Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 19

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 19
Fá lauslætisstimpil Konum í dag þykir oft erfitt að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra samkvæmt reglum um hefðbundin kyn- hlutverk. Ef kona þjáist af alkóhólisma þá tekst henni enn verr að uppfylla þessar kröfur. Þegar hún er drukkin þá missir hún algerlega þá sjálfstjórn sem athafnir kvenhlutverksisns krefjast. Áhrif vímu eru hvort tveggja mögnuð og óút- reiknanleg og þess vegna er ekki hægt að segja fyrir um hvaða bönn drukkin kona kann að brjóta og hvernig sam- skiptin við hitt kynið kunna að þróast. Drukkin kona á það til að daðra og gefa undir fótinn en á sama tíma er hún ófær um að sinna skyldum sínum sem eigin- kona og móðir. Algengt er að þessar konur fái á sig þann stimpil að þær séu lauslátar og siðlausar í kynlífi. Rann- sóknir víða leiða hins vegar í ljós að að- eins 5% kvenna sem þjást af alkóhól- isma falla undir skilgreininguna Jauslátar". Því má samt ekki gleyma að drukkin kona á almannafæri er líklegri en alsgáð kona að stofna til skyndi- kynna og hafa ber í huga að fleiri konur eru drukknar á almannafæri en þær sem þjást af alkóhólisma. Stjórnleysi á neyslu vímugjafa er al- gengasta viðmiðið í greiningu á alkó- hólisma. Þróun sjúkdómsins er kyn- bundin og afleiðingarnar að nokkru en orsakirnar eru lffefnalegar hjá báðum kynjum. Alkóhólismi er í dag skilgreind- ur sem arfgengur heilasjúkdómur. Vímu- gjafar hafa önnur áhrif á miðtaugakerfi þess einstaklings sem hefur arfgerð alkóhólisma en þess sem ekki hefur slíka arfgerð. Það er viðtekinn misskiln- ingur að persónuleiki þeirra sem veikj- ast sé á einhvern hátt einkennandi fyrir þennan hóp og að alkóhólistar séu mjög líkir í hátterni. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur ekki verið sýnt fram á það að persónuleiki þessa fólks sé líkari en á meðal fólks almennt. Það er sem sagt ekkert til sem hægt er að skilgreina sem „alkóhólískan persónu- leika". Langvarandi vímuáhrif hafa samt sammerkjanleg áhrif á hegðun og líðan hvors kynsins um sig. Fá tíðahvörf fyrr Áfengi hefur mun skaðlegri áhrif á lík- ama kvenna en karla. Áfengi binst fitu en leysist út með vatni. Þar sem líkams- fita kvenna er meiri en karla þá er líkami kvenna lengur að losa sig við eituráhrif- in og skaðast því meir. Þær þurfa líka minna magn til þess að verða drukknar. Þær eru því líklegri en karlar til þess að fá ýmiss konar líkamlega kvilla sem af- leiðingu neyslu. Konur sem þjást af alkóhólisma fá tíðahvörf fyrr en aðrar konur og finna fyrir mun erfiðari ein- kennum þeirra breytinga. Þunglyndi er einn af fylgifiskum langtfmaneyslu vímugjafa og er algeng- ara meðal kvenna en karla. Konur eru einnig líklegri en karlar að hafa þjáðst af þunglyndi áður en þær byrjuðu að neyta áfengis eða annara vímugjafa. Fái fólk ekki meðferð við þunglyndi eða öðrum geðröskunum þá er engin von að áfeng- ismeðferð skiii árangri. Þvf miður var það lengi svo að litið var framhjá geð- röskunum í áfengismeðferðum. Trú manna var sú að alla kvilla mætti lækna með samtakamætti AA samtakanna og að um leið og fólk hætti að drekka þá læknaðist allt annað. Þessi einfeldn- ingsháttur og ofurtrú var mjög skaðleg- ur og stefndi lífi margra í hættu. Vissulega er þátttaka alkóhólista í sjálfshjálparhópum gagnleg. Slíkir hóp- ar þurfa að vera fjölbreyttir að gerð og það er fásinna að ætla að ein hug- myndafræði henti öllum. Sjálfshjálpar- hópar eiga ekki að boða það að án þeirra sé ekki batavon, þeir ættu hins vegar að styrkja fólk á þann hátt að meðlimir geti fetað bataveginn og orðið heilbrigðir og lifað gæfuríku lífi á eigin forsendum. Meðferðir ætlaðar körlum Það var ekki fyrr en eftir síðari heim- styrjöld að farið var að tala um óhóflega og skaðlega áfengisneyslu og neyslu annara vímugjafa sem sjúkdóm. Árið 1951 var alkóhólismi loks skráður hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem sjúk- dómur. Árið 1947 var fyrsta meðferðarstofn- unin fyrir þessa sjúklinga, sem þá var farið að kalla alkóhólista, sett á stofn á Hazelden í Minnesota í Bandaríkjunum. Þessi stofnun var samt sem áður aðeins fyrir karla og aðeins fyrir sérstaka karla, nefnilega kaþólska presta. Þá var fallið það vígi að einlæg trú kæmi f veg fyrir ofneyslu vímugjafa. Tveim árum síðar var svo stofnunin opnuð fyrir alla þá karla sem þjáðust af þessum sjúkdómi. Meðferðin byggðist á hugmyndafræði AA samtakanna. Hugmyndafræði sam- takanna er trúarleg og iðrun og yfirbót eru talin vera lykillinn að bata. AA sam- tökin voru stofnuð af körlum í banda- rískri millistétt og þeir tilheyrðu trúar- hópum mótmælenda. Því er það talsvert skondið umhugsunarefni að þeir fyrstu sem fengu skipulagða meðferð sam- kvæmt þessari hugmyndafræði skyldu hafa verið kaþólskir prestar. Það liðu nokkur ár frá stofnun AA samtakanna þar til að konum var heim- iluð innganga. Það var svo árið 1956 að konum var veitt meðferð á Hazelden. Hér á landi var það fátítt að konur færu í meðferð vegna alkóhólisma þegar SÁÁ hóf starfsemi og enn eru það mun færri konur sem leita meðferðar en karlar. Þegar umhverfið dæmdi áfengisdrykkju kvenna hvað harðast héldu konur sig frá Flestar meðferðar- stofnanir byggja meðferð út frá gildum og DÖrfum carla. drykkju. Eftir þvf sem umburðarlyndi gagnvart drykkju kvenna jókst varð drykkja kvenna algengari. Afleiðingin af því varð sú að æ fleiri konur sem höfðu arfgerð alkóhólisma veiktust. Það má þvf til sanns vegar færa að umburðar- leysið hafi haft hvort tveggja jákvæð og neikvæð áhrif á áfengisneyslu kvenna. Líklegt er að arfgerð alkóhólisma sé nánast jafnalgeng meðal karla og kvenna, en færri konur veikist vegna þess að umhverfi þeirra og kynbundnar skyldur setja þeim ákveðnar skorður. Konur eru einnig líklegri til þess að veikjast síðar á ævinni en karlar. Það er talsvert algengt að konur veikist ekki fyrr en á miðjum aldri þá oft f kjölfar tfða- hvarfa og þeirra breytinga sem verða á lífsháttum þeirra þegar börnin eru kom- in á legg. Stjórnleysi eða stjórntælci? Konur áttu og eiga enn erfitt með að til- einka sér 12 spor AA samtakanna og sérstaklega það fyrsta sem kveður á um vanmátt og stjórnleysi á eigin lífi. Þær höfðu upplifað að vera stjórnað af feðr- um, bræðrum, eiginmönnum og börn- um. Neysla vfmugjafa var oft það eina sem þeim fannst þær hafa stjórn á í lffi sínu og það eina sem þær gátu stjórnað með. Það var ekki fyrr en á níunda áratug síðustu aldar að rannsóknir á ferli alkó- hólisma hjá konum urðu algengar. Eldri rannsóknir sem til voru um þessar kon- ur voru í 99% tilvika gerðar til að skoða árangur meðferðar og viðhorf til drykkju kvenna. Viðhorfskannanir sýndu að það var talið í lagi að konur drykkju áfengi svo lengi sem ekki sæist á þeim. Árang- ur af meðferð var sorglega slakur. Hvað var þá að? Voru konur svona ófullkomnar að þær gátu ekki meðtekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.