einni af hafnarhorg-
um Atlantshafsstrandar gegn um unglegar borgir, yfir víða alcra, búsæld-
arleg beitilönd, dægurlanga eyðiskóga, gróðurlítil fjalllendi, yfir sléttur,
sem virtust endalausar eða með fram vötnum, sem líktust hafsjóm, þá
bar mig loks að einni af hinum þektari sléttuborgum kanadisku vestur-
fylkjanna. Sem Evrópumaður hafði ég ekki fyrr verið öllu fjær menn-
ingarátthögum mínum en á þessari ferð; sem íslendingur fanst mér, að
ég væri kominn á aðra stjörnu og ekkert framar í hátturn lands né þjóð-
ar, sem tengdi mig móðurjörðinni.19
Ólíkt Ólafi í Vonum er telcið vel á móti Halldóri þegar hann
kemur til Winnipeg og honum „strax útvegað herbergi hjá móð-
ur Láru Salverson rithöfundar".20 Halldór dvelst í Manitoba í
rúma fjóra mánuði og er mikið með hann látið. Bæði vestur-ís-
lensku blöðin birta við hann löng viðtöl um verk hans og fram-
tíðaráætlanir, Heimskringla 24. ágúst 1927 og Lögberg 25. ágúst.
Hann les upp úr verkum sínum á samkomum og á Islendinga-
deginum 1. ágúst flytur hann ræðu fyrir minni unga fólksins að
Hnausum.21 I blöðunum birtast jafnt og þétt af honum fréttir og
nýsamin verk,22 þar á meðal smásagan Nýja ísland í Heims-
kringlu 19. október 1927.23
18 Einar H. Kvaran samdi Vonir í Winnipeg 1888, og birtist sagan í Vestan hafs
og austan 1901. Hér er vitnað til 2. útg., 1908, bls. 3.
19 Halldór Kiljan Laxness, Þjóðerni, Alþýðubóldn, bls. 56. Greinin birtist fyrst í
Heimskringlu 31. október 1928.
20 Sbr. bréf Halldórs til Erlends Guðmundssonar, dagsett í Winnipeg 14. júní
1927.
21 Ræða Halldórs að Hnausum, Frá arninum út í samfélagið, birtist í báðum
vestur-íslensku blöðunum, Lögbergi 25. ágúst 1927 og Heimskringlu 31.
ágúst sama ár. Halldór sendi hana einnig Alþýðublaöinu og þar birtist hún 1.,
2. og 3. september. Hún er einnig prentuð í Af menníngarástandi (1986).
22 Halldór yrkir tiltölulega mikið af ljóðum á Ameríkuárum sínum, m.a. Kveð-
ið í Winnipeg, Heimskringla 17. ágúst 1927, sem síðar fær nafnið Frá
Winnipeg og Halldór kallar „ættjarðarkvæði". Sjá Kvæðakver (1949), bls. 144.
Gagnleg skrá yfir verk Halldórs 1916-39 er £ riti Árna Sigurjónssonar, Lax-
ness og þjóðlífið, bls. 167-93.
23 í fyrstu prentun hafði sagan undirtitilinn „Samþjóðleg öreigasaga". Er honum
sleppt í síðari prentunum.
149