Vera - 01.04.1999, Page 36

Vera - 01.04.1999, Page 36
Fólk sem skilur samhengi orsaka og afleið- inga, sem hefur áttað sig á hringrásum lífs- ins. Þetta er fólkið sem framtíðin brosir við. Þetta er fólkið sem hefur til að bera mikla lífsleikni, eiginleika sem koma jafnt að gagni í einkalífi og opinberu lífi. Auk þessa er lögð áhersla á mikilvægi tungumálaþekkingar, almennrar samfélags- þekkingar og tækniþekkingar, sérstaklega tölvuleikni. Það að kunna að flokka aðalatriði frá aukaatriðum, sía upplýsingar og verja sig gegn upplýsinga- og freistingaflaumnum eru lykilatriði viljirðu komast vel af og verða til gagns í samfélagi verðandi nútíðar. Tími endanlegrar þekkingar er liðinn Ekki er gert ráð fyrir að allir geti alltaf gengið að launaðri vinnu sem vísri. Tími atvinnuör- yggis virðist liðinn, bæði hjá konum og körl- um, tími sveigjanleika á vinnumarkaði er runninn upp. Tími endanlegrar þekkingar er liðinn, tími símenntunar runninn upp. Sá tími er liðinn að atvinnurekandi, opinber eða einka, taki ábyrgð á okkur (eða haldi í hlekkj- um), tími eiginábyrgðar í námi og starfi er runninn upp. Það þýðir ekki að atvinnurek- endur, opinberir og aðrir, geti ýtt frá sér ábyrgð á símenntun starfsfólks síns. Því fer fjarri. Aldrei fyrr hefur samkeppnishæfni og samstarfshæfni fyrirtækja verið eins tengd vilja þeirra til að símennta og næra starfsfólk sitt. Aldrei fyrr hefur staða einstakrar þjóðar í samfélagi þjóðanna, lífsmöguleiki þjóðar, verið jafn tengdur þeirri menntun sem þegn- arnir njóta. Því það er einnig svo að tími hinna tryggu þjóna er liðinn, tíma möguleika kúgunar í krafti fávísi er að Ijúka. Það er að segja, ef við viljum. Hvaða áhrif hefur þetta á stöðu og mögu- leika kvenna? Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á stöð- ugleika karlveldisins í menntakerfinu og á vinnumarkaði? Ef við skoðum hæfnikröfurnar sjáum við fljótt að þar er að finna ýmsa eiginleika sem hafa gjarna verið kenndir við konur og kall- Konur í Litháen, Eistlandi, Lettlandi og Rússlandi fréttu af Menntasmiðju kvenna á Ak- ureyri sem dæmi um skóla sem gefur konum færi á að stunda skapandi nám að þeirra skapi og nú vilja þær samvinnu. Það er ekki fólk með mjög sérhæft langskólanám sem verður eftirsóknarverðast, heldur fólk sem hefur víðtæka þekkingu og á auðvelt með að skynja heildir; fólk sem kann að eiga bein og skilvirk sam- skipti; fólk sem er svo sjálfs- styrkt að það þarf ekki að eyða orku sinni í valdabar- áttu... Hagnýtt, skapandi og sjálf- styrkjandi nám Þegar ég sat í Þankatankinum fæddist ný tegund skóla norður á Akureyri, Mennta- smiðja kvenna. Hún varð til í samvinnu kvenna, með stuðningi karla. Við áttum okk- ur drauma um - og fundum þörf fyrir - nýjar menntunarleiðir, ekki hvað síst fyrir fullorðn- ar konur. Við fundum okkur fyrirmyndir í al- þýðuskólum Norðurlanda (Kvindedag- höjskoler) og mótuðum hugmyndirnar að okkar þörfum, okkar skapi. Menntasmiðjan hafði og hefur enn það markmið að mennta konur til aukinnar lífsleikni. Þar er lögð áhersla á að efla sköpunargleði; styrkja sjálfsmynd og kvenímynd nemendanna; byggja grunn að aukinni tungumálafærni og Menntasmiðja kvenna á Akureyri var stofnuð þegar Valgerður sat í Þankatankinum og byggir á hug- myndum um nýjar menntunarleiðir. aðir kvenlægir. Hið stífa tilfinningadeyfða píramídakerfi er að mýkjast, sveigjast, lifna við og breyta um form, hugsanlega fyrst og fremst fyrir tilstuðlan aukinnar virkni kvenna í atvinnulífi og stjórnmálum, sem aftur er ná- tengt aukinni menntun kvenna. Við þennan aukna sveigjanleika kallar þetta kerfi, í sinni hröðu umbreytingu, á nýjar aðferðir, nýja nálgun við lausn verkefna. Sú nálgun krefst sameiningar rökhyggju og tilfinninga, stað- festu og sveigjanleika, hrings og örvar, sæð- is og eggs. Sú nálgun krefst samvinnu kynj- anna á forsendum beggja. tölvuleikni; auka þekkingu á samfélagskerf- inu, möguleikum þess og hindrunum, en ekki hvað síst að vekja og efla löngunina til að læra. Ég tel mig geta fullyrt að þær konur sem sinna daglegum störfum og leiðbeina á stundum í Menntasmiðju kvenna finni ekki síður en nemendur fyrir aukinni sköpunar- gleði, vaxandi lífsleikni og áleitinni löngun til endalauss náms. Námið í Menntamiðju kvenna er byggt á samþættingu þriggja þátta. Það er hagnýtt, skapandi og sjálfstyrkjandi. Námsþættina má þannig á vissan hátt flokka í þrennt, þótt vissulega hafi allir þættir alla þrjá eiginleik- ana fólgna í sér. * Handverkið, sem fer fram á handverksmið- 36

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.