Vera - 01.04.1999, Síða 45
Það þarf virkilega að taka þessi mál föstum tök-
um. Leggja meira fé í rannsóknir og upprætingu
þeirra sem á sölu og dreifingu hagnast. Einnig þarf
að herða refsingar til muna. Ég veit ekki hvort
þingmenn meina það sem þeir segja innan dyra
Alþingis. Mér finnst ekki ailtaf fylgjast að orð og at-
hafnir í þessum málaflokki. Mér finnst að þeir sem
ekki hafa reynt það að missa ungling í þessa
hringiðu efnanna hafi tiltölulega lítinn skilning á því
hvað er að gerast. Ef einhverjir hafa gert kraftaverk
hér á landi þá er það SÁÁ. En betur má ef duga
skal. Það verður að fjölga meðferðarplássum fyrir
ungt fólk. Því fyrr sem tekið er á þessum vanda hjá
unglingunum því auðveldara er að fást við hann.
Það er miklu dýrara fyrir þjóðfélagið að gera ekk-
ert því samfélagið verður fyrir skaða samfara
auknum innbrotum og glæpum af öllu tagi.
Konur hafa meiri skilning á þessum
málum
Hér má líka nefna að veitingahús, hvort sem þau
eru nefnd kaffihús, barir eða eitthvað annað,
spretta upp eins og gorkúlur á haug. Þau eru mörg
hver miðstöð fíkniefnaviðskipta og neyslu. Ég hef
frekar trú á því að konur hafi meiri skilning á þess-
um tveimur málaflokkum sem ég nefndi hér. Fleiri
konur á þingi og í áhrifastöðum í kerfinu hljóta að
skila betri árangri. Ég veit að það er fullt af konum
sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og menntun til
þess að gera átak í þessum málum. Að vísu finnst
mér kynferði ekki skipta meginmáli heldur mark-
miðin sem hver og einn setur sér. En það er ekki
nóg að hafa markmið ef þeim er ekki fylgt eftir.
Það hefur verið talað um stöðugleika og góðæri á
þessu kjörtímabili. Ég veit nú lítið hvar þetta góð-
æri er; það er sjálfsagt einhvers staðar annars
staðar en hjá mér og í minni buddu. Hins vegar er
stöðugleikinn í fjármálum af hinu góða. Það að vita
hvað maður hefur og gera áætlanir samkvæmt því
gerir lífsbaráttuna léttari. Það hljóta fleiri flokkar en
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur að geta
haldið þessum sama stöðugleika. Ég veit ekki bet-
ur en að allt launafólk í landinu hafi tekið á sig
byrðar til þess að koma þessu á.
Annað sem ég vil sjá breytingu á komandi kjör-
tímabili er úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Þessi mála-
flokkur er nú að verða óskiljanlegur venjulegu fólki.
Af hverju lengjast biðlistar í allar tegundir aðgerða
sem gera þarf á sjúkrahúsum? Það er kannski ó-
dýrara á paþþírum að gera ekkert en þegar uþp er
staðið kosta veikindin samfélagið stórfé. Það hlýt-
ur að vera dýrara að fólk sé frá vinnu á sjúkrabót-
um eða safna skuldum meðan það bíður eftir að fá
úrlausn sinna mála. Það er búið að hækka laun
sérhæfðs starfsfólks innan spítalanna meðan lág-
taunastarfsmenn hafa þagað yfir sinu. Mér finnst
vera tími til kominn að gera róttækar breytingar í
heilbrigðismálunum þannig að allir geti verið ör-
uggir með það að fá þá þjónustu sem þarf. Mér
finnst vera kominn tími til að breyta áherslum f
Þjóðfélaginu. Ég bind vonir við að Samfylkingin
verði það afl sem megni að ná fram breytingum.
Hvort sem það rætist eður ei finnst mér að allir
hokkar þurfi að snúa við blaðinu og gera eitthvað
fyrir heildina. Ekki bara hlaða meira undir fáa út-
valda.”
"5
Tómstundir og listir fari
inn í skólastarfið
Lena Hákonardóttir
hefur starfað við féiags-
starf aldraðra í níu ár,
þar af sjö ár sem for-
stöðumaður í félags-
miðstöð aidraðra að
Hæðargarði. Áður bjó
hún um nokkurra ára bil
í Svíþjóð. Hún á tvær
uppkomnar dætur og
býr í eigin húsnæði.
„Ég vil sjá þá breytingu helsta að þeim sem falið er vald vinni verk sín með
velferð allra að leiðarljósi. Ég vil sjá menn taka höndum saman og gangast
við ábyrgð sinni gagnvart þeim sem minna mega sín, börnum og ungmenn-
um, og verði þeim sá stuðningur og fordæmi sem best er.
íslendingar eru fimmta ríkasta þjóð heims í krónum talið. Því eiga allir að
njóta þess öryggis að laun, bætur, fæðingarorlof eða námslán séu aldrei
lægri en framfærsla einstaklings er hverju sinni. Nú er hún 95.000 krónur á
mánuði samkvæmt útreikningum. Hjúskaparstaða eða sambýlisform á ekki
að hafa áhrif á ofangreinda þætti. Skattleysismörk miðist að sama skapi við
sömu útreikninga ásamt því að skattþrep verði fleiri, eins og tíðkast hjá ná-
grannaþjóðunum.
Varðandi skólamál og menntun vona ég að sú umræða sem þegar er haf-
in leiði sem fyrst til gagngerrar endurskipulagningar. Þar á ég við að skóla-
starfið efli vitund barna og ungmenna um samfélagið almennt. Innan skól-
anna þarf að skipa tómstundum, listum og menningu þannig að öll börn eigi
jafna möguleika á að taka þátt. Börnum er mismunað að þessu leyti því það
verður æ meira áberandi að foreldrar hafi hreinlega ekki efni á að hafa börn
í tómstunda- eða listastarfi. Mér finnst sjálfsagt að foreldrar geri kröfur um
að skólarnir sinni þessu hlutverki vel. Skólaskylda er hér í tíu ár og börnin
hafa ekkert val. Ánægð börn í starfi og leik skila betri árangri. Það má ekki
mæla allt í einkunnum og gráðum heldur hvernig hver og einn þroskast sem
mannvera. Þannig byggjum við upp betra þjóðfélag.
Mikilvægt að bæta kjör aldraðra
Fæðingarorlof á að vera að lágmarki til tveggja ára, hvort sem móðirin tekur
það ein eða foreldrar skipti því með sér. Á þessum fyrstu árum er verið að
leggja grunninn að velferð einstaklingsins og sá tími kemur ekki aftur. Það á
að gera foreldrum fjárhagslega kleift að sinna börnunum því þau eru jú fram-
tíðin.
Ég starfa með öldruðum og fylgist þar af leiðandi vel með þeirra högum.
Ég er ákaflega ánægð að sjá þessa tvo skörunga, Ólaf Ólafsson fyrrverandi
landlækni og Benedikt Davíðsson fyrrum forseta ASÍ, í þeirra forsvari. Báðir
eru drengir góðir. Ég er ekki bara ánægð fyrir hönd eldri borgara heldur veit
að þeirra barátta verður til þess að draga hina sem á þurfa að halda áfram.
Fái aldraðir kjör sín bætt skilar það sér til öryrkja, atvinnulausra og láglauna-
hópa.”
45