Ritmennt - 01.01.2002, Síða 173
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
Það grípur hann felmtur þegar hann hugsar til þess hvað hann
hefur gleymt sér rneðan tíminn leið í Kaliforníu. Hann ákveður
að kveðja „þessa jarðnesku sælu" og halda áfram förinni. „Ég
sendi símskeyti heim til Islands: Elsku mamma, geturðu sent
mér fyrir fari heim. Peníngarnir voru símsendir mér eftir fáa
daga og ég náði heim um jólin." (85)
Heiðin
1 Úngur eg var (1976) minnist Halldór dvalar sinnar í Ameríku
þangað sem hann segist hafa farið örmagna gagnvart verkefni
sem hann sá hvergi fyrir endann á, yrkisefni kotungsins.
Ég hvarf til Amriku þar sem ég rétti mig við og komst aftur til manna.
Fimm ár liðu svo, þaraf þrjú í Amrilcu, að ég snerti ekkert skáldskapar-
kyns,- en fékst dálítið við ritgerðasmíð í félagslegum anda (1927-30). í
Amriku hætti ég í bókstaflegum skilníngi að vera skáld, hafi ég verið
það áður nema í ímyndun sjálfs mín. En þriðja árið mitt í Los Angeles
brá þó svo við í miðjum kæfandi sumarhitum Kaliforníu, að ég veit ekki
fyren ég er enn einusinni búinn að negla mig niður við skrifborð og byrj-
aður á sögunni um þennan mann sem var bölvaður af guði og mönnum.
Ég hef óljósa endurminníngu um handskrifaða gerð sögunnar í 90 stig-
um á Fahrenheit, og ég kallaði Heiðina. (220)
Handrit Heiðarinnar er 257 þéttskrifaðar síður, dagsettar í „Los
Angeles, Júlí-September 1929".58 Upphaflega átti verkið að vera
saga í þrernur bindum um vesturferðir íslendinga, og eru nöfn
bindanna skrifuð innan á titilblað handritsins. Fyrsta bindið er
Heiðin, annað Westra og það þriðja Icelander frá Winnipeg.
Halldór skrifaði aldrei nema fyrsta bindið, það sem gerist á ís-
landi, en á því byggði hann síðar Sjálfstætt fólk (1934-35).59
Heiðin fjallar um kotbóndasoninn Guðmund Guðmundsson,
sem er kallaður Gvendur. Hann kynnist ríkum Vestur-íslending-
31. október 1928 segir hann henni frá flutningi sínum í Acacia Street: „Ég er
fluttur þaðan sem ég var áður og hef hér ágætis íbúð og fæði þar sem ég er nú
- sólríka stofu með inndælum húsgögnum og píanói." Þar átti hann heima
fram á sumar 1929 og var því aðeins þrjá mánuði í síðustu íbúðinni.
58 Handritið er varðveitt á Landsbókasafni. Peter Hallberg hefur fjallað ýtarlega
um það og birt úr því kafla. Sjá Heiðin. Fyrsta uppkastið að skáldsögunni
Sjálfstætt fólk, Tímarit Máls og menningai 3/1955.
59 Sbr. eftirmála Halldórs við Sjálfstætt fólk, 2. útg., 1952, bls. 471.
169