Ritmennt - 01.01.2002, Qupperneq 156
HELGA KRESS
RITMENNT
Læknisbústaðurinn við 467
River Road, Arborg, heimili
Sveins Björnssonar, en þar
skrifaði Halldór söguna Nýja
fsland sumarið 1927. „Þessi
saga er í rauninni ekki eftir
mig," segir hann í Ameríku-
bréfi, jeg hef hana eftir átt-
ræðum landnema, sem jeg
talaði við í fjóra klukkutíma
eitt kvöld í tunglsljósi úti á
svölunum hjá lækninum í Ár-
borg. Hann sagði mér þar sög-
ur, sem fylt gátu heilar bæk-
ur. En jeg skrifaði bara þessa
og lagði í hana alt, sem jeg
átti." Hann víkur að þessu
víðar og talar þá ýmist um
dyrapall (Seiseijú, mikil
ósköp, bls. 77) eða útidyrapall
[Þættii, bls. 92). Myndin er
tekin af greinarhöfundi x
október 1998. Vera kann að
byggt hafi verið yfir pallinn
síðan Halldór var þar á ferð.
Eitt septemberkvöld var ég staddur hjá vinfólki mínu þar sem heitir í
Árborg, Sveini lækni Björnssyni og Maríu, og sit á útidyrapallinum að
skrafla við einhverja aðvífandi menn eftir að dimt var orðið. Smámsam-
an eru gestirnir á burt af pallinum, nema ég og annar maður, sem ekki
hafði lagt orð í belg meðan við vorum þar fleiri; hann var aldraður eftir
röddinni að dæma. Eg vissi aldrei hvað hann hét né hvaðan hann var, sá
hann ekki heldur sakir myrkurs, og hef ekki hitt hann síðan, - aldrei
vitað hver hann var. Ég hef kanski rætt einsog eina stund við þennan
ókunna mann þarna í myrkrinu, og hann sagði mér þessa sögu úr Nýa
íslandi. Ég skrifaði hana upp daginn eftir. (92)27
27 Peter Hallberg ræðir þessa frásögn í Húsi skáldsins I, og vitnar um hana til
eftirfarandi umsagnar Sveins Björnssonar um dvöl Halldórs í Kanada 1927:
„Og það vildi svo til, þegar hann var hjá okkur í Árborg, að í næsta húsi bjó
gamall maður, sem verið hafði bæði bóndi og fiskimaður í Nýja íslandi á
fyrstu árum nýlendunnar. Náði Halldór í þenna mann, og sat með honum
lengi dags úti á svölum hússins oklcar, og ýmist spurði eða hlýddi á frásögn-
ina. Um kvöldið og næstu nótt mun Halldór svo hafa þurft að skrifa nokkuð,
því söguna samdi hann þá og notaði á samkomum sínum í N.í." (44)
152