Vera - 01.12.1999, Page 23
arnefndum 465 mál vegna meints kynferðislegs
ofbeldis gegn börnum og vörðuðu málin 560
börn yngri en 16 ára. Áætlað var að 30-40%
þessara mála væru kærð til lögreglu eða rúmlega
160 mál, sem vörðuðu þá u.þ.b. 210 börn. Þess
ber að geta að ekki fara öll mál til barnaverndar-
nefnda, sum þeirra eru kærð beint til lögreglu og
kemur fram í svari við fyrir-
spurninni að bæta megi
50% ofan á þann fjölda
sem kemur frá barnavernd-
arnefndum, þannig að gera
má ráð fyrir að um 315
börn sé að ræða á þessu
tímabili í rúmlega 240 mál-
um. Einnig kemur fram að
sakfellt hafi verið í a.m.k.
30 þessara mála en nánari
upplýsingar liggja þó ekki
fyrir.
Niðurstaðan virðist því
vera sú að u.þ.b. 5% þeirra
mála sem koma annað
hvort til lögreglu eða
barnaverndaryfirvalda enda
með sakfellingu, 95%
þessara mála fá litla eða
enga lausn. Hvað verður þá
um málin? Eru 95% ásak-
ana um kynferðislegt of-
beldi gagnvart börnum
upplognar sakir barnanna sjálfra eða annarra?
Tæpast dettur nokkrum manni það i hug. Auðvit-
að kann að vera að einhver þeirra erinda sem ber-
ast barnaverndarnefndum eigi ekki við rök að
styðjast við nánari skoðun, en það vekur þó at-
hygli hversu lágt hlutfall þeirra mála sem berast
barnaverndarnefndum enda með kæru. Ástæða
væri til að fá nánari skýringar barnaverndaryfir-
valda á þessu. Ekki síður er það alvarlegt að inn-
an við 10% þeirra mála sem kærð eru til lögreglu
enda með sakfellingu. Hvað verður um þau 90%
sem ekki enda með sakfellingu? Hvað verður um
börnin? Hvað verður um meintan brotamann?
Hvað verður um fjölskylduna? Auðvitað kunna
alltaf að vera dæmi um ósannar ásakanir í þess-
um málaflokki eins og öllum öðrum, óvandað fólk
notar þau meðul sem það telur gagnast best
hverju sinni en það er náttúrulega fjarstæðukennt
að ætla að 90% kæra um kynferðislegt ofbeldi
gegn börnum sé uppspuni.
Fræða þarf lögreglu, saksóknara og dómara
Við búum við þá grundvallarreglu I islensku rétt-
arfari að ákæruvaldið hefur sönnunarbyrðina fyrir
því að maður sé sekur. Takist ákæruvaldinu ekki
að sýna fram á sekt viðkomandi er hann sýknað-
ur. Þetta er auðvitað mikilvæg regla, sem ég held
að enginn vilji afnema, eins og sumir virðast
halda. Það kemur hins vegar ekki I veg fyrir að
fólk greini á um hversu miklar sönnunarkröfur
eigi að gera í hverju máli fyrir sig og mat fólks á
því hvenær sekt telst sönnuð er mismunandi eins
og umræddur dómur Hæstaréttar sýndi svo vel. I
kynferðisafbrotamálum, einkum gagnvart börn-
um, eru aðstæður allt aðrar en í mörgum öðrum
brotaflokkum. Nánast aldrei er vitni að brotinu.
Fórnarlambið, barnið, er mjög oft gert „samsekt"
af gerandanum og því talin trú um að það eígi
sjálft sök á misnotkuninni og annað hvort hótað
eða látið í veðri vaka að eitthvað skelfilegt gerist,
segi það frá. Því verður að nota önnur sönnunar-
gögn til sakfellingar en vitni að atburðum ef
ákærði neitar. Þar reynir því mjög mikið á rann-
sóknarlögreglu og saksóknara. Það hefur sýnt sig
að sé mikil alúð lögð við rannsókn mála, tekst oft
að finna einhverjar vlsbendingar sem síðan er
hægt að vinna áfram með og jafnvel finna þannig
meinbugi á framburði gerandans sem leiða að
lokum til játningar. Til þess að svo megi verða þarf
að upplýsa lögreglumenn og saksóknara miklu
meira um eðli þessara brota, hegðun brotamanns
og fórnarlambs, svo unnt sé að leita að því sem
máli skiptir. Ekki síður er fræðsla til dómara mikil-
væg og má oft sjá í dómum setningar sem ekki
verða skildar öðruvísi en sem vanþekkingu á eðli
þessara mála.
Dæmi um þetta er ( umræddum dómi Hæsta-
réttar þar sem ein af forsendum sýknudómsins er
sú að langur tími hafi liðið frá því misnotkun lauk
og þar til stúlkan kærði, en hún bar að misnotk-
uninni hefði lokið þegar hún var 16 ára og kærði
þegar hún var 18 ára. Flestum þeim sem eitthvað
hafa kynnt sér þennan málaflokk er Ijóst að mjög
algengt er að langur tími líði frá því brotið á sér
stað og þar til kært er. Þolandinn á I flestum tilvik-
um mjög erfitt með að segja frá því sem gerðist
Niðurstaðan virðist því
vera sú að u.þ.b. 5% þeirra
mála sem koma annað
hvort til lögreglu eða barna-
verndaryfirvalda enda
með sakfellingu, 95% þessara
mála fá litla eða enga lausn.
Hvað verður þá um málin?
og þarf engan að undra, það má vera hverjum
manni Ijóst að það er meira en að segja það fyrir
16 ára barn að kæra föður sinn fyrir jafn alvarleg
brot og hér um ræðir. Það er nú einu sinni svo að
tilfinningar barns til foreldris sem hefur beitt það
slíkum órétti eru oftar en ekki blendnar, annars
vegar neikvæðar tilfinningar vegna ofbeldisins og
hins vegar jákvæðar tilfinn-
ingar barnsins, sem þrátt
fyrir allt er bundið t.d. föð-
ur sínum tilfinningabönd-
um og kann að bera að
einhverju leyti til hans hlýj-
ar tilfinningar. Enda þótt f
huga annarra sé það
kannski óhugsandi að
hægt sé að bera hlýjar til-
finningar til þess sem hefur
brotið svo gróflega gegn
barninu er það nú svo að
tilfinningar lúta ekki alltaf
lögmálum skynseminnar.
Enda má ekki gleyma því
að meðan á ofbeldinu
stendur hefur barnið vanist
því að leika þennan tvö-
falda leik, láta sem ekkert
sé og lifa „venjulegu" fjöl-
skyldulífi á milli þess sem
það er beitt ofbeldi.
Ég tel því að það eitt að
auka verulega fræðsluna til þeirra sem koma að
þessum málum af hálfu hins opinbera geti leitt til
þess að réttvísin nái fleiri kynferðis-glæpamönn-
um en nú er.
Sannleiks- og sáttanefndin
En jafnvel þótt takist að ná til eitthvað fleiri brota-
manna er þó nokkuð Ijóst að mínu mati að það
leysir ekki allan vandann og því tel ég nauðsynlegt
að endurskoða að einhverju leyti þau úrræði sem
til eru í okkar réttarkerfi. Það er öldungis Ijóst að
stærstur hluti þeirra barna sem fyrir kynferðisof-
beldi verður nýtur ekki réttarverndar. Málin eru
kannski kærð til lögreglu en meginreglan er sú að
ekkert gerist, undantekningin er sú að gerandinn
er sakfelldur eins og fram kemur I tölunum hér að
framan. Við svo búið má ekki lengur standa. Rétt-
arkerfi okkar er einfaldlega ekki smíðað með
þarfir kvenna og barna í huga, grunnur þess á
rætur í allt öðrum aðstæðum. Er það endilega rétt
að beita sömu málsmeðferð við kynferðislegt of-
beldi föður gagnvart barni sínu og búðarþjófnað?
Hvað ætlum við að gera fyrir meirihluta þeirra
barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og
ekkert er gert fyrir ( dag?
Fyrir nokkrum árum sat ég norrænt kvenlög-
fræðingamót þar sem prófessor Vibeke Vindelov
frá Kaupmannahafnarháskóla flutti erindi. Hún
hefur sérhæft sig I leit að nýjum lausnum á ýmis
konar réttarágreiningi og skrifaði m.a. aldeilis
ágæta bók um efnið. Erindi hennar fjallaði um
Sannleiks- og sáttanefndina svokölluðu í Suður-
Afríku sem komið var á fót eftir hrun aðskilnaðar-
stefnunnar. Þá lá fyrir að óendanlega mörg mál
vegna misþyrminga, morða og hvers kyns hörm-
„ 777 minningar um vitnisburöi sem ekki var trúað," stáð á krönsunum.
Dyr Hæstaréttar voru læstar þótt búið væri að tilkynna um komu göngunnar.
VER A •
23