Ritmennt - 01.01.2002, Page 183
RITMENNT
JÁTNING ÞÝÐANDA TIL HALLDÓRS LAXNESS
féklc innilegar móttökur á Gljúfrasteini og Halldór gaf mér bæk-
ur sínar með spaugilegum áritunum. Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar hann ánafnaði mér bók á gamla Gullfossi á leiðinni
til Edinborgar sumarið 1967. Eins og vant var hafði ég haldið af
stað í flýti og náði elclci að verða mér úti um nýja endurútgáfu af
Undir Helgahnúk. Á einhvern séríslenskan hátt frétti Halldór að
ég væri að fara utan með sarna skipi og þau hjónin. Mér til mik-
illar undrunar gekk nóbelsskáldið niður á þriðja farrými til að
finna mig, bauð mér til sín upp á fyrsta og afhenti mér Undir
Helgahnúk. Mér fannst jafnvel að honum þætti gaman að sitja á
spjalli við mig í salóninu. Enda þótt allir heilsuðu honurn og
ávörpuðu hann virtist mér hann vera svolítið einmana. Ég veitti
því athygli að á þeim tíma voru sumir landar hans tvíbentir í af-
stöðu sinni til hans, nefndu hann aldrei annað en „Kiljan" eða
„Nóbelsskáldið".
Þetta voru hinar óbókmenntalegu minningar mínar um skáld-
ið. Ég verð að bæta við að ég eignaðist margar góðar minningar
um skáldið þar sem ég átti þess kost að dveljast oftar á íslandi,
þökk sé íslenskum styrkjum og íslenskum höfðingsskap. Allt
leiddi þetta til þess að ég kynntist landinu, þjóðinni, sögunni og
menningunni, og lærði að lesa tungutak Halldórs Laxness. Og þá
laukst upp fyrir mér hinn raunverulegi heimur skáldsagna hans,
og glíman við að þýða þær varð mér milcil unun.
Áttundi áratugurinn var eitt erfiðasta tímabil í sögu Tékkó-
slóvakíu á síðari hluta tuttugustu aldar. Allar vonir um hlýnandi
ástand í stjórnmálum landsins brugðust með innrás Varsjár-
bandalagsins árið 1968. Hinir nýju stjórnarherrar hertu tökin á
öllum sviðum mannlífsins, og ástandið í háskólanum þar sem ég
kenndi Norðurlandabókmenntir varð óbærilegt. Nýir yfirmenn,
strangt eftirlit. Aldrei hafa vonbrigði þjóðarinnar orðið sárari og
siðleysið meira í þjóðfélaginu. Nú var ekki til umræðu að fara til
íslands né neitt annað.
Um þetta leyti hóf ég að þýða Brekkukotsannál. Efni bólcar-
innar var eins og smyrsl á opin sárin, og þýðingarstarfið stóð eins
og bjarg upp úr gráum veruleikanum. Sambúð mín við þessa
skáldsögu var hjákátleg samkvæmt þeim kenningum sem þá
voru í tísku hjá bókmenntafræðingum í hinum svokallaða
frjálsa heimi. Þeir héldu því fram að ekkert nema textinn sjálfur
hefði gildi við faglegan lestur bókmenntaverka, en hérumbil allt
179