Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 26

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 26
Faldi sjúkdómurinn ari því að „láta sig hafa það". Þær eru oft að reyna að sætta sig við einhverjar aðstæður. Einnig koma konurn- aroft úrbrotnum samböndum, jafnvel mörgum slíkum, og velja sér menn sem þær drekka með. Það er oftar en ekki mjög erfitt að komast út úr slfku sambandi. Á Teigi er gefinn kostur á tveimur hjónaviðtölum, eða fjölskylduviðtölum eftir því sem við á. Því það breytist margt við að hætta að drekka og öll fjölskyldan verðurvör við það. Öll mannleg samskipti breytast. Það eru allir orðnir vanir sjúklegu aðstæðunum sem eru ekki lengur fyrir hendi. Drykkjan orðin meira áberandi Þegar ég byrjaði í áfengisráðgjöf fyrir 23 árum var drykkja kvenna ekki eins áberandi, nema í einstaka til- felli. Þær drukku meira inni á heimilunum og áttu auð- veldara með að fela þetta. En í dag eru þær orðnar miklu meira áberandi. Þær koma meira til okkar í með- ferð á öðrum forsendum en þær gerðu áður. Áður fyrr fannst þeim að þær væru að drekka út af einhverju, t.d. erfiðleikum í hjónabandi eða uppvexti. Núna taka þær ábyrgð á neyslu sinni og tengja hana þvf að þær eigi við sjúkdóm að stríða. Svo þarf að leggja allt aðrar áherslur þegar talað er við unga stúlku innan við tvítugt. Þær hafa allt önnur markmið, þurfa allt öðruvísi hvatningu. Þær eru hrædd- ar um að það sé ekkert gaman að vera edrú. Konur á miðjum aldri eru flestar löngu búnar að gera það upp við sig, þær eru búnar að fá nóg. Það er ennþá uppreisn í ungu steipunum, út í fjölskylduna og fortíðina. Þær sem eiga börn eru sumar í vandræðum með ábyrgðina sem því fyigir." u < A (kóhó ■■•g er í AA og það rann af mér fyrir átta og hálfu ári síðan. Og síðan hef ég verið edrú. Ég gerði 4^plika það sem ég hafði ekki gert áður; ég tók til- sögn. Ég vissi alveg að ég gæti þetta ekki upp á eigin spýtur. Ég var búin að reyna að hætta að drekka sjálf. Ég var búin að reyna allar aðferðir; skipta um tegundir, reykja hass í staðinn fyrir að drekka. En minn vilji dugði ekki til, þannig að ég ákvað að láta meðferðar- aðila segja mér hvað ég ætti að gera. Þannig að ég fór á Vog og þaðan á Vík. Svo gerði ég eins og mér hafði verið kennt, ég fór á 90 AA- fundi á 90 dögum og fór mjög mikið á fundi næstu tvö árin. Ég fór stundum á fund á dag og stundum fleiri en einn. Ég gerði þetta að mínu áhugamáli. Það voru aliir dauðfegnir í fjöl- skyldunni og vinirnir líka, því það var ekkert gaman þegar ég var komin í þriðja eða fjórða glas, það var yf- irleitt byrjunin á harmleiknum. Ég hætti ekki að á- stæðulausu og alls ekki vegna þess að mér þætti alkó- hól vont á bragðið! Ég var ekki búin í partýinu Þegar ég var þrettán ára lenti ég í slysi og fékk morfín og fannst að þannig vildi mér alltaf líða. Svo fann ég mér vini sem höfðu svipað áhugamál og ég, að kom- ast í vfmu. í minni neyslu voru allskonar stílar og stefnur í gangi. Fyrst var ég f þessum unglingapakka, var á Hlemmi og í klíku. í menntaskóla kynntist ég skemmtilegu fólki, m.a. barnsföður mínum, en ég á 15 ára dóttur. Þar var meira verið að reykja hass. Ég var áfram fullust í partfum, en var farin að hafa áhuga á að hætta þessu. Með hassreykingunum varð ég löt en hafði áður verið sjúklega eirðarlaus. Ég tók alkóhól- ismann minn með mér inn í skólann og gekk þ.a.l. ekki vel í náminu. Mér gekk bara vel í því sem ég hafði áhuga á og féll í öðru. Hafði enga einbeitingu. Svo varð ég ólétt og fannst það góð ástæða til að hætta í skóla. Fór að vinna, sem ég hafði gert mikið af með skólanum og tókst að vera edrú á meðgöngunni. Flutti svo til Hollands þar sem barnsfaðirinn var í námi og við giftum okkur. Eirðarleysið helltist yfir mig og ég fór að stinga af frá manni og barni. Stal pening- um frá honum og fór á fyllerí. Komst svo inn f skóla. Þetta var nokkuð gott tímabil, ég var einbeittari og skýrari í kollinum en áður. Komin með þetta markmið að vera f skólanum. Mér gekk vel í skólanum og var uppáhald kennarana. Svo skiljum við og við búum í sitthvoru lagi í eitt ár áður en hann ákveður að flytja heim til íslands með dóttur okkar. Hann treysti mér alls ekki til að vera eina með hana í útlöndum, ég get vel skilið það í dag, þó ég samþykkti það auðvitað ekki möglunarlaust. En neyslan togaði í mig. Ég var ekki búin í partýinu. Svo fór partýið að taka stærri og stærri hlut af lífi mínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.