Vera - 01.04.1999, Page 40

Vera - 01.04.1999, Page 40
mars Avarp á alþjóðlegum baráttudegi kvenna - 8. mars Þetta ávarp flutti María S. Gunnarsdóttir, erlendur bréfritari Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna, 8. mars 1999 á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavfkur. María S. Gunnarsdóttir Það væri sjálfsagt hægt að halda upp á 8. mars á marga vegu. Við hjá MFÍK höfum undanfarin ár valið að standa fyrir opnum fundi hér í Ráðhúsinu, ásamt þeim stéttar- og fagfélögum sem hafa viljað slást í lið með okkur. í Evr ópu var það þýska baráttukonan Clara Zetkin, sem stóð fyrir fyrsta Alþjóðlega baráttudeginum í Kaupmannahöfn árið 1910 og allar götur síðan hafa konur safnast saman þann 8. mars ár hvert. Hér á íslandi allt frá árinu 1952 með tilkomu MFÍK. Um tíma var það þó aðallega í kommúnistaríkjum sem dagsins var minnst og Kalda stríðið sá til þess að lítið færi fyrir deginum í Bandaríkjunum og ýmsum öðrum löndum sem kenndu sig við lýðræði. Það breyttist talsvert eftir að Sameinuðu þjóðirnar settu stimpil sinn á daginn á Kvennaárinu 1975. En hvaða þýðingu hefur Alþjóðlegur baráttudagur kvenna? Þurfum við ennþá svona dag til að fara yfir það sem áunnist hefur í gegnum tíðina í málefnum kvenna og barna, í baráttunni fyrir friði og afvopnun og hvað miði í frelsisbaráttu þjóða eða félagslegum umbótum? Já, því baráttan gegn fátækt í heiminum er aðkallandi og það er brýn nauðsyn að skipting auðæfa breytist. Munur á milli landa heims er enn vaxandi. Frjálshyggjulöndum hefur tekist að lækka verð hráefnis og auðlinda með þeim afleiðingum að bilið á milli þróunarlanda og vesturvelda eykst. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því í september s.l. kemur fram að heimurinn framleiðir nú sexfalt meiri auð en árið 1950. Þessi aukning verður þó ekki til þess að gera heiminn manneskjulegri. Til þess er auðnum of misskipt. Um hundrað þjóðir standa fyrir utan þessa verðmætaaukningu. Þar hafa tekjur minnkað síðastliðin 10 ár og lífslíkur lækka vegna hernaðarátaka eða af völdum eyðniveirunnar. skýrslunni kemur fram að auður þriggja ríkustu einstaklinga í heiminum er meiri en samanlagðar þjóðartekjur 48 fátækustu þróunarlandanna. Þar kemur einnig fram að 14 ríkustu aðilar heims eru ríkari en þær hundruðir miljóna manna sem búa í Afríku sunnan Sahara. Þar segir líka að 1,2 miljarðar Kínverja eru fátækari en 84 ríkustu manneskjur heimsins. Þetta er ekki áróður - þetta eru tölulegar staðreyndir! Það mundi nægja að hirða 4% skatt af 225 ríkustu aðilum heims til að tryggja öllum jarðarbúum lágmarksnæringu, heilsugæslu og menntun. Friður verður ekki tryggður í heiminum fyrr en allar þjóðir fá tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi. Við, sem viljum sanngjarnt verð fyrir okkar auðlindir ættum að skilja kröfu annarra þjóða til þess. Verð á olíu ætti til dæmis að vera tvöfallt hærra. Við högnumst á vanmætti þróunarlanda. Hér áðan vitnaði ég í skýrlu Sameinuðu 40

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.