Vera


Vera - 01.12.1999, Side 40

Vera - 01.12.1999, Side 40
Við fornfálegt borð í stofu í bakhúsi við Grettis- götu situr lítil stúlka, kjurr í stólnum aldrei þessu vant. Hún grandskoðar hvern drátt og hrukku í andliti öldungsins andspænis henni. Af þeim, hrukkunum, er yfrið nóg. Hann er mikilfenglegur, finnst henni, hún er heilluð. Heilluð af gráum hár- makkanum, kafþykku yfirvaraskegginu, augunum sem mara í vatnsbláu skýjakafi og virka fjarlæg, eins og þau sjái út til handanheims og inn í innstuveröld, eins og þau hafi yfirgefið þennan heim á undan honum og tilheyri nú öðrum þar sem ekkert er framar hulið. Hendur hans eru fáð- ar og lúnar en það er með hendurnar eins og andlitið að tíminn virðist hafa skráð I þær heilu sagnabálkana sem varpa myndum ( hugskot stúlkunnar. Lófa sinn hefur hann lukt yfir lófa hennar og allt er kyrrt. Utan hljóð í klukku sem gengur sinn klukkugang. Af gamla manninum leggur ramma lykt af grösum og seið, sem hang- ir í húsinu öllu og gott ef hún teygir ekki slæður niður á götu. Stúlkan lygnir aftur augunum, teygar í sig grasa- þefinn, finnur ylinn leggja frá lófa hans, heyrir klukkuna tifa, tifa, tifa - og reynir að ímynda sér þá fornöld sem var þegar öldungurinn var ungur drengur og þá nýöld sem verður þegar hún getur lagt ámóta slitinn lófa yfir hönd lítillar stúlku. Hugsanirnar taka á flug en leysast upp í óræðar skýjaspurningar sem eru svo ógnvænlega stórar þegar maður er svona lítill og tíminn er svo dular- fullur að hún þykist viss um að aldrei aldrei muni Hildur Jónsdóttir,jafkríttUráðcjjafi ReykjíunJcur nokkur nokkur vita hver hann er, hvaðan hann kom og hvert hann fer. Og samofið tímanum er hið furðulega undur, lífið, sem byrjar og endar í sí- fellu og byrjun og endir hlykkjast saman svo úr verður einn þráður, ein snerting, ein stund þegar lófi deyjandi manns yljar hönd lítillar stúlku. Þessi bernskuminning hefur fylgt mér æ siðan, skýr, full með hlýju, kyrrð og unaði. Hún spannar tveggja alda haf, þriggja ef ég tel fram yfir næstu áramót og ekki síst ef mér auðnast að ná jafnhá- um aldri og langafi minn. Síðar á ævinni leitar önnur mynd á hugann, líkust málverki sem knýr á um að verða málað. í forgrunni málverksins er kona með opið skaut og yfir er kviðurinn þaninn af ófæddu lífi. Konan liggur í skauti annarrar konu, sem liggur í skauti annarrar konu, sem ligg- ur í skauti enn annarrar, koll af kolli, líf af lifi, aft- ar og aftar (tíma, órofin keðja dætra, mæðra, for- mæðra. I myndinni eru litir elds, blóðs og bláma, þjáningar, ótta og fullnægju fæðandi kvenna. Þetta málverk kom til mín þar sem ég lá örmagna og sæl með fyrsta barn mitt nýfært upp á barm mér. Dóttir. Undurfalleg. Mig sundlaði og hugsan- irnar leystust upp í óræðar skýjaspurningar sem voru svo ógnvænlega stórar frammi fyrir svona agnarsmárri stúlku með allan hinn dularfulla tíma þessa undursamlega lífs fyrir höndum. Mig hefur langað til að mála, skrifa og yrkja óð til formæðra minna og feðra, til dætra minna og sona, til ástmanna, bræðra og systra. Þegar ég var lítil vissi ég aldrei hvað ég vildi verða og þegar ég var spurð sígildra spurninga um flugfreyjur eða hjúkrunarkonur eða búðarkonur yppti ég öxlum og vissi það eitt að ég vildi starfa og ég vildi skapa. Ég vildi taka þátt I þessu lífi af öllu mínu afli. Með nýfædda dóttur mína upp á arminn, ein, ennþá á unglingsaldri, varð ég fyrir djúpum áhrif- um af hinni nýju og ört vaxandi kvennahreyfingu. Jarðvegurinn í vitund minni var frjór, ég uppreisn- arseggur og frökk fyrir Guðs náð og mildi og fann mig í þeirri æskulýðsróttækni sem þá reið yfir og örvaði okkur til að brýna hugann og víkka þann ramma sem við töldum vanann hafa mótað lífi okkar að okkur forspurðum. Við vildum sjálf og við töldum okkur geta sjálf. Þá spurði ég ekki um kynferði. Sú hugsun helltist fyrst yfir mig eftir að dóttir mín var fædd, blönduð ótta um eigin fram- tíð og framtíð hennar. I kjölfarið fylltist ég éhuga á lífi formæðra minna. Ég grennslaðist fyrir um formóður sem kallaði yfir sig grimmdarlega for- dæmingu samfélagsins vegna þess að hún gekk frá manni og börnum. Svona gerðu konur ekki. Allra síst að kóróna skömmina með því að eignast síðan lausaleiksbörn með öðrum mönnum. Aðra sem barðist við yfirvaldið til að fá að gera grasa- lyfin sín óáreitt og lét hafa það eftir sér á gamals- aldrí að eiginlega hafi hún verið neydd í hjóna- band af föður, sýslumanni og presti gegn vilja sín- um af því að ekki mátti til þess hugsa að svo góð- ur kvenkostur ætti enga framtíð fyrir sér. Enn aðra sem fann mikið til sín af því hún var prestsfrú sem þá var sfaða en dröslaði síðan barnaskara sínum ein til manns með litlum efnum, enda lífeyrislaus ekkja. Allar voru þessar konur skilgreindar af samfélag- inu af feðrum sínum og eigin mönnum eða öðr- um mönnum. Á þessari öld höfum við tekið líf okkar ( eigin hendur. Þessi öld er okkar öld, við eigum tímann og lífið sjálft. Og heilt árþúsund framundan. 40 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.