Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 25

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 25
Mynd: Ingibjörg Landspítalinn starfrækir áfengismeðferð á Teigi við Flókagötu í Reykjavík. Helga Asgeirsdóttir hefur starfað sem áfengisráðgjafi í 23 ár, lengst af hjá SÁÁ. Undanfarin sjö ár hefur hún verið meðferðarfulltrúi á Teigi, þar sem hún veitir bæði konum og körlum ráðgjöf. Þær eru oft svo JBR Helga segir að Teigur sé lítil og heimilisleg meðferðarstöð þar sem konureru stundum í meirihluta. Þeim finnst gott að geta verið þar í dagmeðferð. Þá mæta þær á Teigi og eru frá nfu til fimm en geta svo farið heim til barnanna. í kvöldmeð- ferð getur fólk stundað vinnu sína á daginn og mætt á kvöldin á Teig. Einnig eru innlagnarúrræði. Fyrst og fremst er veitt einstaklingsmeðferð á Teigi, því það sem hentar einum hentar ekki öðrum. „Ég var að vinna hjá SÁÁ alveg frá byrjun, hef unnið við þetta í 23 ár. Ég ráfaði þarna inn án þess að vita út í hvað ég væri að fara. Sjálf er ég ekki alkóhólisti og vissi minna en ekkert um þennan sjúkdóm. Þá voru konur í meðferð í miklum minnihluta og engin sérmeðferð fyr- ir þær. Þær kvörtuðu ekkert undan því, það var bara ekki búið að finna upp að þær hefðu áherslur sem þyrfti að vinna með sérstaklega. Skömmin og sársaukinn sjáanlegri Á Teigi hafa verið sér grúppur fyrir konur og hafa verið frá upphafi. Það er mikill munur frá því sem ég þekkti áður, því konurnar tjá sig öðruvísi þegar karlarnir heyra ekki til. Það eru oft mjög gagnlegar og kraftmiklar umræður sem fara fram. Konurnar byrja oft á því að tala um erfiðu málin við ráðgjafann sinn og fara svo inn í grúppuna með þau. Þó að þær taki á erfiðum málum er ekki þar með sagt að það sé eitt- hvað auðvelt. Sumt er ekkert rætt í grúppum, það er meira vettvangur til að tala um það sem þær vilja. Það eru sér kvennagrúppur og karlagrúppur tvisvar í viku, það eru einu skiptin sem karlarnir og kon- urnar eru aðskilin. En að öðru leyti er litið svo á að þau séu með sama sjúkdóminn og þurfi sömu meðferð. Ég held að það sé bara til hins betra að hafa þau saman. OTNAR Það er stigsmunur á því hvernig karlar og konur taka við meðferð, konur vinna ólíkt tilfinningalega úr sársauka, afleiðingum og skömm- inni; öllu sem fylgir því að drekka í stjórnleysi. Skömmin er jafnt hjá körlum og konum en hún er meira sjáanleg hjá konum. Það er gagnvart börnunum og fjölskyidunni í heild. Sársauki kvenna og afleiðingar af alkóhólisma eru mun sjáanlegri, þær eiga auðveldara með að tjá til- finningar sínar og þær þurfa oft meiri hvatningu því sjálfsvirðing þeirra er mjög lág. Svo koma inn f þetta erfiðleikar í uppvexti og þær eru kannski að tala um það í fyrsta skipti í meðferðinni. Við ráðgjafarnir vinnum með sálfræðingi og þetta er mjög gagnlegt að mati kvennanna. Meira í lífið spunnið en að lifa af Munurinn á kynjunum kemur mest fram í viðtölum. Þær þurfa meiri hvatningu, þær eru oft svo brotnar. Það tekur langan tíma að byggja upp sjálfsvirðingu. Þær geta líka notað það að vera konur; afneitun þeirra kemur fram í að fela sig á bakvið, taka ekki ábyrgð og kenna öðrum um - en þetta gera karlmenn líka. Að mörgu leyti er afneitun þeirra ekkert öðruvísi en hjá karl- mönnum. Þær eru oft mjög háðar karlmönnum í iffi sínu, eru háðar ástandinu sem er oft slæmt og eiga erfitt með að slíta sig burt. Það er bæði tilfinningalegt ósjálfstæði og fjárhagslegt, sérstak- lega hjá konum á miðjum aldri sem hafa verið giftar lengi. Þær eiga mjög erfitt með að koma sér út úr. örygginu sem fyigir því að vera fjár- hagslega vel stæður. Konur eru van- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.