Ritmennt - 01.01.2002, Side 175
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
megn og sviptir sig lífi, Nonna litla sem hverfur vestur urn haf og
Gvend sem ætlar til Vesturheims en verður strandaglópur.
Móðir Nonna hafði sagt honum frá löndunum, og þar sér hún
hann fyrir sér í skáldskap, meiri mann og á betri stað en í heið-
inni:
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
ljúflíng minn, sem ofar öllum
íslendíngum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustreingnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.60
Lýsingin á Nonna og mömmu hans í Sjálfstæöu fólki minnir á
frásögnina af Nonna (Jóni Sveinssyni) og mömmu lians í í tún-
inu heima.61 Synirnir bera sama nafn og eru á svipuðum aldri
þegar móðirin sendir þá út í heim. Báðir verða þeir listamenn,
annar rithöfundur, hinn söngvari. Móðurbræður Nonna litla í
Sjálfstæðu fólki senda eftir honum frá Vesturheimi og í minn-
ingu móður sinnar fer hann. Seinna fær Gvendur bréf frá honum
ásamt „tvö hundruð dollars, sem frændi sendir svo þú getir kom-
ið til America [...] þú getur orðið hvað sem þú vilt." (385)
„Þau eru glysmál amríkubréfin" (386), segir Bjartur við son
sinn og vill að hann talci við jörðinni. Pilturinn óhlýðnast föður
60 Vitnað er til 2. útgáfu sögunnar frá 1952, bls. 193, en þar hefur Halldór gert
breytingu á kvæðinu frá útgáfunni 1934, breytt „eða skógum betri landa" (I,
309) í „ilmanskógum betri landa" sem er skáldlegri mynd, felur í sér skynj-
un og meiri þrá.
61 Móðurmyndin er athyglisverð í sambandi við vesturfaraminnið í verkum
Halldórs. í Brekkukotsannál (1957) er móðir sögumannsins á leið til Amer-
íku þegar hún fæðir hann í Brekkukoti og skilur eftir nakinn í „fánginu á
Birni sáluga grásleppukarli", áður en hún hverfur á braut og er „úr sögunni"
(8—9). „Ég skal, ég skal, ég skal til Ameríku" (92) æpir móðirin í Atómstöð-
inni (1948) og kastar sér á gólfið. Síðan flýgur hún til Ameríku og skilur börn-
in sín eftir í umsjá sveitastúlkunnar Uglu. Mæðurnar ýmist fara eða senda
börnin (synina) burt. Svipað er að segja um ástkonurnar sem ýmist fara burt
(Júdit Lvoff) eða eru um kyrrt, táknmyndir landsins. í Sölku Völku (1931-32)
fer Arnaldur til Ameríku og yfirgefur Sölku með orðunum: „Ég kalla á þig
þegar ég dey." (452)
171