Vera - 01.12.1999, Page 22
Þurfum að leita nýrra leiða í
kynferðisbrotamálum
Um fátt hefur verið meira rætt meðal al-
mennings að undanförnu en sýknudóm
Hæstaréttar frá því í lok október yfir
föður sem ákærður hafði verið fyrir kyn-
ferðislega misnotkun á dóttur sinni.
Minnist ég þess ekki að nokkur dómur
Hæstaréttar hafi fengið svo mikla um-
fjöllun eins og raun bar vitni. Það er því
áhugavert að skoða í fyrsta lagi hvers
vegna almenningur brást svo harkalega
við og ekki síður er þessi dómur tilefni til
vangaveltna um réttarstöðu barna sem
verða fyrir kynferðislegri misnotkun af
hálfu fullorðinna, einkum þeirra sem
standa þeim nálægt.
Verjandi sakborningsins hefur haft sig allmikið í
frammi eftir uppkvaðningu dómsins og haldið
áfram vörninni í fjölmiðlum. Ekkert er svo sem við
þvf að segja að verjandi beiti sér opinberlega á
þennan hátt en þó fannst mér í umfjöllun hans
gæta nokkurs hroka gagnvart þeim sem tjáðu sig
um málið. Talaði hann um múgæsing og fullyrti
að ýmsir þeir sem tjáðu sig um málið töluðu af
vanþekkingu og hefðu ekki lesið dóminn. Þar
held ég reyndar að lögmaðurinn hafi misreiknað
sig dálítið. Svo vildi til í þessu máli að athygli al-
mennings var sérstaklega vakin á því að nálgast
mætti dóminn á veraldarvefnum og nýttu margir
sér þennan möguleika. Það varð mikil framför sl.
vetur þegar Hæstiréttur opnaði heimasíðu og tók
að birta dóma sína þar. Þessi tilhögun gerir al-
menningi kleift að kynna sér dóma réttarins og
komast þannig í nánari snertingu við réttarkerfið,
vinnubrögð þess og niðurstöður. Þetta var einmitt
það sem varð til þess að almenningur gat tekið
þátt í umræðunni um þetta tiltekna mál og mynd-
að sér skoðun á því, byggða á gögnum málsins
eins og þeim er lýst í dóminum, en í dóminum
eiga vitaskuld að koma fram öll þau atríði sem
niðurstaðan er leidd af. Ekki dró það úr umræð-
unni að niðurstaða Hæstaréttar var ekki einróma,
reyndar ekki héraðsdóms heldur. Um málið höfðu
11 dómarar fjallað alls, tvisvar hafði málið komið
fyrir héraðsdóm og höfðu 5 af 6 dómurum viljað
sakfella manninn en í Hæstarétti vildu 3 sýkna og
2 sakfella. Þessi staðreynd leiddi huga margra að
þvi hversu niðurstöður slíkra mála eru í raun
byggðar á mati dómara og almenningur spyr sig
því hvernig unnt sé að tryggja „rétta niðurstöðu"
þegar hin eina sanna niðurstaða virðist alls ekki
vera til í reynd.
En dómurinn og umræðan í kjölfar hans hefur
einnig opnað augu margra fyrir því hversu lítillar
réttarverndar fórnarlömb kynferðislegrar mis-
notkunar í æsku njóta í okkar velferðarsamfélagi.
Fulltrúi Stígamóta vakti m.a. athygli é svari félags-
málaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur á Alþingi um meðferð og lyktir þeirra
kærumála sem barnaverndarnefndum berast
vegna kynferðisbrota. I Ijós kom sú nöturlega
staðreynd að á 5 ára tímabili bárust barnavernd-
22 • VERA
Myndirnar eru frá mótmælagöngu Stigamóta 8. mars 1994 þar sem helstu stofnanir
sem fjalla um kynferðisafbrotamál voru heimsóttar. (Myndir: K.l. Mbl.)