Ritmennt - 01.01.2002, Side 167
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
„ýmsum heimsfrægum mönnum við filmuna". Nokkrum dög-
um síðar hefur hann orðið fyrir vonbrigðum með kvikmynda-
heiminn og hugsar til íslands. í bréfi til Erlends frá Los Angeles
29. nóvember 1927 minnist hann þess að þennan dag í fyrra hafi
hann verið staddur á Grímsstöðum á Fjöllum, „tveggja metra
þykkur snjór. Öræfi á alla vegu." í þessu bréfi segist hann hafa
samið uppkast að sögu á ensku sem hann kalli Kari Karan og
tekió „synopsis af henni fyrir filmuna". Þá hefur hann lagt „all-
mikla vinnu í að stúdera filmuna" og „kynst ýmsum merkum
aðstandendum hennar, svo sem Sjöström, Chrisander, William
Conclyn o.fl., o.fl., minna þektum". Segist hann hafa kornist að
því að kvikmyndagerðin sé „í einu orði sagt aðeins cold-blood-
ed god damn‘d business, - stjórnað út frá Wall Street í New
York" og öll félögin séu í höndurn ómenntaðra braskara. „Bæði
Seastrom (einsog hann kallar sig hér) og Chrisander eru disgust-
ed." Segir hann að Chrisander hafi tekið það fram við sig „að í
því, sem ég hygðist að skrifa fyrir filmuna, skyldi ég gæta þess,
að þræða hvergi þá aðferð sem mest væri tíðkuð af filmwriters,
- nfl. að semja eitthvað sem væri sellable í Wall Street". Því seg-
ist Halldór ætla að semja „hér 12 kvikmyndaleikrit í vetur með
þveröfugum vinnubrögðum við alt, sem hér er framleitt". 1 þess-
um framtíðaráætlunum kemur fram athyglisverð togstreita
milli kvikmyndarinnar og skáldsögunnar, milli ensku og ís-
lensku: „En því meira sem ég fæst við enskuna sem höfundar-
mál, því meira stríð verður milli hennar og míns norrænu-
bundna uppeldis. Sem riihöfundur vil ég semja listaverk á ís-
lenslcu." í bréfi til Jóns Helgasonar rúrnu ári síðar, 27. desember
1928, segist hann hafa „einga metorðagirnd í þá átt að skrifa á
enslcu, enda þótt mér sé það ekki allerfitt. Það er ræfilskapur að
slcrifa á útlendu máli, en það hefur verið mér alldýrt að koniast
að þessari niðurstöðu."
í Los Angeles samdi Halldór nokkurra blaðsíðna drög á ensku
að tveimur kvikmyndum, Kari Karan, upp úr smásögu sinni
Skáldið og hundur hans frá 1920,45 og Woman in Pants eða The
45 Sagan var fyrst samin á dönsku, Digteren og Zeus, og birtist í Berlingske
Tidende 2. maí 1920. Skáldið og hundur hans birtist í fyrsta smásagnasafni
Halldórs, Nokkrar sögur (1923). Einnig í Páttum.
163