Vera - 01.04.1999, Page 25

Vera - 01.04.1999, Page 25
Bók Betty Friedan var eíns og sprengja inn í bandarískt samfélag þegar hún kom út og vakti þúsundir kvenna til meðvitundar um stöðu sína. og pí, er hann fer til vinnu sinnar, eða akandi með fullan bíl af börnum út um allar trissur; heimilið allt gljáfagurt, enda mikið þvegið og pússað; allt gert heima, saumað, bakað og allar vélar í lengstum gangi. Þarna var ekki verið að gera sér rellu út af vandamálum umheimsins; þau skyldu karl- mennirnir fást við; konunnar var að sóla sig í sínu hlutverki. Þegar bók Simone de Beauvoir, Hitt kynið, kom út fékk hún ekki hljómgrunn, og einn gagnrýnandinn lét þau orð falla að hún hefði greinilega enga hug- mynd um hin sönnu verðmæti í lífinu. Auk þess væri hún að tala um franskar konur; í Ameríku væri ekki lengur um neitt kvenna- vandamál að ræða. TÓMLEIKINN Þær konur sem létu í Ijós efasemdir um hlut- verk sitt fengu gjarnan að heyra að eitthvað hlyti að vera að þeim sjálfum. Margar geymdu með sér tómleikann og spurning- una „Er þetta allt og sumt?” og vissu naum- ast hve margar spurðu hins sama. Þessi staðreynd fer að renna upp fyrir Betty Fried- an eftir því sem hún hittir fleiri húsmæður að máli. Þeim fannst þær vera einangraðar og voru haldnar tómleikakennd án þess þó að geta gefið því vandamáli sem íþyngdi þeim, ákveðið nafn. Ein orðaði það á þess leið: „Ég hef unnð öll þau störf sem ætlast er til af konu í húsmóðurstöðu og fallið þau heldur vel, en það er eins og þau gefi manni enga vitund um það hver maður er í raun og veru. Ég hugsaði aldrei til þess að stunda neitt annað starf en húsmóðurstarf; ég vildi fyrst og fremst giftast og eignast börn. Mér þykir vænt um fjölskyldu mína og heimili mitt; það er ekkert að, sem hægt er að festa hönd á eða gefa nafn, en ég er samt ráðvillt; það er eins og mig vanti eigin persónuleika. Ég laga mat, klæði börnin, bý um rúmin, tek til, það er kallað í mig þegar eitthvað vantar, en hver er ég?” Höfundur bendir á þá staðreynd að á miðri 20. öld hafi amerískum konum mjög ein- dregið verið beint inn á við, verið bent á heimilið sem hinn rétta vettvang starfsorku sinnar. Ekki hafi staðið á góðum ráðum þeim til handa af hálfu ýmissa sérfræðinga, hvern- ig þær gætu best náð að aðlagast því sviði. Þeim var oftlega bent á, að engar konur í víðri veröld nytu annarra eins þæginda. Hvaða múður var þetta, sem annað slagið skaut upp kollinum, og það meðal kvenna sem nutu slíkra lífskjara, sem konur í öðrum löndum gátu aðeins látið sig dreyma um? Höfundur bendir á þann misskilning sem þarna gæti, að ekki geti verið um nein aðlög- unarvandkvæði eða persónuleg vandamál húsmæðranna að ræða vegna þess hve þær búi við glæsileg lífskjör. Þau leysa ekki þenn- an vanda, segir hún. Hann er nýr og sér- stæður. Þessa kennd tómleika, firringar og leiða er ekki hægt að skilja eða skýra út frá venjulegum hugtökum, sem eru bundin við skort á efnislegum gæðum við aðrar að- stæður, svo sem hungur, sjúkdóma, fátækt. Það er einmitt langlíklegast að þessi tóm- leikakennd muni ekki herja á konur sem hafa fundið lífi sínu tilgang og innihald í baráttunni gegn skorti og neyð, þótt þær búi við fátæk- legar ytri aðstæður. Konur sem telja sér trú um að unnt sé að fylla upp í þetta tóm með því að hafa hærri tekjur, flytja í glæsilegra hús, fá einn bíl í viðbót, teppi út í öll horn, þær munu finna að það verður einungis verra, því vandi þeirra snýst ekki um vöntun efnislegra gæða, held- ur vantar innihald í lífið, viss markmið að stefna að. Eitt er vist, segir hún, og það er að ekki verður öllu lengur hægt að kveða niður rödd konunnar sem segir „Ég verð að eiga hlut- deild í einhverju meira en heimilishaldi, hjú- skap og barnauppeldi.” ímynd amerísku konunnar og lífsform hennar, sem amerískar konur leitast svo við að laga líf sitt eftir, hef- ur verið mótað í gegnum auglýsingar, kvennablöð, sjónvarp, kvikmyndir, sögur, greinar, og þá hafa alls konar stærri og smærri spámenn ekki látið sitt eftir liggja. Þegar svo þessi ímynd fer að stangast held- ur óþyrmilega á við raunveruleikann fer að renna upp Ijós fyrir æ fleirum. Þetta Ijós kveður höfundur hafa runnið upp fyrir sér þegar hún sá hið hróplega ósamræmi milli staðreyndanna í lífi viðmælenda sinna og hinnar viðteknu kvenlegu ímyndar, sem hún hafði sjálf átt þátt í að móta, þegar hún vann sem blaðamaður við ýmis kvennatímarit. Hvað vantar eiginlega í þessa kvenlegu ímynd, sem amerísku konurnar reyna svo ákaft að laga sig að; hvað hefur fallið burtu úr svipmóti þeirrar ímyndar sem nú á dögum á að endurspegla og móta ímynd amerískra kvenna? Kvennablöð Hún nefnir að kvennablaðið McCall’s hafi verið mjög útbreitt og innihald þess (ef inni- hald skyldi kalla) sé allskýrt dæmi um þessa viðteknu hugmynd um hina kvenlegu ímynd, og megi heita einskonar þverskurður af efni annarra sambærilegra tímarita. Hér er til- greind lausleg ívitnun í eitt eintak af McCall’s í júlí 1960. Fyrst kemur ítarleg grein um hirð- ingu hársins, allt um hárlos, hárburstun og hárlitun, smásaga sem snýst um það hvern- ig unglingsstúlka óskólagengin nær unnust- anum frá greindri menntaskólastúlku, fyrri grein af tveim um hertogann af Windsor, um daglegt slugs svo og klæðaburð þeirra hjóna, sex blaðsíður með glæsilegum mynd- um af Ijósmyndafyrirsætum í tækifæriskjól- um, saga um unga stúlku á tiskuskóla og hvernig persónuleiki hennar þróast þar, fjór- ar síður með leiðbeiningum um megrun ásamt myndum, grein um allt sem nauðsyn- legt er að vita til að klófesta mann nr. 2. Svo voru að sjálfsögðu fastir dálkar um barna- uppeldi, matar- og kökuuppskriftir, snyrt- ingu, lesendabréf, að ógleymdu öllu kyn- ferðisruglinu sem Betty Friedan segir að blað þetta hafi löngum verið gagntekið af. Þarna er myndin uppmáluð, heldur hún áfram, en hvar er heimur andans og skyn- seminnar? Þessi mynd af lífsinntaki amerísku kon- unnar blasir við á því herrans ári þegar Castro er að leiða fram þjóðfélagsbyltingu á Kúbu, mennirnir eru að þjálfa sig til geim- ferða, ný ríki eru að rísa í Afríku, flugvélin U- 2 hraðfleygari en hljóðið hleypir fundi þeirra stóru upp, uppgötvanir verða í raunvísind- um, aðgerðir ungra blökkumanna í skólum Suðurríkjanna neyða menn til þess að horfast í augu við brot af lýðræðislegum veruleika. Þetta blað sem hefur um 5 milljónir kaup- enda meðal amerískra kvenna, flestra skóla- genginna, segir ekki aukatekið orð um ver- öldina utan hins þrönga sviðs heimilisins og þetta eintak sem vitnað var til, segir hún að hafi síður en svo verið einsdæmi. Hún segir einnig frá því að á vissu árabili hafi orðið veruleg breyting á efnisvali í þess- um þlöðum og tekur dæmi af sögum, lengri og skemmri. Hún situr dag eftir dag á bóka- safni í New York og pælir í gegnum tuttugu síðustu árganga ýmissa kvennablaða. Hún tekur eftir því að fram að stríðslokum er hin kvenlega ímynd sem þar birtist öll önnur en síðar verður. Umskiptin eru greinilega orðin í kringum 1948. Hin fyrri kvenlega söguhetja 25

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.