Vera - 01.12.1999, Side 39
}\
í yp
\ i
\m
\
A
I
!
1
\
\
i
!
i
í fisléttum silkikjólum, skreyttum rósaböndum,
eða flosmjúkum flauelskjólum með stórum, hvít-
um perlumóðurhnöppum.
Við vorum í hælbandalakkskóm, hvítum hálfsokk-
um og auðvitað með silkislaufu í hárinu.
Hátíðin fór fram með hefðbundnum hætti. Börn-
in dönsuðu prúð og fín kringum jólatréð sem
skreytt var englahári og álfahári með lifandi Ijós-
um og sungu jólasöngvana sína.
Gleðin náði hámarki þegar „skipstjórarnir og
stýrimennirnir" úthlutuðu jólagottinu. Það var í
gullpokum sem skreyttir voru örsmáum myndum
af liljublöðum. Pokarnir voru dregnir saman í opið
með svartri silkisnúru, kögraðri I endann. Eftir
innihaldinu man ég ekki, en pokann átti ég lengi.
Nú birtast hratt nýjar myndir á vefnum.
Ég staldra við mynd þar sem við erum að flytja úr
Reykjavík suður með sjó. Suður á Strönd, eins og
það var kallað.
Það er hávetur og aftur nélgast jól.
Þarna þekkjum við engan.
Jólaball sveitarinnar var haldið í litla barnaskóla-
húsinu, annað samkomuhús var ekki til í þeim
hreppi. Mamma klæddi okkur í englabarnakjól-
ana, hælbandalakkskóna og hálfsokkana og þar
utan yfir í þykka snjósokka, sem náðu upp í nára.
Svo óðum víð snjóinn upp í skóla. Þar var þröng á
þingi. Mæður voru að klæða börn sín úr hlífðar-
fötum, snyrta þau til og ýta þeim inn í „salinn". I
öðrum endanum hafði veríð komið upp dálitlu
leiksviði en á miðju gólfi stóð jólatréð með log-
andi Ijósum.
Kennarinn, hún Viktoría, stjórnaði hátíðinni. Hún
hafði valið fjóra forsöngvara til þess að leiða
sönginn. Tveir drengir og tvær stúlkur stilltu sér
upp fremst á sviðinu og hófu upp rödd sina þeg-
ar Viktoría gaf þeim merki.
Þvílíkan englasöng höfðum við mæðgur aldrei
heyrt.
Flestir tóku undir, en mamma féll í stafi og hlust-
aði með tárin í augunum.
Þarna heyrði ég í fyrsta sinn sélminn „Sem börn
af hjarta viljum vér / nú vegsemd Jesú flytja hér."
Við sungum og dönsuðum og fórum (jólaleikinn
okkar og svo fengum við súkkulaði og smákökur
sem mæðurnar komu með.
Börnin ( sveitinni tóku okkur vel, skoðuðu okkur í
krók og kring, spurðu okkur spjörunum úr og
sögðu að það væri af okkur búðarlykt. Við vorum
feimnar, en samt var gaman. Sveitabörnin voru
vel klædd og snyrtileg, en fötin þeirra voru vænni
og hlýlegri en okkar föt, sem voru að kalla mátti
hálfgert hýjalín.
Það sem okkur þótti skrýtið var að flest barnanna
voru í brúnum strigaskóm, með svörtum gúmmí-
sólum sem náðu eins og brydding upp á strigann.
Hælbandalakkskórnir okkar stungu í stúf við fóta-
búnað sveitabarnanna og auðvitað var enginn í
hálfsokkum. Það vorum við heldur ekki þegar
fram í sótti.
Á næstu mynd eru áramót.
Þegar best lét Ijómaði himinninn af stjörnum og
bragandi norðurljósum, en I fjarska glitruðu raf-
Ijósin í Reykjavík eins og eðalsteinar á bandi.
Mamma og pabbi fóru með hópinn sinn út á hlað
og við sögðum: „Komi þeir sem koma vilja, fari
þeri sem fara vilja og veri þeir sem vera vilja, mér
og mínum að meinalausu."
Ég rek vefinn.
Þarna birtist þrettándinn. Þar sést stór og mikil
brenna niðri á bökkum.
Við kölluðum það álfabrennu og dönsuðum álfa-
dans. Fyrir brennuna æfðum við söngva og viki-
vaka. Allir voru með, bæði börn og fullorðnir, en
það var bara valið fólk sem var í skrautlegum bún-
ingum og lék hlutverk, kóng og drottningu, prins
og prinsessu, karl og kerlingu, púka og jafnvel
sjálfan pokurinn.
Á eftir var drukkið súkkulaði og dansað í skóla-
húsinu fram á morgun.
Flestir þeir sem stóðu að uppeldi okkar ungu kyn-
slóðarinnar voru 19. aldar fólk. Ég spurði
mömmu:
„Hvernig var í gamla daga?"
„Á mínum ævidögum hefur litið breyst," sagði
mamma, „þó ég sé fædd fyrir aldamót. Það væru
þá helst húsin sem eru orðin betri og við skúrum
ekki lengur gólfin með sandi. Annars hefur lítið
breyst, eins og ég segi. Við notum enn sömu
áhöld til allra starfa. Við höfum sömu siði og venj-
ur. Við sveitafólkið sækjum enn vatnið í brunn og
læk. Víða er þó komið rafmagn til Ijósa og það er
mikil blessun. Vegir hafa líka batnað og þeim hef-
ur fjölgað, svo nú er hægt að ferðast á bílum
nokkurn veginn um allar trissur. Það eru líka
komnar brýr yfir verstu árnar. Nú þarf enginn að
sundríða jökulfljótin, eins og ég gerði þegar ég
fór með hana Unni litlu í fóstur austur í Mýrdal."
Þannig bré mamma upp fyrir mér myndum af
sínum vef og svo fór hún að tala um stríðið
1914-1918.
Hún sagðist mundu steypa sér í brunninn eða
gjána með allan hópinn sinn, ef það kæmi annað
stríð. Svo kom annað stríð, en gjáin og brunnur-
inn voru gleymd.
Þá bjuggum við á stærri jörð með stærra bú í
sjálfri höfuðborginni, inn undir Elliðaám. Það hét
í Réttarholti og er ekki lengur til.
Myndir frá þeim tíma eru margar á mínum vef, en
ég hleyp yfir þær.
Enn nálgast jól og áramót, en ekki bara áramót
heldur aldamót. Á mínu æviskeiði hafa breytingar
orðið svo miklar að kalla má byltingu frá því sem
var.
Ég hef lifað tímana tvenna í nánum tengslum við
frændur og vini frá 19. öld og enn nánari tengsl-
um við 20. aldar fólk mitt og þjóð. Ekki er von-
laust að ég féi nokkur kynni af 21. öldinni.
Þá má búast við að tími stórfjölskyldunnar verði
liðinn undir lok og mannleg samskipti verði með
öðrum hætti en á öllum liðnum öldum.