Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 60

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 60
Viðtöl: Elísabet Þorgeirsdóttir Hólmfríður Einarsdóttii ma rkaðsstjóri Kaupþings hf. Myndir: Þórdís Mikill vöxtur hefur einkennt starfsemi Kaupþings undanfar- in misseri og í kjölfarið hafa umsvif Markaðsdeildar Kaup- þings aukist til muna. Kaupþing opnaði til að mynda fimm erlendar skrifstofur á síðasta ári og hafði Hólmfríður þá umsjón með fjölda ráðstefna og kynningarfunda bæði á innlendri og erlendri grundu. Auk hefðbundinna markaðs- og kynningarmála hér á landi og erlendis heyra ráðstefn- ur, móttökur og námskeið undir starfssvið hennar. markaðsstarf miðar að og sjáum um að henni sé framfylgt enda er hún alveg á okkar ábyrgð," segir Hólmfríður. „Gerð auglýsinga- og kynningarefnis er oft unnið í samstarfi við íslenskar auglýsinga- stofur en hugmyndir koma einnig frá útibúunum ytra, þar sem þau þekkja sín markaðssvæði vel, og við semjum síðan við auglýsingastofur í við- komandi löndum um útfærsluna." Árið 1998 hóf Kaupþing útrás sína með opnun dótturfélags í Luxemþorg og starfa þar um 80 manns í dag. Starfsemin þar hefur gengið mjög vel og í kjölfar- ið hefur bankinn opnað skrifstofur f Færeyjum, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Sviss, New York og á Spáni. „Við verðum að gæta að hönnunarstaðli okkar þegar samið er við erlendar auglýsingastof- ur til að tryggja fmynd okkar. Erlendu samskiptin hafa verið sérlega skemmtileg og víkkað sjón- deildarhring minn mikið. í tengslum við opnan- irnar hafði ég t.d. umsjón með móttökum og blaðamannafundum. Það skiptir miklu máli að faglega sé að öllu slíku staðið." Kynntust á Landsmóti UMFÍ Hólmfríður Einarsdóttir er 28 ára frá Bolungarvík. Hún lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla íslands, fór síðan á nátt- úrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og tók stúdentspróf bæði af náttúrufræði- og hagfræðibraut. „Viðskiptin höfðu vinninginn og ég fór að vinna í Markhús- inu um það leyti sem það var stofnað. Þar fékk ég mikinn áhuga á markaðsmálum og ákvað að læra rekstrarfræði á markaðssviði við Tækniskóla íslands. Ég vann hjá Kaup- þingi samhliða náminu sem ég lauk í janúar árið 1999. Ég er sérlega ánægð með námið í Tækniskólanum þar sem það var mjög hagnýtt og í nánum tengslum við atvinnulífið. Við fengum t.d. dýrmæta reynslu með því að vinna raunhæf verkefni svo sem markaðsáætlanir og markaðsrannsóknir fyrir ýmis fyrirtæki", segir Hólmfríður. Fimm manna markaðsdeild Hólmfríður tók við markaðsmálum Kaupþings í janúar 1999 og var þá eini starfsmaðurinn, en nú starfa fimm manns í deildinni sem Hólmfríður veitir forstöðu. „Markaðs- og kynningarmálin eru á okkar könnu og sjáum við m.a. um allar auglýsingar, bæklingagerð og ritstjórn vefsvæðis Kaupþings. Við vinnum markvissa markaðsáætlun sem allt Hólmfrfður kynntist eiginmanni sínum, Ragnari Þór Ragnarssyni, á Landsmóti UMFÍ árið 1987. Þau eiga sjö ára gamlan son og von á öðru barni í október. Ragnar er tölvunarfræðingur og starfar sem tæknilegur framkvæmdastjóri Landsteina ís- land. „Áhugamál mfn utan vinnunnar snúast fyrst og fremst í kringum fjölskylduna. íþróttaáhugi okkar er mikill og við stundum golf af kappi á sumrin og skíði á veturna. Þetta eru íþróttir sem öll fjöl- skyldan getur stundað saman og bæði holl hreyf- ing og góð útivera." Hólmfríður á sex eldri systkini sem öll búa á Vestfjörðum og það gera foreldrar hennar einnig. „Ég sakna auðvitað fjölskyldunnar en aftur á móti er þeim mun skemmtilegra að fá þau í heimsókn. Barnið sem ég geng með verður átjánda barna- barn foreldra minna svo þetta er orðin býsna stór fjölskylda. Við förum vestur þegar við getum og sonur okkar vill helst vera þar allt sumarið," sagði Hólmfríður. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.