Ritmennt - 01.01.2002, Page 181
Helena Kadecková
RITMENNT 7 (2002) 177-81
Játning þýðanda til
Halldórs Laxness
s
Eg á Halldóri Laxness margt að þakka. Það var endur fyrir
löngu, eða á sjötta áratug liðinnar aldar, að ég fór að sökkva
mér niður í Norðurlandabókmenntir, en þá var búið að þýða á
tékknesku flestar helstu skáldsögur sem Halldór Laxness hafði
þá gefið út: Sölku Yölku, Sjálfstætt fólk, íslandskluklcuna,
Heimsljós, Atómstöðina og Gerplu. Silfurtúnglið hafði verið sett
upp í leilchúsi í Prag.
Á sjötta áratugnum stjórnuðu kommúnistar Tékkóslóvakíu
með harðri hendi. í landinu störfuðu fáein ríkisrekin bókaforlög,
og ekki var undarlegt þótt þau lcepptust um að gefa út bælcur rit-
höfundar sem eklci var aðeins heimsfrægur heldur einnig sósí-
alisti. Á ritstjórnarskrifstofunum sjálfum störfuðu þó fróðir
menn sem kunnu að meta góðar bókmenntir og voru elckert að
flíka því við yfirmenn sína ef hinum svokölluðu sósíalistum
varð það á að taka endurskoðunarsinnuð hliðarspor á hinum
þrönga vegi hreintrúarinnar. Hjá þeim var Halldór í góðum
höndum. Þýðendurnir voru færustu sérfræðingar þess tíma í
Norðurlandabókmenntum. Þeir þýddu Laxness úr dönsku,
norsku og sænsku, og miðað við það voru þýðingar þeirra ágæt-
ar. Mig óraði eklci fyrir því þá hvers þýðandinn fer á mis þegar
hann þýðir ekki tungutak Halldórs sjálfs.
Á sjötta áratugnum var ég að uppgötva Laxness og heillaðist
líkt og margir lesendur hans aðrir. Ég hreifst af Sölku Völku,
Bjarti í Sumarhúsum, Ljósvíkingnum, og ég fór að fá áhuga á
landinu þar sem sögur þeirra gerðust. Ég las allan tiltækan fróð-
leik um Island og neyddi honum skilvíslega upp á þá sem í
kringum mig voru. Ég get því þakkað Halldóri Laxness upphaf
þess að ég varð sem háskólanemi í Prag þekkt fyrir að vera „ís-
landsáhugamaður". Þegar íslensk stjórnvöld buðu Tékkóslóvak-
fk TCjl^
BARN NÁTTÚRUNNAR
117