Vera - 01.04.1999, Page 6

Vera - 01.04.1999, Page 6
Þjáumst við aí geðdeyfð? - neysla lyfja hefur þrefaldast á fimm árum Miöað við tölur um neyslu á geðdeyfðar- lyfjum eru íslendingar illa haldnir af þunglyndi og sífellt fleiri þurfa á aðstoð lyfjafyr- irtækja að halda til að lifa af. Sala geðlyfja hefur sveiflast upp og niður síðasta aldarfjórðung en með tilkomu nýrra lyfja árið 1989 jókst salan verulega og hefur þrefaldast á sl. fimm árum, eða frá árinu 1993. Þetta eru dýr lyf og hefur kostnaður vegna þeirra rúmlega fjórfaldast á meðan lyfjakostnaður í heild hefur aukist um rúm 43%. Lyfin eru oftast gefin við því sem kallast vægt þunglyndi eða geðdeyfð og er notkunin meiri á meðal kvenna. Heilbrigðis- ráðuneytið telur nauðsynlegt að lækka kostnað ríkisins vegna notkunar þessara lyfja en hann nam 700 milljónum króna á síðasta ári. í því skyni var skipuð nefnd sem skilaði heilbrigðis- ráðherra skýrslu 20. apríl sl. Hlutverk nefndar- innar var að kanna orsakir þessa mikla vaxtar og koma með tillögur til úrbóta. Vera fékk upplýsingar um störf nefndarinnar og ræddi við geðlækni og sálfræðíng um tilfinn- ingalegan vanda kvenna. Einnig er sögð saga af ungri konu og samskiptum hennar við heimilis- lækni sem skrifaði upp á geðdeyfðarlyf án þess að nokkur greining hefði farið fram á vanda hennar. Ohætt er að fullyrða að þetta er ekki eina dæmið um slíka af- greiðslu en f skýrslu nefndarinnar kemur fram að ætla megi að þunglyndisraskanir hafi ekki verið greindar nema hjá hluta þeirra sem fengu geðdeyfðarlyf. Það er umhugsunarefni að ávísanir heilsugæslulækna á geðdeyfðarlyf hafa aukist verulega en í skýrsl- unni má lesa að hlutur heilsugæslulækna sem ávísuðu geðdeyfðar- lyfjum hefur vaxið úr 41%, árið 1984, í 60% 1999. Um leið fækkaði þeim sem fengu lyfin frá geðlæknum úr 38%, árið 1984, í 20% í 6

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.