Ritmennt - 01.01.2002, Síða 186
m ■l mmmn| lllll
i ■ nimmjjj
RITMENNT 7 12002) 182-87 B 1! LlJLl.ldlJll í m
G agnf r æ ð ingur inn
Halldór Laxness stundaði á sínum tíma nám við Menntaskólann í Reykjavík, og hefur oft
verið vitnað til þess að hann hafi átt þar slaklegu gengi að fagna. Hið verðandi skáld
lauk að sönnu aldrei stúdentsprófi, en gagnfræðapróf tók hann hins vegar frá skólanum. Frá
aðdraganda þess greinir hér í stuttri frásögn sr. Gísla H. Kolbeins, en faðir hans, Halldór Kol-
beins, síðar prestur, varð við þeirri óslt Guðjóns bónda í Laxnesi að taka son hans Halldór í
einkatíma. Svo skemmtilega vill til að gagnfræðaprófsritgerð Halldórs Guðjónssonar frá Lax-
nesi - eins og hann nefndi sig á þeim tíma - hefur varðveist í Menntaskólanum í Reykjavík.
Skjalið er stimplað BSR (Bibliotheca Scholae Reykjavicensis). Höfundurinn hefur á efri árum
staðfest með eigin hendi að um sé að ræða ritgerð hans til gagnfræðaprófs 1918 (sjá mynd á
bls. 11). Þetta mun vera hið elsta skáldskaparkyns sem varðveitt er eftir Nóbelsskáldið, og
er ritgerðin birt hér í heild sinni, aftan við frásögn sr. Gísla. - E.S.
Undirbúningur fyrir gagnfræðapróf
„Nafni minn og gúrú" heitir 16. kafli Grikklandsársins sem var
útgefið 1980. Hann hefst á þessa leið: „Snemma á slæpíngi mín-
um í bænum lenti ég í tímum hjá Halldóri Kolbeins til að full-
numa mig í prósentureikníngi dönslcu og einhverju fleira álílca
skrýtnu [...]."'
Réttar munnlegar heimildir um það hvernig Halldór Laxness
„lenti í tímum" fékk ég hjá sr. Halldóri Kolbeins, föður mínum,
og hjá skáldinu sjálfu.
Skáldskapargrillurnar töfðu nám Halldórs í Menntaslcólanum
í Reykjavík. Guðjón faðir hans reyndi að styðja námið með því
að fá tíma fyrir hann hjá námsmönnum sem stunduðu stuðn-
ingskennslu samhliða eigin námi. Halldór skáld sótti slælega
tíma jafnt til þeirra og í skólann. Hann var á slæpingi. Um þær
mundir sem hugsast gat að Halldór lyki gagnfræðaprófi ef hann
fengi nægjanlegan námsstuðning fór Guðjón, vegaverkstjóri og
bóndi í Laxnesi, á fund Halldórs Kolbeins heimspekings, eins og
skáldið nefnir hann gjarnan síðar. Heimsókn hans til Halldórs
var í stofu á Bókhlöðustíg 2 í Reykjavík þar sem Halldór hélt til
1 Giikklandsáiiö (1999), bls. 139.
Ljósm. Bjarnþór G. Kolbeins.
Sr. Gísli H. Kolbeins og Hall-
dór Laxness íraman við
Tjarnargötu 22 þar sem hinn
síðarnefndi naut fræðslu
nafna síns, Halldórs Kolbeins,
í herbergi Arna Sigurðssonar,
síðar fríkirkjuprests.
182