Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 42

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 42
Sif Konráðsdóttir kæru til úrskurðarnefndar lögmanna og síðan fyrir héraðsdómi." Pú hefur semsagt fengið vissu fyrir því að framganga þín gagnvart verjandanum, þar sem þú ert að verja hagsmuni skjólstæðings þíns, ráði því að þú varst sett út úr þessari nefnd? Svar Sifjar er stutt og laggott: „Ójá." Hún kveðst þó fráleitt vilja setja sig í fórnar- lambsstellingar heldur gefi þetta tilefni til þess að velta fyrir sér sjálfstæði lögmannastéttarinnar gagn- vart framkvæmdavaldinu og af því hefur Sif áhyggjur. „Lögmenn mega ekki vera háðir framkvæmdavaldinu og þess vegna er illa komið ef þeir þurfa svo mikið sem að hugleiða hvort það komi þeim vel eða illa að gæta lögmætra hagsmuna skjólstæðinga sinna." Öll mál eru mikilvæg Sif vinnur talsvert fyrir erlenda aðila sem eiga í við- skiptum hér á landi og þegar ég spyr hvort kynferðis- afbrotamál séu stór hluti af málum hennar kemur í Ijós að þau eru aðeins um 10% þess sem hún fæst við. Ég spyr hvort hún sinni einhverjum ákveðnum málaflokki meira en öðrum, hvort hún velji úr ein- hver hjartans mál. Sif hlær við og segir að lögmenn fáist við svo margvísleg mál. í hennar augum verði það sem hún fæst við hverju sinni að mikilvægu máli. Hún viðurkennir þó að hafa mikinn áhuga á mannréttindum og hefur sinnt þeim málaflokki nokk- uð. Hún hefur t.d. undanfarin ár farið fyrir hópi laga- nema sem hafa tekið þátt í málflutningskeppnum á Norðurlöndunum en þar er rætt um Mannréttindasátt- mála Evrópu. lafnréttismálin eru Sif hugleikin, ekki sfst í stétt lögmanna. Of fáar konur sjálfstætt starfandi lögmenn Hún segir mér að aðeins 10% sjálfstætt starfandi lög- manna séu konur. „Mér finnst absúrd," segir Sif, „hve fáar konur eru sjálfstætt starfandi lögmenn. Og við erum ekki enn komin á það stig innan stéttarinnar að viðurkenna að þetta sé vandamál. Það eru kannski fáeinar konur sem það gera og viðhorf þeirra er álitið þeirra prívat vanda- mál." Sif hafði lengi þótt hlutur kvenna meðal lögmanna rýr og rætt það við kollega sína með litlum árangri. Hún kannaði málið nánar og skrifaði grein um niðurstöður sín- ar í Lögmannablaðið sl. haust. „Ég sýndi fram á að þótt konur hafi verið um helmingur þeirra sem útskrifast hafa úr lagadeild síðustu tíu ár þá hefur ástandið sáralítið lag- ast. Hlutfall þeirra sem fer í lögmannastétt er of lágt." Á hinum Norðurlöndunum eru félög lögmanna að skoða þennan vanda og leita leiða til úrbóta. Sif vonaði að grein hennar myndi vekja áhuga á málinu hér á landi en hún segir að engin viðbrögð hafi orðið við greininni þegar hún birtist. Á nýju ári varð greinin þó til þess þær 30 konur sem eru sjálfstætt starfandi lögmenn komu saman til fundar og ræddu hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna sérstakan félagsskap. „Ég hélt framsögu ásamt öðrum lögmanni sem lýsti því yfir, ef ég skildi hana rétt, að hún myndi aldrei ráð- leggja konum að fara \ þessa stétt og teldi raunverulega að konur ættu ekki heima þar!" Sif mat fundinn svo að ekki væri mikill vilji fyrir félagsstofnun. „Ég sá hvað sumar þeirra eru búnar að hugsa þetta skammt. Þær ætla bara að vera þarna á forsendum karla en átta sig ekki á þvf að þær búa forsendurnar ekki til sjálfar. Það eru því hefðir og gildi karlanna sem ráða því hvernig hlutirnir eru, þeirra túlkanir og skilgreiningar." Sif hefur kynnt sér Félag kvenna í læknastétt sem stofnað var fyrir um tveimur árum. „Ungu konurnar sem eru að koma heim frá námi í útlöndum sjá að staða kvenlækna er vandamál hér heima. Þær eldri átta sig ekki allar á því. Þær hafa farið áfram á forsendum karlanna, bara verið duglegar og halda að það sé það sem gildi." Stóru lögmannsstofunum ber að setja sér jafnréttisáætlun Sif hefur verið óþreytandi við að benda kollegum sínum og öðrum á að samkvæmt nýju jafnréttislögunum eigi fyr- irtæki með 25 starfsmenn og fleiri að „setja sér jafnréttis- áætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmannastefnu sinni,” eins og orðrétt segir í jafnréttislögunum frá síðasta ári. Stærstu lögmannsstof- urnar falla undir þetta ákvæði og Sif er sannfærð um að það yrði til góðs fyrir lögmannastéttina ef eftir þessu yrði farið og þar með auðvitað samfélagið allt. Ég bendi á að sumum konum sé meinilla við að kenna sig við nokkuð „Ég sá hvaS sumar þeirra eru búnar að hugsa þetta skammt. Þær ætla bara að vera þarna á forsendum karla"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.