Vera - 01.04.1999, Page 13

Vera - 01.04.1999, Page 13
Léleg sjálfsmynd kvenna er mesta vandamálið Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur á áfengis- deild geðdeildar Landspítalans hefur rannsak- að líðan kvenna sem hafa verið í áfengismeð- ferð á vegum deildarinnar. Rannsókn hennar leiðir ýmislegt í Ijós um tilfinningalega líðan ís- lenskra kvenna en í Ijós kemur að drykkjan er ekki stærsta vandamál þeirra. Svo virðist sem Það hefur ekki verið gerð faraldsfræðileg rannsókn á geðheilsu kvenna hér á landi en mér finnst mjög tímbært að slík rannsókn verði gerð í Ijósi þessara sláandi talna um lyfjanotkun vegna geðdeyfðar,” segir Ása. „Konur sem koma í áfengismeðferð lýsa til- finningalegum vandamálum sem eru einnig áberandi í öðrum hópum sem leita sér aðstoðar, t.d. á geðdeildum. Lélegt sjálfsmat er stærsta vandamál þessara kvenna og hindrar þær oft í því að takast á við vandamál hins daglega lífs. Margar eiga í erfiðleikum í félagslegum samskiptum og eiga erfitt með að setja mörk, t.d. í uppeldi barna sinna, m.a. vegna þess að þær eru haldnar sektarkennd. Margar glíma við vandamál í hjónabandi, kynlífsvandamál og fjárhagsáhyggj- ur. Þegar þær eru spurðar af hverju þær drekka nefna flestar að það sé til að draga úr streitu og slaka á.” Ása leggur áherslu á mikilvægi þess að styrkja sjálfsmynd kvenna og bendir á hvað félagsmótun kynjanna sé sterk, hvert sem litið er. „Stelpur fá nánast alls staðar þau skilboð að þær eigi að vera prúð- ar og tillitssamar og virðast meðtaka þau skilaboð í samfélagi við stráka sem oftast eru betri í að berja frá sér og fá sitt pláss. Ég hef á- hyggjur af þeirri pressu á ungar konur, sem jókst fyrir nokkrum árum, um að þær verði að eignast börn og vera heima hjá þeim sem lengst. Vegna tillitsseminnar sem stúlkum er innprentuð eru það yfirleitt kon- urnar sem setja starfsframa sinn til hliðar til að vera heima hjá börn- unum, eða þær vinna úti hálfan daginn. í því sambandi er vísað til þess að karlinn fái hærri laun og því sé eðlilegra að hann haldi áfram að vinna fulla vinnu. Þetta skapar valdaójafnvægi á heimilinu, t.d. varðandi yfirráð yfir peningum, og getur valdið vanlíðan hjá konun- um.” Þegar Ása er spurð hvenær henni finnist eðlilegt að konur taki geð- deyfðarlyf segir hún að sér finnist nauðsynlegt að til sé eitthvert mat á því hver vandinn sé áður en skrifað er upp á lyfseðil fyrir slíkum lyfj- um. „Það kemur fyrir að það hringja til mín konur sem lýsa vanda sín- um þannig að ég bendi þeim strax á að fara til geðlæknis því mér sýnist að þær þurfi lyf sér til aðstoðar,” segir Ása. „Þó finnst mér minna um þetta núorðið því fólk er farið að vita meira um þessi mál. Flest fólk sem hefur samband við okkur sálfræðinga vill ræða mál sín áfengismeðferð sé auðveld leið til að takast á við tilfinningaleg vandamál og auk þess kost- ar hún ekki neitt. Vera ræddi við Ásu um reynslu hennar af sálfræðilegri meðferð á konum í tengslum við hina miklu neyslu ís- lendinga á geðdeyfðarlyfjum. og hefur gagn af því. Við metum síðan hvort vandi þeirra sé af geð- rænum toga og hvort við teljum að við getum unnið bug á honum með viðtölum einu sinni í viku. Ef þunglyndi er t.d. á það háu stigi að fólk sé í sjálfsvígshættu þá vísum við því til geðlækna.” FjárhagsstaÖan hindrar marga í aÖ sækja sér aðstoð Varðandi lengd meðferðar hjá sálfræðingi segir Ása að hér á landi skipti fjármálahliðin oft miklu máli því fólk borgar viðtölin úr eigin Fyrsta þunglyndiskast á fullorðinsárum kemur langoftast (allt að 90% tilvika) í kjölfar vonbrigða, áfalla eða ástvinamissis. Ekki er að sjá að fullorðnar konur verði oftar fyrir áföilum en karlar þótt langvarandi álag sé eitthvað algengara hjá konum. Hins veg- ar eru stúlkur útsettari fyrir áföllum en drengir, einkum ofbeldi af hálfu uppalenda og kynferðislegri misnotkun. Þess háttar áföll tengjast tilhneigingu til þunglyndis á fullorðinsaldri; einstaklingur- inn hefur minna mótstöðuafl til að mæta síðari tíma erfiðleikum. Gróf kynferðisleg misbeiting í æsku er versti skaðvaldurinn að þessu leyti og sennilega miklu algengari hjá stúlkum en drengjum. Úrgrein Halldóru Ólafsdóttur geðlæknis íritinu Heilsufar kvenna. vasa. Hún segir algengt að sálfræðingur geri samning við fólk upp á átta til tíu viðtöl til að byrja með, ef tilgangurinn er að vinna með ákveðið vandamál, en ef aðeins á að meta vandann er oft byrjað á þremur til fjórum skiptum. „Mér finnst oft erfitt að eiga við þetta vegna fjárhagshliðarinnar, sérstaklega hjá konum, en auðvitað eru peningarnir ekki vandamál hjá öllum. Félagsmálastofnun Reykjavíkur greiðir tíu tíma hjá sál- fræðingi fyrir þá verst settu, t.d. einstæðar mæður sem hafa orðið fyr- ir ofbeldi eða öðrum áföllum, eru t.d. að koma sér út úr dópneyslu eða að glíma við erfiðleika úr bernsku og eru haldnar miklum kvíða.”

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.