Vera


Vera - 01.12.1999, Page 8

Vera - 01.12.1999, Page 8
K V NETIÐ D Z Jí D Z Z > I- < < Z z u 0 :0 'UJ Ll Þann 25. september 1986 hittust rúm- lega 100 konur á Hallveigarstöðum og stofnuðu samskiptanet kvenna í at- vinnulífinu. Ákveðið var að kalla sam- tökin Netið. Yfirlýstur tilgangur Netsins er að opna vettvang fyrir konur I at- vinnulífinu til að hittast og skiptast á skoðunum og gagnlegum upplýsingum, miðla af reynslu og styðja hver aðra. Upphafið að stofnuninni má rekja til þess að Verkstjórnarfræðslan hélt ném- skeið á Iðntæknistofnun I mars 1986 fyr- ir konur. ( kjölfar þess var haldin ráð- stefnan „Konur við stjórnvölinn", en þar kom upp sú hugmynd að stofna sam- skiptanet kvenna. Vilborgu Harðardóttur var falið að kalla saman stofnfund en hún og Úlla Magnússon boðuðu til fundarins 30. ágúst 1986, að loknum námskeiðum fyrir konur um „Stofnun og rekstur fyrir- tækja". Á þann fund mættu 48 konur auk þess sem fleiri höfðu samband. Ákveðið var að halda framhaldsstofnfund þann 25. september 1986 og er það talinn stofn- dagur Netsins. Síðan þá hefur starfsemi Netsins þróast í þá átt að það starfar annars vegar sem heildarsamtök og hins vegar í tveimur hóp- um, stjórnunarhóp og viðskiptahóp. Hóp- arnir funda I sitt hvoru lagi einu sinni í mán- uði. Stórfundir eru svo haldnir einu sinni í mánuði þar sem báðir hóparnir mæta og eru þá fengnir fyrirlesarar með athyglisvert og uppbyggilegt efni. Netið er fyrir konur sem vilja stuðla að áhrifum kvenna í atvinnulífinu og fyrir konur í rekstri og við stjórnunarstörf. Gestir eru vel- komnir á alla stórfundi, utan vinnufundar. Ef konur hafa áhuga á þvi að kynna sér starf- semi Netsins frekar er þeim bent á að hafa samband við Félagaþjónustu Netsins. Net- fangið er helgass@centrum.is og síminn 898 2026. Hulda Halldórsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Impru, hefur verið félagi í Netinu frá fyrsta starfsári þess. „Ég frétti af stofnun þess hjá Iðntæknistofnun í byrjun árs 1987 en þá starfaði ég á Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar ehf," segir Hulda. „Aðdragandinn að stofnun Netsins var sá að vorið 1986 efndi Verkstjórnarfræðslan á Iðntæknistofnun til námskeiðs í stjórnun sem sérstaklega var ætlað konum. Var þetta nám- skeið viðleitni af hálfu Verkstjórnar- fræðslunnar til að reyna að breyta ímyndinni á vinnumarkaðinum. í lok námskeiðsins var efnttil ráðstefnu um hvernig fá megi fleiri konur til stjórnunarstarfa, hvað hvetur þær eða hindrar. Þar var talið að konur stæðu utan þess óformlega samskiptanets sem karlar nota til að fleyta sér fram á við, t.d. karlaklúbbar, veiðitúrar o.s.frv. Einnig kom fram að konur skorti fyrir- myndir á sviði stjórnunar og að konur í stjórnun þyrftu að komast meira í sviðsljósið. Þá kviknaði sú hugmynd að stofna samskiptanet fyrir konur. Konur á Iðntæknistofnun höfðu frumkvæði að stofnun Netsins haustið 1986. Nú mynda tveir hópar Netið, stjórnunarhóp- ur og viðskiptahópur." Persónuleg tengsl og traust mikilvæg Hulda er meðlimur ( stjórnunarhóp og var tengill þess hóps árin 1990-1991. „Áherslan er á að gera konur að sterkari stjórnendum og meiri þátttak- endum í atvinnulífi," segir hún um markmið Nets- ins. „Enda er félagsskapurinn stærsti hlutinn. Maður leitar ekki til ókunnugra með vandamál sín og þvl eru persónuleg tengsl og traust sem mynd- ast mikilvæg. Ég held að móralskur stuðningur sé það sterkasta f þessu og að átta sig á því að aðrir fá líka skrýtnar hugmyndir og að hægt er að framkvæma þær. Nýjar hugmyndir eru ræddar, ekki kveðnar í kútinn, og litið er é allt sem mögu- leika. Enda finnst mér það einkennandi fyrir Net- ið að þar eru allir tiltölulega fordómalausir og opnir fyrir nýjum hugmyndum. Og svo er þetta líka svo skemmtilegt, það er ekki síður mikilvægt. Þó maður fari tómur og þreyttur á fundi kemur maður með endurnýjuð batterí heim og í raun mætti Ifkja Netinu við hleðslubatterí," segir Hulda og brosir við. Að læra af öðrum og byggja sig upp í vinveittu umhverfi Á sameiginlegum fundum hópanna eru fengnir fyrirlesarar með áhugavert efni, yfirleitt konur. „Ég hef fengið heilmikið út úr þvi að heyra í þess- um mismunandi fyrirlesurum," segir Hulda. „Svo eru það vor- og haustferðirnar. Á haustin sjáum við sjálfar um dagskrána og fyrirlesararnir eru úr Netinu. Þannig fær maður þjálfun í að koma fram og tala í vinveittu umhverfi. Einnig fær maður við- brögð við fyrirlestrunum og uppbyggjandi gagn- rýni. Þarna er fjallað um allt mögulegt, allt frá pólitík til trúmála. ( vorferðunum eru svo skemmtiatriðin meginatriðið. Ég held maður læri mest af þvf að fá að vera maður sjálfur og finna að það er í lagi að vera kona með hugmyndir. Þá er einnig mikilvægt að fá aðstoð við að slipa gall- ana og finna hjá sér styrkleika sem maður vissi ekki að maður byggi yfir. Félagsskapurinn hefur vissulega ýtt undir sjálfið. Það hefur byggt mig upp að eiga þær sem bakhjarl og að finna að það er tekið mark á því sem ég segi. Maður finnur að maður á sinn rétt. Karlar og konur hugsa oft ólfkt en félagsskapur eins og Netið tekur mið af því að konur og karlar vinni saman, enda tel ég það hag- stæðast. Ég hef reyndar oft sagt að mín heim- speki sé fengin úr Dýrunum I Hélsaskógi: Öll dýr- in f skóginum eiga að vera vinir," segir Hulda og hlær. „Þá er mikilvægt að hafa í huga það sem Margrét Indriðadóttir, konan sem rauf glerþak fréttastjóra, sagði eitt sinn í blaðaviðtali að það sé ekkert endilega eðlilegt að allar konur hafi sam- kennd eða séu sammála öðrum konum. En við getum samt komið fram og sýnt styrk sem heild þar sem þess þarf." Mikilvægt að fara ekki aftur á núllpunkt Þegar Netið var stofnað var því ætlað að vera samskiptanet. Ekki félag heldur stuðningsnet fyr- ir konur í atvinnulífi. Netið hefur þróast í það að vera svolítið lokað og þó okkur líði mjög vel er alltaf hætta á stöðnun. Því hefur komið upp sú umræða undanfarið að Netið verði opnað meira fyrir nýjum konum. Það er hins vegar mikilvægt að taka það fram að þú tekur ekki meira úr neti Viðtöl: Auður Aðalsteinsdóttir 8 • v E R A

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.