Ritmennt - 01.01.2002, Page 172
HELGA KRESS
RITMENNT
Landsbókasafn.
Jf.
m.
eja wÁe r/4~z7 ^' >1 n /
4^
Bakhlið titilblaðs Heiöarinnar
sem Halldór skrifaði í Los
Angeles á tímabilinu júlí til
október 1929, en þar sést að
Heiðin átti að vera fyrsta
bindi í þriggja binda skáld-
sögu um vesturferðir Islend-
inga. Hin bindin tvö urðu að-
eins nöfnin tóm. - Eiginhand-
arrit.
en svona sögur í tísku, „and so it seems to me you should
,arrive' in America".54
„Mín framtíð er kvæði á Kyrrahafsströnd / um hin kaldsælu
lönd," orti Halldór í Reykjavík vorið sem hann fór vestur.55 En
hann sló ekki í gegn í Ameríku. Honum tókst hvorki að gera
„usla í kvikmyndaheiminum"56 né gefa út eftir sig bók á ensku.
Ameríka hafði hafnað honum í annað sinn.
I kaflanum Þegar tíminn hvarf í Ameríku í Skáldatíma minn-
ist Halldór þess þegar honum eftir tveggja ára dvöl í Kaliforníu
verður litið upp í glugga sem stóð í hálfa gátt í íbúð hans og hafði
eklci verið hreyfður í tvö ár:
Sannleikurinn er sá að veður í þessum parti heims eru svo blíð og kyrr
að gluggi sem er látinn á hálfa gátt í dag heldur áfram að standa svo með
ummerkjum uppá millimeter í næstu tíu þúsund ár ef einginn finnur
uppá því að halla honum aftur. Ég hafði borist híngað að hálfu í hugs-
unarleysi og gert ráð fyrir að staldra hér í nokkra daga, í hæsta lagi fá-
einar vikur, en gleymt tímanum í logni og sólskini. Glugginn sá arna
sem stóð í hálfa gátt og safnaðist ryk í gluggakistuna, - það var komið
á þriðja ár síðan ég hafði lokið honum upp. (84-85)57
54 Bréfið er vélritað og hefur varðveist meðal bréfa Halldórs til Erlends Guð-
mundssonar á Landsbókasafni. Þrjú bréf frá Halldóri til Sinclairs er að finna
í Upton Sinclair, My Lifetime in Letters (1960).
55 Fyrst hét kvæðið Vorkvæði en síðar Apríllinn. í Kvæðakveri (1949) segir Hall-
dór það „ort í Reykjavík vorið 1927, rétt áður en ég fór til Bandaríkjanna".
(143)
56 Sbr. bréf Halldórs til Jóns Leifs, dagsett í Los Angeles, 21. nóvember 1927.
57 Hér tekur Halldór sér skáldaleyfi. í raun átti hann a.m.k. heima á þremur
stöðum þann tíma sem hann var í Los Angeles: 443 South Hartford Ave, 1631
Acacia Street og 437 South Hartford Ave. f bréfi til Sigríðar móður sinnar frá
168