Vera - 01.04.1999, Síða 18

Vera - 01.04.1999, Síða 18
Full þörf á harðri baráttu Það sem helst mætti betur fara í útgáfu þessarar bókar er uppsetning textans. Kaflafyrirsagnir og millifyrirsagnir eru gráar og renna nánast saman við samfellda text- ann. Þetta gerir bókina óþarflega litlausa en litlu, skemmtilegu myndirnar bæta þetta þó mikið upp og eins ber kápan frumlegri hönn- un vitni. Höfundum hættir svolítið til að vera end- urtekningasamar og einstaka sinnum falla þær I þá gryfju að persónugera niðurrifsöflin í karlkyns einstaklingum, en á móti kemur að margar af þeim konum sem tjá sig í bókinni taka skýrt fram að fjöldi karlmanna i stjórn- málaheiminum, bæði ungir og gamlir, séu jafnréttissinnaðir og vinni á engan hátt gegn framgangi kvenna. [ framhaldi af því er vert að minnast á að á fyrrnefndu málþingi var það sérstaklega ánægulegt að heyra barátturödd í jafnréttis- málum frá karlmanni, nánar til tekið frá Steingrími J. En hann benti réttilega á að auðvitað ætti það ekki bara að vera kvenna- verk að berjast fyrir mannúðlegri vinnutíma þeirra sem starfa I pólitík, karlar ættu auðvit- að líka að gera þessa kröfu því þeir ættu ekki að sætta sig lengur við að geta verið svo takmarkað með fjölskyldum sínum sem raun ber vitni. Eins er okkur öllum kunnugt að Steingrímur braut ísinn með því að vera fyr- En bókin er ekki aðeins hrópandi gagnrýni á feðra- veldið, hún tekur líka á því sem konur mættu betur gera sér og sínum málstað til framdráttar. Flestar kon- urnar tala um að það bráð- vanti þverpólitíska sam- stöðu kvenna. irmynd annarra þingmanna þegar hann „gerðist svo djarfur” að hverfa frá þingstörf- um um tíma til að fara í fæðingarorlof. Þetta gefur vonandi tóninn um breytta forgangs- röðun hjá körlum. Bókin er góð áminning um að við erum ekki komin eins vel á veg í jafnréttinu og sumir vilja vera láta. Það er ennþá full þörf á áframhaldandi og harðri baráttu. Eða hvað er það annað en skömm fyrir hið háa Alþingi okkar íslendinga að nú þegar við horfum inn I tuttugustu og fyrstu öldina skuli aðeins sitja ein kona í ríkisstjóm? Konur hafa reyndar aldrei nokkurn tímann verið í fleirtölu í sögu íslensku ríkisstjómarinnar. Er ekki kominn tími til að fulltrúar beggja kynja sitji í nokkurn veginn jöfnum hlutföllum við landsstjórn, fyrst það búa hér tvö kyn? Ætli karlmenn væru ekki löngu búnir að berja í borðið ef eingöngu konur stjórnuðu landinu? Bókin kemur út á hárréttum tíma hérlend- is og er gott innlegg I alla þá umræðu sem verið hefur undanfarið um konur i stjórnmál- um. Ráðherraskipaða nefndin reif upp um- ræðuna með umdeildri auglýsingaherferð og fundaröðum um land allt. Öll þessi umræða á vafalítið stóran þátt í því að nú sjáum við óvenju mikið af konum á framboðslistunum og þá sérstaklega í efstu sætunum. Og það er ekki tilviljun að jafnréttismálin, fjölskyldu- málin, barnafólkið og vinnutíminn eru mál- efni sem allir flokkar gera hátt undir höfði í kosningabaráttunni þetta árið. Það er sann- arlega ánægjulegt að sjá að baráttan hefur áhrif þó hægt mjakist og enn sé langt I land. í lok bókarinnar leggja höfundarnir til að gerð verði kvennabylting (fevolution) þar sem leitað verði nýrra leiða til að ná raun- verulegu jafnrétti og fullkomnu lýðræði: „Sameinaðir kraftar flytja ekki bara fjöll heldur geta sameinaðir kraftar kvenna og jafnréttissinnaðra karla mölvað glerþak.” bls. 145) Canon amd^ Vitastígur 12 • Simi 562-0707 • Tölvupóstfang: hugver@hugver.is ArDMutlln ^nius A TOLVUIUmi ^ CETUR SKIPT MÁLI en það sem er í kassanum (molfOX er grunnurinn. V y Góður skjár kórónar sköpunarverkið ©gnius Genius er einn stærsti framleiðandi aukahluta. udin Artmedia skjáir hafa fengið lof fagtímarita. Genius framleiðir inntaksbúnað fyrir tölvur, meðal annars mýs, netkort, teikniborð, myndlesarar o.fl. BYTE BEST Windows Win 100 Award ABIT móðurborðin njóta trausts sérfræðinga. - réti 1B

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.