Vera - 01.04.1999, Qupperneq 27
kynferði hennar markar henni. Aðlögunarvandkvæði
hennar gagnvart húsmóðurhlutverkinu skoðast nú
sem hið knýjandi, aðkallandi vandamál, en ekki þær
hindranir sem skerða möguleika hennar á að njóta sín
sem sjálfstæður einstaklingur. Höfundur tekur dæmi af
ungri húsmóður sem er eins og klippt út úr einhverju
kvennablaðinu og svarar í einu og öllu til þeirrar kven-
legu ímyndar sem téð blöð sýna og hér hefur verið
lýst stuttlega.
Þegar hún lítur slíka dæmigerða glansmynd flýgur
henni í hug hvort einhver vandamál mannlegs samfé-
lags bæri nú samt ekki að taka fram yfir þetta bros-
andi, algerlega óvirka lukkunnar velstand, án takmarka
og tilgangs í lífinu.
Það vakna fleiri spurningar: Ef þær eru ánægðar og
óska einskis frekar, þessar konur sem lifa eftir forskrift
þjóðsögunnar, erum við þá staddar á leiðarenda, eða
hvers vegna þarfnast ímynd húsmóðurinnar stöðugt
meiri vegsömunar, sem kemur fram í ytri glæsileik og
skrauti? Er bilið milli hinnar viðteknu kvenlegu ímynd-
ar samkvæmt þjóðsögunni og hins mannlega raun-
veruleika stöðugt að breikka? Getur það verið einleik-
ið að þessi kvenlega ímynd verður í vaxandi mæli inn-
antóm og andlega fátæk, en að sama skapi beinist
þungamiðjan að dauðum hlutum, hverskyns prjáli og
stöðutáknum (einbýlishúsi, tveir bílar o.sv. frv.)?
Hvar endar þetta? spyr hún. Hvert leiðir okkur sú
þróun að konurnar lagi lífi sitt að fyrirmyndum sem
bjóða þeim að afneita eigin skynsemi, taka hana hrein-
lega úr sambandi? Hvaða afleiðingar getur það haft í
för með sér að stúlkur alast upp samkvæmt forskrift
sem fær þær til að þess að útiloka sig frá heimi raun-
veruleikans, þróun samtímans, í heimi sem er í sífellu
að taka örari breytingum? Hve auðvelt mun það reyn-
ast að kveða niður þann draug forheimskunnar, sem
hefur markvisst verið vakinn upp? Það er í hæsta máta
furðuleg mótsögn sem felst í því að sjálfstætt starf,
þegar kona á í hlut, er orðið tortryggilegt fyrirbæri,
jafnhliða þeirri staðreynd að konur hafa raunverulega
tétt til allra starfa, en æðri menntun konum til handa er
orðin svo grunsamleg, að fleiri og fleiri stúlkur hætta
námi vegna giftingar og barneigna, samtímis því að
rétturinn til mennta er þegar fenginn, séu hæfileikar
fyrir hendi; að konan skuli svo eindregið beina sér að
einu starfssviði, heimilinu, samtímis því að aldrei fyrr
hafa svo margir möguleikar staðið henni opnir sem í
þjóðfélagi nútímans.
Hver getur svo verið orsök slíkrar þróunar að kona
undirgengst viðhorf sem ræna hana rétti sjálfstæðs
einstaklings og útiloka hana frá því að eiga hlut að
ákvörðunum sem skipta alla menn, karla og konur,
miklu? Þjóðsagan um konuna hefur fengið slíkt áhrifa-
vald að stúlkur alast upp án þess svo mikið sem að
þekkja óskir sínar og möguleika. Sú þjóðsaga hlýtur
að eiga sér orsök, sem á tiltölulega stuttu tímabili fær
annað eins vald yfir hugum fólks og nær að beina þró-
un heillar aldar í aðra átt. Hvað gefur þjóðsögunni
óhrifavaldið? Hvers vegna sneru konurnar heim?
Laufásvegi 2 • 101 Reykjavík • Sími 551 7800 • Fax 551 5532
Spennandi handverksnámskeið
Lærið gömul vinnubrögð hjá sérhæfðum kennurum.
Kvöldnámskeið. Allar upplýsingar og skráning á
námskeið mánudaga til miðvikudaga kl.10-13 og
fimmtudaga og föstudaga kl.10-18.
Þjóðbúningar • Baldýring • Knipl • Útsaumur
Almennur vefnaður • Spjaldvefnaður • Bútasaumur
Tóvinna • Sauðskinnskógerð og margt fleira
Sumarnámskeið barna
dagana 7.-11. júní og 14.-18. júní kl. 13-17.
Jurtalitun og vefnaður • Pappírsvinna
Listsköpun í gler • Tálgun og trélist • Dúkkufatasaumur
Þjónustudeild
Heimilisiðnaðarfélags íslands
Laufásvegi 2 • 101 Reykjavík • Sími 551 5500 • Fax 551 5532
Verslun, þjónusta og upplýsingar
Allt til þjóðbúningagerðar, íslensk útsaumsmynstur og efni,
vefnaðaráhöld og efni.
Ullarefni • Skyrtuefni • Svuntuefni
Kniplingar • Orkeringar • Slifsi • Húfur og skúfar
Javi • Strammi og ullargarn
Hörband • Bómullarband • Skyttur og skeiðar
og margt fleira..
Opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 10-18