Vera - 01.12.1999, Síða 31
Alþjóða verslun með konur og börn sem
eru misnotuð í formi vændis hefur verið
að teygja arma sína í auknum mæli frá
hinum svokölluðu þróunarlöndum og
* Suðaustur-Asíu til landa Austur-Evrópu.
í þessari grein verður staða kvenna á
tímum stjórnarfarsbreytinganna í Aust-
ur-Evrópu lauslega rakin í því augnamiði
að benda á mögulegar ástæður þess að
vændi hefur aukist eins mikið og raun
ber vitni á áratugnum sem nú er að
renna sitt skeið.
Lýðræði, frjálst markaðshagkerfi og konur
Samanburðarrannsóknir á stöðu kvenna á tímum
lýðræðisþróunar hvarvetna í heiminum hafa leitt í
Ijós að með tilkomu lýðræðislegra stjórnarhátta
eru konur gerðar að pólitískum minnihlutahópi.
En þær staðhæfingar virðast einnig hafa átt við
um stjórnarfarsbreytingarnar I löndum Austur-
Evrópu. Þjóðfélagsbyltingin sem átti sér stað eftir
hrun kommúnismans í lok síðasta áratugar hefur
haft mikil áhrif á stöðu og líf kvenna. Samfara
breytingum á flestum sviðum samfélagsins stóðu
konur andspænis margvíslegum vandamálum
sem litla eða enga áheyrn hafa fengið í opinberri
eða vísindalegri umræðu um þróunarferlið í átt til
lýðræðis. I kjölfar stjórnarfarsbreytinganna urðu
lífsskilyrði kvenna önnur. Mikilvægir þjóðfélags-
legir þættir sem áhrif hafa á samskipti kynjanna
tóku miklum breytingum. Kynjaskiptur vinnu-
markaður og pólitískur ójöfnuður kynjanna öðl-
aðist til að mynda nýja merkingu því kommúnismi
og lýðræði bjóða upp á ólíka samfélagsgerð og
mismunandi möguleika til pólitískra athafna. Á
nýjan leik er ákvarðað á hvaða hátt hver og einn
einstaklingur tilheyrir hinu pólitíska samfélagi.
Við upphaf stjórnarfarsbreytinganna endaði
mótun lýðræðislegra stjórnarhátta í höndum
þröngs hóps karlmanna, með þeim afleiðingum
að kröfur kvenna um lýðræðisleg réttindi hlutu
ekki áheyrn stjórnvalda. Þá hafa þjóðfélagslegar
kröfur um að konur sinni sínum kynbundu hlut-
verkum, umhyggju- og láglaunastörfum, jafn-
framt aukist. Þróun í átt til frjáls markaðshagkerf-
is að hætti nýfrjálshyggju var talin mikilvægasta
verkefnið eftir þjóðfélagsbyltinguna og sú stefna
talin í fullu samræmi við markmið stjórnvalda að
koma á lýðræðislegu stjórnskipulagi. I skjóli póli-
tískra og efnahagslegra umbreytinga létu ráða-
menn kröfur vanmáttugra kvennahreyfinga sem
vind um eyru þjóta og bentu á brýnni verkefni
sem krefjast skjótari afgreiðslu en málefni kvenna.
Nýju stjórnkerfin eru, að sögn kvenna frá þessum
löndum, karlstýrt lýðræði og þó svo að löndin búi
4 við ólíkar þjóðfélagsgerðir og sögu virðist þessi
fullyrðing eiga við þau öll.
(leppríkjum Sovétríkjanna ríkti engin hefð fyr-
ir óháðri kvennabaráttu því ríkisstýrð jafnréttis-
stefna sósíalismans sá um að tryggja félagsleg
réttindi kvenna að ofan. Dagvistun barna, frjálsar
fóstureyðingar, barnsburðarleyfi eða réttur til at-
vinnu, sem vestrænar kvennahreyfingar börðust
fyrir áratugum saman, voru sjálfsögð réttindi þar
til þau voru afnumin fyrstu árin eftir stjórnarfars-
breytingarnar. Kynjaskiptur vinnumarkaður, veikt
þegnasamfélag og ríkiskerfi sem á glæpsamlegan
hátt bannaði hvers kyns gagnrýni á stjórnarhætti
sína, urðu til þess að konum gafst lítið svigrúm til
að ræða sameiginlega reynslu sína og hagsmuna-
mál. Þær höfðu engan pólitískan vettvang fyrir
baráttumál sín. Þegar járntjaldið hrundi töldu
margar konur að lýðræðislegir stjórnarhættir
myndu með tímanum tryggja réttindi þeirra.
Konur fyrstar til að missa vinnuna
Ein birtingarmynd veikrar stöðu kvenna í Austur-
Evrópu í kjölfar stjórnarfarsbreytinganna er mikil
fátækt meðal fólks sem á tímum ríkissósíalismans
starfaði sem almennir verkamenn. Með tilkomu
lýðræðislegra stjórnarhátta, frjáls markaðshag-
kerfis og aukinnar samkeppni á vinnumarkaði
voru konur fyrstar til að missa störf sín, en at-
vinnuþátttaka kvenna var mjög mikil á tímum út-
þenslu þungaiðnaðar og stórfelldrar iðnaðarfram-
leiðslu miðstýrðs hagkerfis. I lok síðasta áratugar
voru um 3/4 hlutar kvenna á aldrinum 18-60 ára
í fastri heilsdagsvinnu.
I kjölfar stjórnarfarsbreytinganna hefur þorri
kvenna í Austur-Evrópu þurft að þola mikla fá-
tækt. Þær hafa með öðrum orðum vaknað upp
við þann slæma draum að borgararéttindi kvenna
eru ekki sjálfsagður fylgifiskur lýðræðislegra
stjórnarhátta. Sérfræðingar í efnahagsmálum og
stjórnmálafræðingar hafa líkt fyrstu árunum eftir
stjórnarfarsbreytingarnar við „táradal efnahags-
legra sviptinga". Táradal sem almenningur þyrfti
að sætta sig við í þágu lýðræðis og frjáls markaðs-
hagkerfis sem að lokum myndi tryggja velsæld
allra. Efnahagslegir erfiðleikar og spilling ráðandi
valdastétta víðast hvar hafa hins vegar fram til
dagsins f dag verið meginástæða þess að mikill
meirihluti fólks nýtur ekki ávaxta frelsisins sem
lýðræðislegir stjórnarhættir bjóða annars staðar.
(iðnaðarborginni Vladimir í Rússlandi deyja að
meðaltali þrettán manns á dag af völdum hung-
urs og fátæktar. Heimilislaus börn og gamalmenni
leita svo þúsundum skiptir húsaskjóls á aðaljárn-
brautarstöðvum og í holræsakerfum Búdapestar,
Varsjár, Prag, Bratislava og í Moskvu og þau
yngstu vinna fyrir daglegu brauði slnu með því að
selja líkama sinn í formi vændis. Austan við landa-
mæri Þýskalands og Austurríkis, ( löndum Mið-
austur-Evrópu, hafa á örfáum árum risið einskon-
ar „vændisþorp" á svæðum þar sem áður var
blómleg iðnaðarframleiðsla. ( Póllandi má helst
nefna Stubice og Swinoujschie við Eystrasaltið. I
Tékklandi Krupka, Dúbí, úthverfi Kostany, Ustí og
Austan við landamæri
Þýskalands og Austurríkis,
í löndum Miðaustur-Evrópu,
hafa á örfáum árum risið
cinskonar „vændisþorp"
á svæðum þar scm áður var
blómleg iðnaðarframleiðsla.
Teplice. Þegar keyrt er í gengum þessa staði blas-
ir við hvert vændishúsið á fætur öðru. I þorpun-
um sem næst eru landamærunum má allt árið um
kring sjá fáklæddar stúlkur dansa í litlum „gler-
búrum". Ofan á búrunum blikka auglýsingaskilti
vændishúsa og „nektardansstaða" sem oftar en
ekki eru innan seilingar. Til sveita eða í útjaðri
þorpanna eru starfrækt munaðarleysingjaheimili
og að sögn starfsmanna þeirra eru börn
vændiskvenna oft meirihluti þeirra barna sem
heimilin hýsa. Mikill meirihluti þeirra sem kaupa
sér ódýra þjónustu austur-evrópskra vændis-
kvenna eru vel stæðir karlmenn frá Vestur-Evr-
ópu, sem skreppa yfir landamærin gagngert í
ofangreindum tilgangi.
Eftir stjórnarfarsbreytingarnar hefur vændi
aukist til muna í löndum Austur-Evrópu og kyn-
lífsiðnaður þar staðið í miklum blóma. ( nýlegri
skýrslu nefndar um afnám allrar mismununar
gegn konum, sem kynnt var á alsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna ( september sl., var ályktað að
hátt á annnað hundrað þúsund konur og börn frá
löndum Austur-Evrópu hafi látið leiðast út í vændi
ár hvert það sem af er þessum áratug. (inngangs-
orðum skýrslunnar er saga alþjóða verslunar með
konur og börn sem misnotuð eru í formi vændis
Á íslandi hefur fyrrnefndum
glæpahringjum tckist að villa
á sér heimildir og snúa
á íslensk lög í því yfirskyni
að stundaður sé innflutningur
á listdönsurum til landsins.
á Vesturlöndum rakin. Samkvæmt málflutningi
nefndarmanna á þinginu virðist verslun þessi vera
að teygja arma sína í auknum mæli frá hinum
svokölluðu þróunarlöndum og Suðaustur-Asíu til
landa Austur-Evrópu. Alþjóða glæpahringir og
vestrænir viðskiptajöfrar hafa fundið nýjan mark-
að þar sem hvítt fólk gengur kaupum og sölum
því næg er eftirspurnin heima fyrir. Sérfræðingar
á þessu sviði telja hnattvæðingu viðskiptahátta og
aukið frjálsræði í viðskiptum landa á milli annars
vegar hafa aukið kynlífsverslunina og gert glæpa-
mönnum auðveldara um vik og hins vegar tor-
veldað eftirlit yfirvalda og Sameinuðu þjóðanna
með henni. ( skýrslunni er verslun þessari líkt við
nútíma þrælasölu á fólki til Vesturlanda þar sem
lýðræði og siðmenning er sögð vera stoð þeirra
samfélaga er þau byggja.
Á íslandi hefur fyrrnefndum glæpahringjum
tekist að villa á sér heimildir og snúa á fslensk lög
í því yfirskyni að stundaður sé innflutningur á list-
dönsurum til landsins. Á þann hátt vefja glæpa-
menn sem hagnastaf neyð annarra löggjafarvald-
inu og stjórnvöldum um fingur sér og eiga hægt
um vik í landi þar sem háttsettir embættismenn
leyfa sér að líkja vændi við hverja aðra tískubólu
hins frjálsa markaðar. Frjálshyggjan er í algleym-
ingi og óskráð lög markaðarins ráða ferðinni svo
lengi sem framboð og eftirspurn ríkja um vöruna.
( samþykkt stjórnar Sambands ungra sjálfstæðis-
VER A •
31