Vera - 01.12.1999, Síða 58
E Q K A D Q M A B.
jólabækurnaf
söguna á enda. Þó sagan sé öðrum þræði frásögn
af daglegu lífi fólksins í braggahverfinu er spenn-
an alltaf undirliggjandi og stingur alls staðar upp
kollinum. Frásagnirnar eru þar að auki gjarnan
mjög nöturlegar og skilja lesandann eftir með
heilan haug af ósvöruðum spurningum og vanga-
veltum um lífið og tilveruna.
Einmanaleiki sögumanna gegnir stóru hlut-
verki. Þarna er um tvo unglinga að ræða sem virð-
ast þurfa að takast á við lífið og tilveruna án
tengsla við, eða tilsagnar frá, þeim fullorðnu.
Báðar frásagnirnar eru mjög litaðar af persónu-
leika og reynslu sögumanna en það gerir hana
skrítna, og að vissu leyti óáreiðanlega, þar sem
þau virðast bæði eiga við alvarleg sálræn vanda-
mál að stríða. Stundum eiga þau erfitt með að
greina á milli ímyndunar og veruleika, það gerir
lesandanum óneitanlega stundum erfitt fyrir að
sjá hvað er raunverulega að gerast en skemmir
alls ekki frásögnina. Þvert á móti gefur það oft á
tíðum skýrari mynd af hugsanagangi sögumanna.
Frásagnir af veraldlegri og andlegri fátækt Is-
lendinga á eftirstrlðsárunum eru ekki ný bóla í ís-
lenskum bókmenntum og minnir efnið óneitan-
lega nokkuð á Djöflaeyju Einars Kárasonar svo
eitthvað sé nefnt. Þessi tími virðist þannig eiga
djúpar rætur í þjóðarsálinni. Þetta efni og þessi
kuldalegi frásagnarstíll, sem virðist loða við skáld-
verk um þetta tímabil, er þó alltaf jafn áhrifaríkur.
Elísabetu Jökulsdóttur tekst vel upp að skapa
spennuþrungna og áhrifaríka stemningu og þessa
bók er erfitt að leggja frá sér í miðju kafi.
Sigriður Lára Sigurjónsdóttir,
bókmenntafræðingur
Lögmál,
lfkami
stéttar. Kynlífi má þó lifa með fólki úr annarri stétt
svo framarlega sem bæði athöfnin og afleiðingar
hennar, ef einhverjar, eru ekki hafðar í hámæli.
Unnur kynnist þessari hlið mannlífsins snemma.
Lærir fljótt að „það er hægt að gera illt með þvi
að vera góður" - að það eru lægri stéttir, og þá
helst konur, sem bera skarðan hlut frá borði (
þessum málum. Hún lætur þessa vitneskju þó
ekki buga sig. Er sterk og örugg með sig, vex og
þroskast í skjóli Gömlu og Sýsla. Hún er ákveðin í
að bjóða valdinu byrginn, berjast móti gömlum
og úreltum viðhorfum.
„Mínu stríði er lokið og kominnn friður."
Ást, kynlíf, vald, orð. Þræðirnir í lífi Unnar. Úr
þeim vefur hún sögu sem hún getur verið ánægð
með. Hún vill vera „sterk og menntuð kona" og
verður það. Saga hennar er ekki saga fórnarlambs
heldur sterkrar konu sem tekst á við hefðir og
venjur og sigrar, á sinn hátt. Hugmyndafræðin
sem hún aðhyllist hjálpar henni I baráttunni, hún
trúir því að mennirnir séu að flestu leyti einsog
dýrin, að siðalögmál og stéttir séu mannanna til-
búningur og þarmeð er kominn grunnur að nýju
hlutskipti, nýju lífi. Örlög móður hennar, eða
vinnukvennanna á setrinu, þurfa ekki að verða
hennar. Þegar við bætist vitneskja um eigin upp-
runa og þarmeð skilningur á veigamiklum atburð-
um I Iffi hennar nær hún að skilja líf sitt og ann-
arra á dýpri hátt. Það sem áður virtist vera valdið
f sinni Ijótustu mynd fær nýjan svip og nokkurs
konar jafnvægi er náð. Hér kemur fram einn meg-
inkostur bókarinnar - persónur, atburðir, hug-
myndir eru hvorki algóð eða alvond - allt á sér
sínar góðu og slæmu hliðar. Það er ekki fyrr en
þeim skilningi er náð sem stríðinu lýkur og á
kemst friður.
Sigfríður Gunnlaugsdóttir, bókmenntafræðingur
Stúlka með fingur
eftir Þórunni
Valdimarsdóttur
Forlagið 1999
Á kápu bókar Þórunnar
Valdimarsdóttur Stúlka
með fingur er notaður
undirtitillinn „Söguleg
skáldsaga." Þetta er ekki gert á titilsíðu bókarinn-
ar sem mér þykir benda til að þó sagan sé „sögu-
leg" sé áherslan fyrst og fremst á skáldskapinn. I
gegnum persónu Unnar Jónsdóttur fléttast lýsing-
ar á lífi og störfum í sveit og borg í kringum síð-
ustu aldamót saman við hugleiðingar um viðhorf
og skoðanir sem ríkjandi voru á þeim tíma. Þó
þessi „sögulegi" hluti bókarinnar sé afar áhuga-
verður og vel úr honum unnið er skáldskapurinn
þó það sem gefur sögunni mest gildi. Textinn er
vel skrifaður, þéttur, þar er engu ofaukið - at-
burðir, persónur, þemu tengjast saman og mynda
trúverðuga heild.
„las ég í bók Darwins. . ."
Stúlka með fingur er ástarsaga. Öðruvísi ástar-
saga. Saga um ást sem ekki getur gengið upp en
gerir það þó, á sinn hátt. Ást sem bæði er, og er
ekki, einsog sú sem lýst er í dönsku rómönunum
sem Unnur les fyrir þá Gömlu, móður Sýsla, á
setrinu þarsem hún dvelur langdvölum sem barn
og ung stúlka. Ástin er þó ekki hafin til skýjanna,
hún er fyrst og fremst líkamleg, kviknar af „dýrs-
legum" hvötum sem þarf að svala. Kynlífið geng-
ur einsog rauður þráður í gegnum söguna og er
tengt við hugmyndir Darwins. Mennirnir eru dýr
og hegða sér í samræmi við það. Lífið er einsog
plata sem hefur verið spónlögð með hugmyndum
og lögmálum menningarinnar. Líkt og til að und-
irstrika þetta vinnur Unnur fyrir sér um tíma við
það að skrésetja og flokka dýr og les bækur
Darwins i tengslum við vinnu sína.
„Ég var hermaður í stríði við
gamlar vondar hugmyndir."
Valdið í öllum sínum margbreytileika er eitt meg-
inþema bókarinnar. Kynlífið er e.t.v. ein skýrasta
birtingarmynd þess. Fólk skal giftast innan sinnar
5 8 •
VER A