Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 62

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 62
Margit Einarsdóttir Tryggingamiðstöðinni Myndir: Gréta Margit Einarsdóttir tók við starfi markaðsstjóra Trygg- ingamiðstöðvarinnar í janúar sl. en starfið varð til þeg- ar Tryggingamiðstöðin sameinaðist Tryggingu hf. í nóvember 1999. Margit starfar nóið með öðrum deild- um fyrirtækisins og hefur yfirumsjón með markaðs-, kynningar- og auglýsingamólum. Margit er 38 ára, stúdent frá MH 1983. Hún lærði fjöl- miðlafræði í Ohio University í Athens í Ohio með áherslu á vinnu við sjónvarp og útvarp og lauk BS prófi 1990. Frá 1990 til 1997 vann hún hjá fyrirtækinu Kynn- ing og markaður (KOM) og kynntist þarýmsum hliðum markaðsstarfs. Hún varð svo markaðsstjóri hjá Sam- skipum í hálft ár en frá 1997 til 1999 vann hún á auglýs- ingastofunni Góðu fólki, í birtingardeild, þar sem hún kynntist hinni hlið auglýsingastarfsins, vann m.a. við birtingaáætlanir og markaðsrannsóknir. En þá flutti fjöl- skyldan til Grímseyjar þar sem maður Margitar gerðist kaupfélagsstjóri og hún varð fréttaritari fyrir Morgun- blaðið og tónmenntakennari við grunnskólann. „Þegar ég vann hjá KOM fann ég fljótt að mér fannst gaman að skipuleggja ráðstefnurog blaðamannafundi, útbúa gögn og vinna við beina markaðssetningu. Starfið sem ég er í núna á því mjög vel við mig," segir Margit. Að þjóna viðskiptavininum „Þegar ég tók við starfinu hér í markaðsdeildinni var það vel skipulagt og í góðum farvegi, ég hef því haldið áfram á svipaðri braut og forveri minn. Ég funda reglu- lega með fulltrúum annarra deilda til þess að halda góðu upplýsingaflæði og fá hugmyndir frá þeim. Trygg- ingamiðstöðin er með útibú á fimm stöðum á landinu og umboðsmenn víðar. Ég heimsæki þessa staði til að samræma merkingar og þess háttar. Það er mikilvægt að upplýsingaflæðið sé gott og þar skiptir vefsvæði líka miklu máli en það er tmfif.is Eitt helsta verkefni markaðsstjóra er að þjóna við- skiptavinum fyrirtækisins - „hvað vill kúnninn?" er spurning sem við spyrjum oft. Árið 1999 fékk Trygginga- miðstöðin verðlaun í flokknum bein markaðssetning fyrir skyndihjálpartöskuna sem send var til allra sem kaupa heimilistrygginguna TM öryggi. Nú stendur við- skiptavinum á aldrinum 20 til 55 ára til boða 30% af- sláttur af barnabílstólum og fleiri vörum fyrir barnið í bílnum í barnavöruversluninni Ólavía og Oliver í Glæsi- bæ. Ég hef svo verið að undirbúa þátttöku okkar í heim- ilissýningunni í september, þar sem við verðum með bás, og sjávarútvegssýningin á næsta ári verður stórt verkefni. í haust mun fyrirtækið veita í þriðja sinn for- varnaverðlaunin Varðbergið fyrir aðbúnað og öryggi á vinnustöð'um," segir Margit. Góð samvera minnkar samviskubitið Margit og maður hennar, Guðmundur Emil lónsson yfir- matreiðslumaður á Fjörukránni í Hafnarfirði, eiga tvo syni, 9 ára og 2 ára. Hún segist hafa vera ákeðin í því að vera a.m.k. ár heima með þann yngri en þegar þau fluttu til Grímseyjar var hann einmitt nýfæddur. „Við áttum frábæran tíma saman í Grímsey, náðum svo vel að vera saman og minnka stressið. Ég hef því ekki nærri eins mikið samviskubit þegar ég er í vinnunni núna eins og ég hafði áður. Okkur finnst nauðsynlegt að komast í sumarbústað nokkrum sinnum á ári til að ná góðri slökun og samveru. Okkur finnst líka mjög gaman að bjóða fólki f mat, borðum t.d. alltaf með vinahjónum einu sinni f mánuði. Mér finnst gott að sökkva mér í bækur og finnst besti tíminn til lestrar frá september til áramóta. Ég hef Ifka gaman að alls kyns föndri, fór t.d. bæði á námskeið í keramik og trévinnu þegar ég bjó í Grfmsey. Kvenfélagið stóð fyrir þessum námskeiðum og ég gekk að sjálfsögðu í kvenfélagið," segir Margit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.