Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 51

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 51
Arndís Guðmundsdóttir og Alda Ásgeirsdóttir Heilsa Reyklaus FYRIRMYND Reynslan sýnir að takist að halda börnum og unglingum frá tóbaksnotkun minnka líkurnar á því til muna að þau byrji að reykja síðar á ævinni. Því fyrr sem unglingar byrja að reykja þeim mun meira verður líkamlegt tjón þeirra. Rannsóknir meðal þeirra reykingamanna sem greinst hafa með lungnakrabbamein sýna að skemmdir í erfðaefni lungnafruma eru mun meiri hjá þeim sem byrjuðu ungir að reykja. Þetta er ein ástæða þess að Krabbameinsfélagið og Tóbaksvarnanefnd leggja höfuð áherslu á forvarnir meðal barna og unglinga og hafa þær skilað miklum árangri. Kannanir sem gerðar hafa verið fyrir Tóbaksvarnanefnd sýna að árið 2000 reyktu undir 25% fullorðinna Islendinga dag- lega (1 8-Ó9 ára) og aldrei hafa færri unglingar reykt hér á landi en á því ári. Foreldrar/forráðamenn Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn átti sig á þvf að þeir eru börnum sínum fyrirmynd og geta lagt þeim lið á margan hátt. Rannsóknir sýna að reykingar og við- horf nánustu fjölskyldumeðlima hafa áhrif á ungling- inn. En þó að foreldri reyki er ekki þar með sagt að barnið byrji að reykja. Sýnt hefur verið fram á sterkt samband milli uppeldisaðferða og reykinga. Foreldrar sem halda aga en útskýra málin um leið fyrir börnum sínum eru yfirleitt í nánara sambandi við unglinginn en þeir sem beita öðrum uppeldisaðferðum. Því meiri tíma sem barn ver með foreldrum sínum og í íþrótta- eða tómstundastarf því minni líkur eru á því að það verði ffkni- og/eða ávanaefnum að bráð. Hér og nú Nútíðin skiptir unglinga mestu máli. Framtíðin er ekki á dagskrá - ennþá að minnsta kosti. Þess vegna er mikil- vægt að ræða við unglinginn um afleiðingar tóbaks- neyslu hér og nú. Foreldrar geta stutt unglinginn sinn með því að kynna sér það forvarnarefni sem í boði er, t.d. foreldrabæklinga og reykleysissamninga sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd hafa gefið út. Ef unglingurinn er byrjaður að fikta er hægt að ræða við hann og jafnvel koma í viðtal og fá ráðgjöf hjá fræðslufulltrúum Krabbameinsfélags Reykjavíkur (sími: 540 1900). Um 83% þeirra unglinga sem reykja vilja hætta því og 89% þykir reykingar sóða- legur ávani. Flestir unglingar gera sér grein fyrir þvf að það getur verið mjög erfitt að hætta að reykja. Það skiptir máli að foreldrar og forráðamenn sýni börn- um sínum og unglingum stuðning með því að hjálpa þeim að velja reyklaust líf - sem vitaskuld er ekki fórn heldur frelsi! o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.