Ritmennt - 01.01.2002, Qupperneq 165
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
í Nýja íslandi og eftirmælunum um Stephan G. teflir Halldór
saman tveimur ólíkum landnemum. Torfi Torfason er íslenski
sveitamaðurinn, „kotungurinn" sem Halldóri er alla tíð mjög
hugleikinn.40 „Landneminn mikli" er skáld.
Mín framtíð er kvæði á Kyrrahafsströnd
Eftir rúmlega fjögurra mánaða dvöl í Manitoba hélt Halldór
áfram til vesturstrandarinnar. I bréfi til Erlends frá Los Angeles
26. október 1927 lýsir hann ferðalaginu sem tók fimm sólar-
hringa og er „með skemtilegustu járnbrautarferðum, sem ég hef
farið". Lestin kom m.a. við í Salt Lake City í Utah sem Halldór
ber strax saman við Island: „Utah-ríkið er nákvæmlega eins og
Fljótsdalshérað, að frádregnu Lagarfljóti, fjöllin íslensk." í Til-
drögum Paradísarheimtar víkur hann að viðdvöl sinni í Utah og
minnist íslensks vesturfara sem hann hafði lesið um í bernsku:
Haustið 1927 þegar ég stóð í fyrsta sinni andspænis musterinu í Salt
Lake City með hásmíðuðum turnum sínurn þráðbeinum upp og ofan,
og hinumegin við torgið kúrir tabernaklið ávalt og ílángt [...] þá kom
upp í hug mínum sagan sem ég hafði lesið af tilviljun dreingur, um píla-
grímsfarir lítils karls um veröldina í leit að fyrirheitna landinu, og ef
hægt var, enn viðurhlutameiri raunir sem fóllc hans rataði í eftir að
hann var farinn. Ég vissi ekki fyr en ég var farinn að leiða saman sögu
þessa við sjálfan veruleikann. Hugmyndin hélt síðan áfram að sækja á
mig í meira en þrjátíu ár.41
Hann segist hafa glímt við yrkisefnið árum saman, því aðalatrið-
ið, „hið fyrirheitna land", (238) hafi aldrei ætlað að kornast í
brennipunkt, „stundum vissi ég varla hvaðan mig bar að eða
hvert ég ætlaði, né um hvað sagan væri. [...] Satt best að segja
held ég að til þess hægt sé að setja sæmilega bók saman um fyrir-
heitna landið, þá verði sá sem það gerir að hafa leitað þessa lands
sjálfur, og helst fundið það." (237-38) í Paradísarheimt (1960)
40 Sbr. Halldór Laxness, Úngur eg var (1976), kaflann „Sagan af sögu kotúngs-
ins," bls. 218 o.áfr. Um leið er hann mjög upptekinn af landnámi, og má hér
benda á að fyrsta bindi slcáldsögunnar Sjálfstætt fólk (1934-35) heitir Land-
námsmaður íslands.
41 Halldór Kiljan Laxness, Tildrög Paradísarheimtar, Upphaf mannúðarstefnu
(1965|, bls. 237.
161