Vera - 01.12.1999, Qupperneq 13
FÉLAG BRAUTARGENGISKVENNA
BRAUTARGENGI
Án þekkingar
er maður
stjórnlaust
farartæki
Ólöf de Bont tók þátt í fyrsta Brautargengisnámskeiðinu, sem hófst árið 1996, og útskrif-
aðist hún því árið 1998. „Ég hafði áður hlotið styrk hjá atvinnu- og þróunarstofnun sem
þá sá um námskeiðin. Peir sendu mér upplýsingar um námskeiðið og ég ákvað að slá til,"
segir Ólöf en hún tók við rekstri fyrirtækisins Fjölprents árið 1994. „Ég hafði enga hug-
mynd um viðskiptarekstur þegar ég tók við fyrirtækinu heldur rak ég það fyrst og fremst
á innsæi og þori. Mig vantaði alla grunnkunnáttu í sambandi við rekstrarfræði, hagfræði,
lög sem snerta fyrirtækjarekstur, möguleika, starfsmannahald og í raun líka atvinnusál-
fræði. Þetta voru hins vegar hlutir sem voru uppi á borði hjá mér, t.d. hvernig tekst mað-
ur á við vaxandi starfsmannafjölda eða breytingar af því að samstarfsaðilar verða aðilar
að fyrirtækinu. Það var eiginlega ástæðan fyrir því að ég tók þátt í námskeiðinu.
Brautargengi, frá hugmynd til veruleika, er eins
árs námskeið fyrir reykvískar konur sem hafa
áhuga á að hrinda eigin viðskiptahugmynd í
framkvæmd. Reykjavíkurborg og félagsmála-
ráðuneytið hafa styrkt átakið en verkefnisstjórn
er í höndum Impru, þjónustumiðstöðvar frum-
kvöðla og fyrirtækja á Iðntæknistofnun.
Samkvæmt skýrslu iðnaðarráðuneytisins um
atvinnurekstur kvenna eiga íslenskar konur
og/eða stjórna aðeins um 18% fyrirtækja. At-
vinnu- og ferðamélanefnd Reykjavíkurborgar sá
því ástæðu til að styðja sérstaklega við konur
sem vilja efla þekkingu sína á sviði rekstrar og
stjórnunar og búa yfir viðskiptahugmynd sem
þær vilja hrinda í framkvæmd. Á námskeiðinu
tileinka þátttakendur sér ný vinnubrögð í rekstri
og stjórnun fyrirtækja, veita eigin viðskiptahug-
mynd brautargengi undir leiðsögn ráðgjafa og
afla sér um leið hagnýtrar þekkingar á íslensku
viðskiptaumhverfi. Þá er lögð áhersla á að skapa
varanlegt tengslanet milli kvennanna sem sækja
námskeiðið.
( fyrstu var Brautargengi tveggja ára nám-
skeið. Fyrri veturinn voru vikulegir fundir, að
mestu í fyrirlestraformi, en seinni veturinn mán-
aðarlegir vinnufundir. Sú breyting var gerð á
framkvæmd námskeiðsins að blanda meira sam-
an fyrirlestrum og vinnufundum og hafa styttra
á milli funda.
Fyrstu tvö námskeiðin hófust haustið 1996 á
vegum Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur-
borgar og tóku 47 konur þátt I þeim. Námskeið-
unum lauk með útskrift 44 kvenna vorið 1998.
Haustið 1997 hófst þriðja námskeiðið með 25
þátttakendum. Eftirspurnin var svo mikil að
strax eftir síðustu áramót hófst fjórða námskeið-
ið með 28 þátttakendum en því lýkur um næstu
áramót. Áætlað er að halda áfram að bjóða upp
á Brautargengisnámskeið en að sögn Brynhildar
Bergþórsdóttur rekstrarhagfræðings hjá Impru
eru námskeiðin sífellt í mótun og endurskoðun
og því allt eins líklegt að form þeirra taki breyt-
ingum á næstunni.
„Mér fannst ég þarfnast meiri þekkingar, alveg
eins og núna," segir Ólöf, en hún hefur sótt um
nám í viðskipta- og rekstrarhagfræði við Endur-
menntunarstofnun Háskóla Islands. „Það geri ég í
raun í framhaldi af Brautargengisnámskeiðinu. Ég
hef þörf fyrir að vita meira. Ef þekkingin er ekki
fyrir hendi er maður eins og stjórnlaust farartæki.
Heimurinn er bara orðinn þannig að rekstrarform
fyrirtækja er orðið mun flóknara en það var fyrir
20 til 30 árum. Manneskja í vaxandi rekstri, sem
er með fólk í vínnu, þarf að þekkja viðskiptaum-
hverfíð, reglur og samskiptakóða. Maður þarf að
temja sér sérstakt hugarfar ef maður ætlar sér að
lifa af í viðskiptaheiminum.
Ómetanleg aðstoð
Ég held að það hafi ýtt undir mig mjög styrkum
grunni að hafa farið á þetta námskeið. Það varð
töluverð breyting á mínum stjórnunaraðferðum
eftir að ég byrjaði í Brautargengi, þó mér finnist
enn skorta á að þær séu fullkomnar. En þetta
gerði mig sterkari og ákveðnari, sérstaklega að
geta rætt um stjórnun, viðbrögð, ákvarðanatökur
og annað við hinar konurnar í hópnum.
Fyrsti veturinn I Brautargengi var alveg frábær
og gerði það að verkum að ég þorði að taka
ákvarðanir og framkvæma hluti. Ég vissi að ég
gæti fengið kennslu og ráðleggingar. Það er
ómetanlegt að geta gengið að þessari aðstoð, því
margar af konunum sem voru á námskeiðinu eru
ómenntaðar á viðskiptasviðinu en með frábærar
viðskiptahugmyndir. Og stórum hópi þeirra hefur
virkilega vegnað vel.
Brautargengi er mjög góð byrjun fyrir fólk sem
ætlar sér að stækka út fyrirtæki eða er að koma á
fót nýrri hugmynd. Svona eins og barna- og mið-
skóli en síðan kemur framhaldsnámið. Því þegar
búið er að smita mann og maður vill verða gjald-
gengur I viðskiptaheiminum þarf að halda áfram
og kafa dýpra til að geta haldið betur um stjórn-
völinn. Á námskeiðinu lærðum við líka ákveðna
vinnusálfræði, að ég er ekki sú eina sem er að fást
við hin og þessi vandamál. Flluti af okkur heldur
enn hópinn og við veitum hver annarri mikinn
styrk. Það er mikilvægt fyrir konur að nýta sér slíkt
og að mínu mati eiga karlar að vissu leyti erfiðara
en við. Þeir eiga við sömu vandamál að stríða en
eiga í meiri erfiðleikum með að tjá sig um þau."
Ólöf segir að vissulega sé að sumu leyti erfið-
ara fyrir konur að standa I fyrirtækjarekstri en
karla, enda sé gamla viðskiptaumhverfið mótað
af körlum. „Að starfa á jafnréttisgrundvelli með
körlum er mér stundum erfitt. En það er að
mörgu leyti hægt að rekja til minna eigin við-
horfa. Ef ég geng út frá því að karlmenn séu með
fordóma bregðast þeir oft einmitt þannig við.
VERA • 13