Vera - 01.04.1999, Qupperneq 16

Vera - 01.04.1999, Qupperneq 16
Gegnum glerþakið rabbann! Það er mikilvægt að konur í ábyrgðarstöð- um þurfi ekki að klæðast karlmannsföt- um hvort sem við erum nú að tala um klæðnað, orðaval eða framkomu. Við verð- um að fá að vera við sjálfar - og vera stolt- ar af því. Maður verð- ur að geta deilt með sér af hæfileikum sín- um án þess að þurfa að hugsa um hvað sé viðeigandi að konur geri. ” (Birgitta Dahl þingforseti, bls. 25) hugleiðing um bókina Gegnum glerþakið, valdahandbók fyrir konur Kvenréttindafélag íslands gaf á dögun- um út bók sem ber heitið Gegnum glerþakið og hefur hún undirtitilinn valdahandbók fyrir konur. Björg Árnadóttir hefur þýtt bókina úr sænsku, en hún kom út í Svíþjóð í fyrra. Höfundarnir eru þrjár sænskar blaðakonur og er bókin unnin úr viðtölum sem þær tóku við stjórnmálakonur á Norðurlöndunum. í fyrstu fóru þær af stað með það í huga að ræða við 100 stjórnmála- konur í Svíþjóð og varpa þannig Ijósi á stöðu kvenna í sænsku stjórnmálaumhverfi en svo bættu þær við hinum Norðurlöndunum og endaspretturinn var heimsókn þeirra hingað til lands þar sem þær töluðu við íslenskar stjórnmálakonur. Bókinni er ekki einungis ætlað að vekja umræðu um og sýna stöðu norænna kvenna í hinum pólitíska heimi heldur er henni einnig ætlað að leiðbeina þeim konum sem eru að feta sín fyrstu skref út á hið hála pólitíska svell, en við lestur bók- arinnar má Ijóst vera að það er enginn hægðarleikur fyrir konur að fóta sig þar. Sænsku fléttulistarnir (konur í annað hvert sæti) taka eðlilega þó nokkuð pláss í bókinni enda er hún að hluta til úttekt á árangri þeirr- ar framkvæmdar. En hvort sem kona kemst inn á þing fyrir tilstuðlan kynjakvóta eður ei, þá virðist reynsla kvenna af stjórnmálum á öllum Norðurlöndunum vera sú sama: Þar hafa konur ekki sömu mögulelka og karlar, það gilda ekki sömu reglur fyrir bæði kynin og konum er markvisst haldið fyrir 1B Kristin Heiða Kristinsdóttir

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.