Vera - 01.04.1999, Side 50

Vera - 01.04.1999, Side 50
Hún veit að hann hefur lesið bréfið. Hann situr á veröndinni og horfir á hana á langri göngu sinni effir heimreiðinni frá skólabílnum inn á grasflötina. Faðir, dómari, lífgjafi. Dökk ský, sem boða rigningu, liggja lágt á himni beggja megin við fjögursólina og hún ber hönd fyrir augu sér og skyggnist yfir raðir baðmullarplantnanna sem teygja sig á aðra hönd hennar í samfelldu, grænu limgerði frá póstkassanum að húsinu. Hræðsluandvarp kafnar í fæðingu en svo færist yfir sefandi dofi og þegar hún gengur hægt eftir heimreiðinni dregur hún fæturna í lausu, rauðu rykinu og reynir að láta sem ekkert sé. En hún veltir fyrir sér hvernig hann viti um bréfið. Elskhugi hennar á móður sem sér ekki sólina fyrir stúlkunni sem hann giftist. Það gæti hafa verið hún, að varðveita kynstofninn. Eða unga brúðurin sjálf sem verður brothætt sem ís er hún finnur bréf frá henni á meðal muna sem eiginmaður hennar hefur sig ekki í að fleygja. Eða-? En sú hugdetta fær ekki að dafna í huga hennar. Hún elskar hann. Eldur jarðar Seiðandi angan blóma Sólin „Að dóttir mfn skuli telja sig ástfangna af nokkrum manni! Hvernig má það vera?" —Höfundur ókunnur Hún gengur hægum, fumlausum skrefum eftir heimreiðinni í átt að húsinu, að þungbúnum, þögulum manninum á veröndinni. Hiti sólarinnar er þrúgandi heitur en hún finnur fremur varma en hita, því það er kaldur blettur undir heitu hörundinu á bakinu sem umlykur hjartað og teygir hrollkalda arma sína um neðstu rimar rifjabúrs hennar. Seiðandi angan blóma Sólin Hún nemur staðar til að grandskoða lítinn, villtan flekk af svarteygum súsönnum og fáeinar stakar brennisóleyjar. Fingur hennar strjúka létt viðkvæm krónublöðin og hún stendur um stund hugsi. Hin seiðandi angan blóma Sólin Þýðlega angan- Þýðlega angan blóma Og krónublaða Litlar, bjartar kveðjuóskir 50

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.