Vera - 01.04.1999, Page 31

Vera - 01.04.1999, Page 31
„Ég uildi óska ad fleiri gætu fundid þessi djúpu og sterku tengsl irib módur jörd og hin ýmsu tilbrigdi hennar, því sá maður sem einu sinni finnur þetta á aldrei eftir að verða einmana eða örvinglaður, nema þá stutta stund." En Ásdís er ekki að tala um tekjumar, heldur hið raunverulega mannlíf, menningar- og fé- lagslíf. „Ég á svo mörg áhugamál að kannske má segja að ég bregðist þeim öllum að einhverju leyti,” segir hún hugsandi. Þú ert nú af listamannsættum, skýt ég inn í. Ásdís viðurkennir það. „Afi minn, Sigmundur á Gili í Bitru, var gull- og silfursmiður og þótti mjög listfengur. Hann var jafn hagur á tré og járn og smíðaði ótrúlegustu hluti, stykki í bátavélar og spunavél hafði hann smíðað. Enn í dag eru smíðisgripir Sigmundar á Gili eftirsóttir. Afi var alla sína ævi sveitabóndi og það virtist ekki slæva listamannsþáttinn í honum. Öll börn hans hafa þessar skapandi hendur og allt sem þau gerðu er svo vel unnið, gefur svo mikið, bæði þeim sem smíðar og þeim sem nýtur." Og þú sjálf? „Ég hef vissulega yndi af handíðum,” segir Ásdís. „Mér finnst gaman að sauma út, föndra og mála. Mér finnst gaman að spila á harmoniku og syngja. En mér þykir svo margt gaman. Það er til dæmis alveg yndis- legt að fóðra kindur, gefa þeim og horfa á þær éta. Þær eru svo ánægðar og heim- spekilega kyrrlátar. Skepnur reyna ekki að troða upp á mann einhverjum kenningum og skoðunum eins og mennirnir, en hafa samt svo sterk áhrif á mann. Það er einhver frum- stæð og góð útgeislun frá þeim eins og maður finnur úti í náttúrunni sjálfri. Það er reyndar draumur minn að eignast trjágarð sem ég hef ræktað sjálf. Okkur semur ekki um þetta, mér og veðráttunni á Strönd- um.....” Frá því um áramót hefur Ásdís stundað nuddnám í Reykjavík og ætlar að ná sér í réttindi á því sviði. Þú ert mikil útilífskona. „Já, það er ég vissulega,” samþykkir Ásdís og það er eins og þirti í kringum hana, jafn- vel röddin verður björt. „Landið og veðrið, kyrrðin þegar komið er í hvarf frá mannabú- stöðum - allt þetta sem kallað er náttúrufeg- urð - og þó þarf það ekki að vera beinlínis fagurt, það er bara svo óviðjafnanlegt. Ég vildi óska að fleiri gætu fundið þessi djúpu og sterku tengsl við móður jörð og hin ýmsu tilbrigði hennar, því sá maðursem einu sinni finnur þetta á aldrei eftir að verða einmana eða örvinglaður, nema þá stutta stund. Hann eða hún getur alltaf sótt þrek og orku í hinn ótæmandi sjóð náttúrunnar.” Ásdís brosir. „Og það er svo gaman, maður reyn- ir svo margt sérstætt. Einu sinni var ég á ferð yfir heiði í svartamyrkri um haust. Það var logndrífa, fyrsti snjór haustsins. Fyrr en varði var heiðin alhvít. Ég varð að stansa, klæða mig úr skóm og sokkum og ganga berfætt út í nýfallinn snjóinn. Ég gleymi aldrei hvað hann var mjúkur og hreinn - jú, auðvitað svolítið kaldur. Á ég að segja þér frá klúbbnum okkar? Já, við erum nokkur í hóp sem stundum för- um í fjallaferðir. Á páskunum í fyrra fórum við til dæmis yfir Drangajökul. Það var stór- kostleg ferð. Við tókum einhver ósköp af myndum sem við skoðuðum og sýndum í sífellu eftir að við komum heim, þangað til allir vinir og vandamenn voru orðnir hund- leiðir á okkur.” Og nú hlær Ásdís innilega. X Q fti Fétsfiyrtivörur sem virka 31

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.