Ritmennt - 01.01.2002, Síða 154
HELGA KRESS
RITMENNT
Það var Vestur-íslendingur
Kvöldið eftir að Halldór stígur úr lestinni í Winnipeg er honurn
boðið í íslenskt gullbrúðkaup í samkvæmissal íslensku kirkj-
unnar, og frá því segir hann í beinu framhaldi af lestarferðinni:
f þessari ensku sléttuborg inni í miðju meginlandi Norður-Ameríku var
ég alt í einu staddur í umhverfi, þar sem íslenzkt mál var talað með
sveitahreimi að heiman [...] ég var hér alt í einu íslendingur meðal ís-
lendinga [...]. (57)
Þarna hrífst hann af söng íslenskrar söngkonu frá Winnipeg, frú
Hall, sem söng Tárið eftir Kristján Jónsson, og segist hann elclci
gleyma því að hafa heyrt það sungið „innan um gamla land-
nema, - fólk, sem í vonleysi nítjándu aldarinnar hafði flúið land
sitt með tárum og flutt búferlum yfir hálfan hnöttinn á hinar
sögulausu hirðingjaslóðir Norður-Ameríku". (58) Hafi flutning-
ur frú Hall á kvæðinu tjáð sér „svo innilega allan kjarna þeirrar
reynslu, sem hið vegvilta íslenzka þjóðarbrot hefir mætt í hin-
um miskunnarlausu eyðilendum hins nýja heims" (58) og um
þetta hafi hann ritað smásöguna Nýja ísland.24
í bréfi til Erlends frá Winnipeg 2. júlí 1927 segist Halldór hafa
skrifað „118 ljóðlínur og 1/2 smásögu" sem hann hafi byrjað á í
fyrradag. „Oft geing ég út á sléttuna og spekulera í henni. Hún
verkar þægilegar á mig en flest land annað, sem ég hef séð. Hún
á mörg blæbrigði sem tala til manna eins og mín." í bréfi til Er-
lends frá Gimli, hálfum mánuði síðar, eða 17. júlí, segist hann
senda honum „smásögu sem heitir ,Stúlkan o.s.frv.'" og vera að
undirbúa aðra „sem heitir Nýa ísland og er um tík".25 Einnig seg-
ist hann „ætla að læra á bíl af einum stráknum".
24 Sigríður Hall (Sigríður Jónsdóttir Hördal, 1881-1954) fæddist á íslandi en
fluttist á sjöunda ári vestur um haf. Hún giftist Steingrími Hall, tónskáldi og
organista, og var þekkt söngkona. I Sögu íslendinga í Norður-Dakota segir
Thorstina Jackson að kennari Sigríðar hafi hrósað „mikið söngrödd hennar og
skilningi á því, að vefja sig með lífi og sál inn í efni þess, sem hún syngur."
Þá hafi hún gert talsvert af því að syngja íslenska söngva meðal innlends
fólks og fengið mikið hrós. Bls. 120-21. Sjá einnig Dalamenn III, bls. 439.
25 Sagan „Stúlkan o.s.frv." mun sú sama og birtist undir nafninu „Tvær stúlk-
ur" í Fótataki manna (1933). Um þá sögu segir Halldór í I’áttum (1954): „Á
öðrum [þriðja] tugi aldarinnar fór ég tvisvar til Ameríku. Þátturinn minnir
mig sé ritaður 1927; geymir svipmyndir úr báðum þessum ferðum." (91) Sag-
an segir frá tveimur ólílcum stúlltum sem sögumaður kynnist á tólf daga sigl-
ingu frá Hamborg til Kanada vorið 1922. Önnur er með drengjakoll,
150